Vísir - 12.09.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 12.09.1980, Blaðsíða 5
Tyrklandsher tók vðldin í nótt Skriðdrekar og brynvarðir bilar voru á hverju strái i Ank- ara, höfuðborg Tyrklands, i morgun eftir byltingu tyrkneska hersins. Valdaránið virðist hafa gengið án nokkurra blóðsúthellinga, en viöbúnaður var mikill. Skrið- drekar á öllum meiriháttar gatnamótum, hermenn við opin- berar byggingar og flokksskrif- stofur, þyrlur sveimandi yfir borginni og flugvellir og landa- mæri lokuð. Allt fjarskiptasamband var rofið i nokkrar klukkustundir i nótt, en útvarpað var tilkynning- um um valdatökuna. I yfirlýs- ingu, sem kölluð var „fyrsta til- kynning þjóðaröryggisráðsins”, var sagt, að rikisstjórn og þing hefðu verið leyst upp. Þinghelgi var aflétt og lýst herlögum i öllu landinu. Valdaránið kemur algjörlega flatt up á menn. Eina visbend- ingin barst fyrst i nótt, þegar æðastu foringjar landhers, flota og flughers komu saman til fundr, en sá fundur mun hafa staðið fram á morgun. Þó var vitaö, að nokkur kurr var i herforingjalið- inu, sem i desember i vetur lagði að stjórnmálamönnum að hætta innbyrðis togstreytu og snúa sér að þvi að friða landið. 1 þann mund logaði Tyrkland i pólitiskum óeirðum, þar sem öfgasinnar á vinstri og hægri væng bárust á banaspjótum. Mannfallið var þá aö meðaltali fimm drepnar menneskjur á dag. — Siðustu sex mánuði hefur meðaltalið verið tólf á dag. Fyrr i þessum mánuði var fjölgað mjög lögreglu- og her- liði i Ankara, eftir að 29 manns höfðu verið drepnir einn versta daginn. Hermenn á varögöngu um stræti i Istanbul. Bulent Ecevit og Suleyman Demirel, tveir helstu stjórnmálaleiö- togar Tyrklands, sem herinn missti loks þolinmæöina yfir. 1960 hrifsaði herinn til sín völdin í Tyrklandi og bylti þá tiu ára stjórn Adnan Menderes, sem siðar var tekinn af h'fi. Annað valdarán hersins — árið 1971 — varð blóðsúthellingar- laust. Þetta þriðja valdarán núna 1980 veitir þessari af- skiptasögu hersins kerfisbund- inn blæ. — Bylting á tiu ára fresti. Lögleysan allsráðandi 1 Tyrklandi eru þó alhr á einu máli um, að ástandiö í efna- hagsmálum og stjórnmálum landsins hafi verið illþolandi orðið, og miklu verra en 1960. Raunar ekki verið jafn-slæmt siðustu hálfa öld. Flokkar ofstækismanna, ýmist vinstri manna eða hægri manna, óðu uppi og voru alls- ráðandi orðnir á stöku „frelsuð- um svæðum”, eins og sum hverfin i Ankara, Istanbul og fleiri bæjum voru kölluð. Jafn- vel vopnuðum lögreglumönnum var ekki vogandi að vera þar á ferli öðruvisi en undir vernd hersins. Auk pólitisks ofbeldis og óeirða hefur þetta árið einkennst af þvi, að meöal stjórnmálamanna var hver höndin uppi á móti annarri. Og i siðasta mánuði lagði „Rétt- lætisflokkur” Suleymans Dmirels, forsætisráðherra, fram tillögu i þinginu um aö efnt yrði til nýrra þingkosninga strax á þessu ári og ekki beðiö til júní 1981, eins og ætlaö var. Stjórnarandstaðan margklofín Demirel haföi séð sér leik á Herinn tekur í taumana á tiu ára frestl borði að leggja minnihluta- stjórn sina (hægristjórn) undir dóm kjósenda núna strax, meðan ringulreið riktí i herbúð- um stjórnarandstæöinga. „Lýð- veldisflokkur alþýðuunnar”, flokkur Bulent Ecevits, sem tapaöi fjölda þingsæta bæði i efri og neðri málstofu tyrkneska þingsins i kosningunum siðasta október er margklofinn. — Demirel áleit, að vinsælar efnahagsaðgeröir stjórnarinnar og innanflokksvandamál and- stöðunnar mundu vega þyngra á metunum hjá kjósendum heldur en óánægjan með hve litið hafði áunnist gegn ofbeldisöflum. Efnahagsaðstoð með skilyrðum Demirel vildi tryggja sér meirihluta og öflugri stööu i þinginu, áður en gripiö yrði til róttækra ráðstafana gegn póli- tiskum ofstækisöflum, og tíl þess að koma fram stefnu sinni I efnahagsmálum, svo að ekki yrði skrúfað fyrir vestræna efnahagsaðstoð til Tyrklands. — Þá stefnu boðaði hann fyrr á þessu ári, en i henni er lögð á- hersla á hinn frjálsa markað og felld niður rikisaðstoð við hinn þjóðnýtta iðnað. Meðal lánardrottna á vestur- löngum lék vafi á þvi, að stjóm Demirels mundi lafa nógu lengi til þess að hrinda þessari stefnu i framkvæmd. Þó tókst Demirel aö verða Tyrklandi úti um stærstu efnahagshjálp, sem vesturlönd hafa veitt á seinni árum. Aðildarriki OECD höfðu lofað 1.16 milljarða dollara lánsfé á þessu ári. