Vísir - 10.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 10.09.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. september 1980 . . , . , .9 Hvaö SÖ9ÖU Þjóöverjar um Holocaust?: Frá Auschwitz: Skótau, fatnaöur, hár og gleraugnaumgjaröir, sem hirt var af föngunum áöur en þeir fóru I gasklefana. Þaö sem ekki haföi þegar veriö nýtt, t.d. var hár notaö i rúmdýnur, þegar strlöinu lauk, er enn I Auschwitz til sýnis hverjum sem er til aö minna á atburöina VWBRÖGB SKOLAFÚLKS í grein, sem birtist hér i blaðinu á mánu- daginn og var um við- brögð Þjóðverja við Helförinni, féll niður kafli úr handritinu og sagði sá frá simhring- ingum til þýska sjón- varpsins vegna þátt- anna. Tekin voru nokk- ur dæmi af athuga semdum áhorfenda Helfararinnar, sem báru vitni fáfræði eftir- striðskynslóðar Þýska- lands um Hitlerstima- bilið. í lok kaflans var þess getið að upp- fræðsla i skólum um þau ár hafi aukist á allra siðustu árum og i framhaldi af þvi var getið „uppgjörskyn- slóðar” rithöfunda sem fram hefur komið á sið- ustu tveimur árum. Nauðsynlegt er að taka þetta fram, þar eð burtfelling þessa kafla brenglaði greinina alla og enn fremur vegna þess sem hér fer á eftir. Viðbrögð nýanasista „Holocaust gerir þjóö okkar að glæpafólki” — „jafnvel þótt vísindalegar rannsóknir hafi leitt I ljós, aö engir gasklefar voru I fangabúöunum i Þýska landi”. Setningar á borö viö þessar var að finna á áróðurs- seðlum Nýnasistaflokksins i Þýskalandi, sem dreift varm.a. i skólum svo þúsundum skipti eftir sýningu Holocaust þvi hægriöfgasinnar brugöust skjótt viö til að spyrna á móti áhrifum myndaflokksins á æskufólk I Þýskalandi. Skólayfirvöld voru viö hinu versta búin og þegar áriö áöur en myndin var sýnd i Þýska- landi, haföi veriö um það rætt hvernig bregöast skyldi við. Mjög lítiö var f jaflaö um Hitlers timabiliö á grunnskólastigi i Þýskalandi þar til fyrir sárafá- um árum og enn er ábótavant kennslu um blákaldar staö- reyndir. Vegna þessa og einnig vegna þess hve foreldrar forð- ast að tala um hvað geröist, hafa skólar verið gróðrarstia nýnasisma og vegna þessa hafði Helförin slik áhrif á skólafólk. ... og skólanna Samkvæmt könnunum horfðu um 80% allra þýskra ungmenna á Holocaust. Myndin varö þeim mikið áfall. Kennurum kemur saman um aö fávisi hafi orsak- að þaö áfall: jafnvel i þeim ár- göngum, sem fjalla um striðs- árin (9.-10. bekk) hafi þau verið jafn f jarlæg og óraunveruleg og aaldrabrennur miöalda. Hversu litið var vitað um Hitler og valdatima hans, kom berlega fram i könnun sem gerð var áriö 1977, þegar 3000 unglingum var gert að svara spurningunni „hver var Hitler?” Svörin voru fáfróöari en nokkurn haföi óraö fyrir. Frægt dæmi um svar var: „Hitler fann upp Volkswagen”. Sakleysislegur nasismi var tiskufyrirbæri, gyöingabrand arar fuku og heilsast meö Hitl- erskveðju — hakakrossinn var vinsæl skreyting. Skólayfirvöld virtust ráölaus gagnvart þessari tisku. Skipu- lagðar voru kvikmyndasýning- ar og upplýsingaherferöir, sem oft uröu ekki til annars en aö skvetta vatni á gæsina: ungling- arnir hristu höföuöog héldu sinu striki. Svart-hvitar heimilda- myndir meö lélegu hljóöi, fyrir- lestrar kennara og bókalestur orkuöu ekki neinu: utan skól- anna var striöiö bannvara eöa i þaö minsta feimnismál. Holocaust breytti þessu: „Þessi mynd”, sagði 19 ára skólastúlka, „hefur sviðiö sig inn I hjarta mitt og huga”. Hún talaöi þá fyrir mikinn fjölda jafnaldra sinna. Vert er aö geta þess hér, að þaö er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hvers vegna áhrifin voru svona gifurleg án þess að þekkja muninn á banda- risku og þýsku sjónvarpsefni