Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 9. september 1980 síminner 86611 Veöurspá Um 500 km norðaustur af Jan Mayen er 985 mb lægð og lægðardrag suöur meö Noregsströnd, en hæðar- hryggur frá Grænlandi suð- austur um vestanvert Island. Um 1000 km suö-sauðaustur af Hvarfi er djúp og kröpp lægð á hreyfingu noröaustur. Frem- ur kalt veröur i veðri og viða má búast við næturfrosti. Suðvesturmið: Norðan gola eða breytileg átt og létt-skýjað i dag.en þykknar upp i nött meö vaxandi austanátt. Suöurland: Breytileg átt.gola eða hægviðri og viðast létt- skýjað. Faxaflói til Vestfjaröa og Faxafióamið til Breiðafjarða- miða: Hægviðri, víðast létt- skýjaö en þó skúradembur á viö og dreif. Vestfjarðamið: Suðvestan gola, skýjaö með köflum. Strandir og Norðurland vestra og Norðausturland: Breytileg átt og gola eða hægviðri og viöast léttskýjað: Norðvesturmiö og noröaustur- mið: Norðaustan gola og létt- skýjað. Austurland og austurmið: Noröaustan gola og léttskýjað til landsins.en kaldi og smá- skúrir á miðum og annesjum. Austfirðir og Austfjarðamið: Vestan gola og léttskýjað sunnan til á Austfjörðum, en annars smáskúrir. Suðausturland og suðaustur- miö: Noröan gola og breytileg átt og léttskýjað i dag, en þykknar upp á miðum i nótt með vaxandi austanátt. Noröurmiö: Breytileg átt 2-4 vindstig skýjað meö köflum. Sums staðar þokubakkar. Austurdjúp og Færeyjadjúp: Norðan og norðvestan 3-5 vindstig.skúrir. Veðrið hér og har Veöriö kl. sex i morgun: Akureyri heiðskirt 0 Bergen skýjað +10. Heisinki þoka + 15. Kaupmannahöfn þoka + 15. ósló þoka +15. Reykja- vlk léttskýjað +4. Stokkhólm- ur þoka +16. Þórshöfn skýjaö + 6. Aþena heiðskirt +23. Berlln heiöskirt+20. Chicagó mistur + 30. Feneyjar þoka +23. Frankfurt léttskýjað +22. Nuuk léttskýjaö +10. London úrkoma i grennd +18. L0KI segir Þingmenn Alþýðubandalags- ins töluöu samtals I tlu klukkustundir á þingflokks- fundi á mánudaginn. Það er augijóslega engin skrefataln- ing þar! Fá FlugleiDlp varn- arllðsflutnlngana? „EKKI ÚEÐLILEGT” SEGIR STEINGRÍMUR HERMANNSSON. SEM LAGÐI TILLÖGUR FYRIR RÍKISSTJÚRNINA í M0RGUN „fcg mun leggja tillögur að um- ræöugrundvelli við Luxem- borgarmenn fyrir rikisstjórnina á morgun, og ég býst við að fara til Luxemborgar fljótlcga eftir næstu helgi”, sagði Steingrimur Hermannsson, samgönguráð- herra, þegar blaöamaöur Visis spuröist+yrir um næstu skref Is- lenskra stjórnvalda I Flugleiða- málinu. Steingrímur sagði það einkum vera tvennt, sem kæmi til greina i sambandi við Atlantshafsflugið. ,,í fyrsta lagi að stofna nýtt flugfélag, þar sem við ættum helming á móti Luxemborgar- mönnum. Þetta hefur þann galla, aö fyrirtækið yrði að vera skráö i Luxemborg og allt viöhald færi að öllum likindum fram þar. Annars fengist ekki sá 15% fjárfestingar- styrkur, sem stjórnvöld þar bjóða. 1 ööru lagi er svo sá möguleiki fyrir hendi, að þetta veröi áfram rekiö sem íslenskt félag. Ég vil ekki útiloka þann möguleika, en þá hljóta islensk stjórnvöld að veröa að gera töluvert meira en ef þetta yrði gert i samstarfi viö Luxemborgarmenn ”, sagði Steingrimur. Hann sagöist ekki vera tilbúinn til þess að kveða upp úr um hvor kosturinn væri betri, til þess væru málin alltof óljós. „Útvarpsfréttir herma, að sum flugfélög reki Atlantshafsflugið með hagnaði, en aörir segja vera taprekstur hjá öllum félögum á þessari