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn 1,62 milljörðum dollara á næstu þrem árum. Alþjóöabankinn 600 milljónum dollara, og Saudi Arabia 250 milljón dollurum. — Lán Aiþjóða gjaldeyrissjóðsins var háö skilyrðum um strangar spamaöarráöstafanir og minni rikisafskipti af efnahagslifinu. Fiúðu ættlandið En ofbeldi öfgaaflanna keyrði orðiö svo um þverbak, aö það bar oröið á fólksflótta úr land- inu, þar eð enginn gat lengur taliösigóhultan, lög og réttur að engu hafður, og einungis virtur máttur byssunnar eöa morö- kuta tíiræöismannsins. Valdarániö ber upp á nánast sama tima, sem heræfingar NATO fara fram í vesturhluta Tyrklands. Þær hófust i fyrra- dag. stutt skref fyrir herinn T I siöasta mánuði haföi Kean Evren, hershöfðingi, — yfir- maður sameiginlegs herráðs t'lota, flughers og landhers Tyi klands — hvatt til þess, að aflétt yrði herlögum i sumum hlutum Tryklands, þar sem þau hafa verið nærri tvö ár i gÚdi. Gagnrýndi hann stjórnmála- mennlandsins fyriraöhafa ekki beitt sér fyrir setningu nýrra laga, sem dugað gætu gegn of- beldisseggjum. Vildi hann, að herinn losnaöi úr herlagaeftir- liti, svo aö hann gæti sinnt sín- um gmndvallarskyldum, sem væru landvamir. Flestir höfðu ætlað, að herinn mundi ekki skipta sér af stjórn- málum landsins, en nú sýnist sem hershföðingjarnir hafi tal- iö, aö þeir gætu allt eins stigið skrefið til fulls. Heilu hersveit- irnar voru hvort sem er upp- teknar við eftirlit, löggæslu og héraðsstjórnir, án þess að hafa ákvarðanavald og þvi bundnar af dugleysi stjórnmálamann- anna, sem það umboð höfðu. En hernum siöan hvort eö er kennt um árangursleysið. um. Að hann hefði „skynjað frels- ið, sem rikir I Moskvu, og kynnst þar tveim tegundum frétta- manna: þeim, sem ráfa um götur til að þefa uppi smámunaleg ó- merkilegheit, og hinum, sem raunverulega höfðu áhuga á iþróttum”. Flokksmálgagnið ,,1’Huma- nite” greindi frá sjónvarpsviðtal- inu, en gætti þess vandlega að nefna ekki þessi ummæli. Foring- inn varö þarna að lúta ritskoöun eigin manna. Gripdelldlr í breska Dínginu „Það tekur oröiö út yfir allan þjófabálk, hvað hverfur mikið af öskubökkum, hnífapörum, bolla- pörum og öðru þviumlfku úr kaffiterium neöri máistofu breska þingsins”, segir Charles Irving, yfirbryti. A einu ári hurfu um 40.000 slikir hlutir, og er talið vist, að minja- gripasafnarar meðal gestkom- andi eigi aöalsökina á. Skal nú gripið til „róttækra ráðstafana” til að binda endi á ósómann. Hornblower kafteinn og ileiri sjóliös- foringjar Þaö þótti á sinum tfma gera J.F. Kennedy, heitinn, forseta, elskari lýðnum, þegar þær upp- lýsingar „láku” út, að meöal bókmennta á náttborðinu hans væri aö finna njósnareyfara um James Bond, sem á þeim árum var aö finna viö hvers manns disk. Hvort Carter hefur ætlaö sér aö nýta þá reynslu, þegar honum urðu á mismæli á flokksþinginu á dögunum, sem gátu gefiö til kynna, að hann læsi sitthvað fleira en stjórnarskýrslur einar, skal ósagt látið. Hann var að syngja fyrrverandi Carter sjóliðsforingi — viðlesinn maður. forsetum úr demókrataflokknum lof og pris, og vildi lika geta þess demókrata, sem að hans mati hefði oröiö mesti forseti sögunn- ar, ef hann heföi einhvern tima náð kjöri, en það var nefnilega ..Hubert Horatio Hornblower, eh... hum, afsakið! Humphrey, meina ég”. Hvað sem öðru liður, sýndu mismælin, að Bandarikjaforseti er ekki ókunnugur söguhetjunni úr hinum vinsælu drengjabókum C.S. Forester um Hornblower skipherra i flota hennar hátignar, Bretadrottningar. Þó eru þær naumast skyldulesning sjóliðs- foringja á kjarnorkukafbátum bandariska flotans. Ætlar sér næstu frlðar- verðlaun Sadegh Khalkali, stundum nefndur „blóöklerkurinn" vegna semdarmaður. þeirra hundruða dauðadóma, sem hann hefur kveöiö upp yfir trönum, tekur uppnefnið ekki mjög alvarlega. Sjálfur telur hann sig — I fullri alvöru — verö- ugan friðarverðlauna Nóbels. Eða svo segir fréttastofa ein I Kuwait, sem hefur eftir honum, aö „margir heimskunnir menn vinni að þvi aö útvega honum þau, og að tillagan hafi veriö bor- in undir Karl Gústaf Sviakon- ung”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.