og kvikmyndagerð og þýskri um- fjöllun um sögulegar staðreynd- ir sem mest getur verið. Það myndi aldrei hvarfla að þýskum framleiöenda, sem er i þann mund aö gera mynd um jafn al- varlegt efni og striðsárin, aö búa til ástarsögur eða krydda efnið á þann hátt sem við höfum vanist að sjá i bandariskum myndum. Og bandariskir þætt- ir, á borö viö Kojak^ Bonanza eöa aöra sem við þekkjum úr okkar sjónvarpi hafa aðeins á siöasta ári gert innreið sina i þýskt sjónvarp. Nemendur i uppnámi Nemendur mættu i skólann i miklu uppnámi — þaö var rétt eins og þau heföu aldrei fyrr vit- aö aö nasistar voru til. Kennar- ar uröu aö hverfa frá timatöflu til aö ræða myndina, nemendur kröföust svara og útskýringa. 1 þeim skólum, sem videotæki voru fyrir hendi, voru endur- sýndir kaflar úr myndinni. Staöhæfingum úr áróöursbréf- um nýnasista var haldiö fram, athugasemdir —■ margar hverj- ar greinilega úr foreldrahúsum, eins og t.d. hvers vegna ekki heföi veriö lýst óförum þýskra hermanna viö Stalingrad i myndinni — viöraöar. Ljóst varö, aö áhugi á striðs- glæpunum fór eins og eldur um sinu — skólayfirvöld reyndu aö nýta sér þann áhuga svo hann mætti bera árangur, með þvi aö halda honum vakandi. Áöur en myndin var sýnd, höföu sögu- kennarar I þúsundatali fengiö sendan 57 siöna bækling sér til undirbúnings. í bæklingunum var m.a. bent á að Holocaust færi stundum frjálslega meö efniö. Yfirvöld geröu sér grein fyrir að sú meöferð yrði nýtt af hægriöfgasinnum til aö draga úr sannleiksgildi sögunnar, sem myndin segir og þá um leið, áhrifum hennar. Kennurum var ráölagt að foröast ekki ásakanir i garö framleiðenda myndar- innar, heldur að benda nemend- um sinum aö reyna aö komast sjálfir aö hinu sanna meö þvi aö kanna heimildir og jafnframt aö benda á, aö söguritun og túlkun sé alltaf afstæö og aö sagnfræði leitist einmitt oft við aö réttlæta eöa ota fram vissum tota. Um ræöur um hvort þetta sé rétt eða rangt hafi fullan rétt á sér. Kennarar tóku Holocaust feg- ins hendi, þvi myndin færöi frumkvæöiö aö fræöslu um stríösárin yfir til nemendanna sjálfra og i staö þess aö þylja yf- ir áhugalausum unglingunum, þurftu kennarar að svara spurningum um orsakirnar, hver hefði vitaö af þessu, hvers vegna ekkert var aöhafst, gæti þetta gerst aftur, hvernig gæt- um viö komiö i veg fyrir endur- tekningu slikra atburöa. Eru svona hlutir jafnvel aö gerast einhvers staðar i heiminum i dae? í skólastofunum blossaði upp sterkari meðvitund um þjóö félagiö, skyldur þegnanna og réttinn gagnvart yfirboöurun- um. Þýska þjóöin hefur löngum veriö oröuö viö hlýðni og virö- ingu gagnvart stjórnvöldum, sumir vilja jafnvel kenna þeim þjóöareinkennum um þaö sem geröist á striösárunum. Ef svo heldur áfram sem horföi mán- uöina eftir aö Holocaust var sýnd i Þýskalandi, kann jafnvel aö vera að Þjóöverjar endur- skoöi afstööu sina i þessum efn- um. Eöa, eins og einn mennta- skólanemi i Köln sagöi: „Þaö hefur litla þýöingu aö horfa á Holocaust og hugsa meö sér, svona var þetta — ég verö aö læra af myndinni. Dorf geröi jú aðeins þaö sem hann geröi vegna þess aö hann kunni ekki aö óhlýönast fyrirskipunum’”. Hversu lengi áhrif Holocaust vara, er þó ekki gott að vita. Raunar hefur litiö fariö fyrir umræöu um myndina i fjölmiðl- um i Þýskalandi undanfarna mánuöi, hvaö svo sem kann að eiga sér staö I skólunum. Og einn lesandi timaritsins Der Spiegel sagöi sem svo i bréfi til timaritsins i febrúar skömmu eftir aö myndin var sýnd: „Svo Þjóðverjar eru i upp- námi. Það skyldi þó aldrei vera að þeir muni hafa jafnaö sig þegar dregur aö hausti?” Mstók saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.