leið. Þetta atriði og ýmis önnur liggja ekki eins hreint fyrir og ég hefði kosið”, sagði Stein- grimur. Varöandi þær aðgerðir, sem stjórnvöld geta gripið til núna til hjálpar Flugleiðum, nefndi Stein- grimur niöurfellingu lendingar- gjalda að minnsta kosti út næsta ár og niðurfellingu greiðslna fyrir aðstööu á Keflavikurflugvelli, en þær munu nema um 100 milljón- um á ári. „Mér finnst heldur ekki óeðli- legt að Flugleiðir taki að sér far- þegaflutninga fyrir varnarliðið og jafnvel einhverja vöruflutninga lika”, sagði Steingrimur. — P.M. Hópur fatlaöra barna fór I heimsókn til Vestmannaeyja um helgina og er myndin hér að ofan tekin i þeirri ferö. Nánar segir frá heimsókninni á bls. 9. Visismynd: GS-Vestmannaeyjum. Takmörkun áfengiskaupa flugllða í Fríhöfninni: „Verslum pá í er- lendum fntiöfnum” ,,Ef einhverjir brjóta reglur þá á þaO aO bitna á þeiin brotiegu en ekki heilum starfshóp. Hins vegar hef ég ekki heyrt aö fiugliö- ar hafi brotiö neinar reglur um vinkaup f Fríhöfninni’,’ sagöi t Baldur Oddsson, formaöur Féiags Loftleiöaflugmanna, i samtaii viö VIsi. Eins og fram kom i frétt VIsis i gær hefur utanrikisráðuneytið bannað flugáhöfnum, sem eru að fara i flug að kaupa áfengi og tóbak við brottförina frá Kefla- vikurflugvelli. Astæðan er sögð sú, að þær reglur hafi verið brotnar sem gilda um þessi kaup. Baldur Oddsson sagðist ekki kannast við, að þessi kaup hefðu veriö neitt vandamál og að sinum dómi væri þetta vanhugsuð ráö- stöfun. Það gæfi auga leiö, að ef •ekki er hægt aö versla i frihöfn- inni hér þá myndu þeir flugliöar sem tökhefðu á versla I erlendum frihöfnum.beina þeim viöskiptum þangað. Þetta myndi þvi koma niöur á rekstri Frihafnarinnar á Kefla víku rflug velli. —SG Mngmenn AlpýOubanda- lagsins standa íströngu: Tíu tíma fundur Ding- flokksins Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hélt tiu tima langan fund á fimmtudaginn og framhaldsfund- ur hefur verið boðaöur á miðviku- dag. „Þetta er ekkert dvenjulega langur fundur. Við höldum venju- lega fundi nokkrum sinnum yfir sumarið og þeir eru haldnir frek- ar lengri heldur en hitt, svo utan- bæjarþingmenn þurfi ekki að vera hér í marga daga’,’ sagði Ólafur Ragnar Grimsson, for- maöur þingflokksins.I samtali viö Visi I morgun. Aö sögn ólafs Ragnars voru engin sértök mál rædd um um- fram annað en hann benti þó á aö fjárlagaundirbúningur stæði yfir. „Það var nú litið rætt um fjár- lögin” sagði Garöar Sigurösson, alþingismaður er Vísir innti hann eftirefni fundarins. ,,En það var mikiðtalaðum iðnaöarmál, orku- mál og efnahagsmálin” sagði Garðar Sigurösson. en varðist annars frétta af útkomu þeirrar umræðu. —AS Gamlar kanónur I sjónvarpið? t umræðum um vetrardagskrá sjón- varpsins hefur komið fram sú tillaga frá fréttastjóra sjónvarps, Emil Björnssyni, að fá gamlar stórstjörnur sjónvarpsins til að stjórna umræðuþáttum. Emil hefur lagt til að Eiður Guðnason, Magnús Bjarnfreös- son, Markús Orn Antonsson og Ólafur Ragnar Grímsson verði fengnir sem stjórnendur til skipt- is að almennum umræðuþáttum um þjóömálin. Tillagan hefur enn ekki veriö afgreidd, en fram að þessu hefur sú regla gilt, að út- varpsráösmenn og þingmenn væru ekki stjórnendur þátta um stjtírnmál. Eiöur og Markús eiga sæti i útvarpsráði og Eiöur og ÓlafurRagnar sitja báðirá þingi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.