Vísir - 12.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 12.09.1980, Blaðsíða 22
VÍSIR Föstudagur 12. september 1980 Ur pokahorninu Bein 01- sending frá Akureyri Vetrardagskrá hljóðvarps er enn i mótun. Allar h*kur eru á þvi, að þátturinn ,,1 vikulokin” fái nýja stjórnendur, eða jafnvel falli niður i núverandi mynd. Þvi hefur verið fleygt að ef haldið verði áfram i sama dúr, þá sé ráð að fela norðanmönn- um gerð slikra þátta t.d. annan hvern laugardag, og að þá verði sentút frá stúdióinu á Akureyri. Mundi þaö vissulega verða ný- breytni, og tilvalið tæifæri fyrir humorista fýrir norðan að láta aö sér kveða og spreyta sig á dagskrárgerð og umsjón. Kaupfélags- saga L 1 Sambandsfréttum er þess getið að Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri i Borgarnesi hafi i ræðu sinni á svæðisfundi kaupfélagsins sagt mönnum eft- irfarandi sögu: Ef kaupfélagið þarf að endur- nýja flutningabila sina, þá kost- ar einn slikur 50 millj. kr. Ef gert er ráð fyrir aö kaup á hon- um séu fjármögnuö með vaxta- aukaláni og fullar afskriftir reiknaðar, þá næmi fjármagns- kostnaður við rekstur hans nú um 100 þús. kr. á hverjum þeim degi sem mögulegt er að reka hann árið um kring. Fjár- magnskostnaðurinn væri með öðrum orðum orðinn svo hár, að lán bilstjórans sem æki bilnum, næmi aðeins broti af þeirri upp- hæö. Skyldu ekki mörg fyrirtækin geta sagt sömu sögu? Framkvæmda- stjðri Sjálfslæðis- fiokkslns Framkvæmdastjórn Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna samþykkti mótmæli gegn ráðn- ingu Kjartans Gunnarssonar sem framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Munu þessi mótmæli vera sprottin af göml- um erjum sem verið hafa milli SUS-manna, en ekki hefur alltaf rikt eining hjá ungu mönnunum frekar en hjá sjálfri flokksfor- ystunni. Þess má geta að formaður SUS Jón Magnússon og Erlend- ur Kristjánsson hafa að undan- förnu ferðast um landið og hler- að meðal yngri flokksmanna, hver hugur þeirra er til starfs, forystu og rikisstjórnar. Bítlar í sfað Tónlistarstjóri hljóðvarpsins, hefur lagt til við útvarpsráö aö verulegar breytingar veröi gerðará tónlistarflutningi i vet- ur. Felldir verði niður ýmsir fastir þættir eins og Popphorn, Afangar, Misræmur, Hlöðuball og Syrpa. Ennfremur þátturinn „Ljósaskipti” og að morguntón- leikum verði skipt upp meö tal- málsþáttum. 1 stað þessa eru gerðar tillög- Kanðnur sjðn- varpsins Eins og Visir skýröi frá fvrr i vikunni hefur Emil Björnsson, fréttastjóri sjónvarps borið fram þá hugmynd i útvarpsráði að fá gamlar „kanónur” Eið Guðnason, Magnús Bjarnfreðs- son, Markús örn og ólaf Ragnar til að taka sér stjórn umræðuþátta i sjónvarpi. Baldur Pálmason dagskrárfull- trúi hljóðvarps og góðkunnur útvarpsmaður sat þennan fund og varpaði fram eftirfarandi limru af þessu tilefni: popphornal ur um a.m.k. tiu þætti um sögu Bitlanna, flutning þjóðlaga- þátta, kynning á tónskáldum og verkum þeirra, og að Atli Heim- ir Sveinsson kynni rússneska tónlist eftir áramót. Aðra hverja viku verði Jón Orn Marinósson með þátt um sigilda tónlist á laugardagskvöldum. Þess má geta, að útvarpsráð hefur ekki samþykkt þessar til- lögur. Nú skal umræða aukin og bætt en eins skal vandlega gætt: Mun ei klerkinum bera að kanonisera þær kempur sem þar var um rætt? Það hefur mjög farið i taugarnar á ýmsum veitinga- húseigendum, að hamborgara- bil Asks hefur stundum verið lagt nálægt þessum veitinga- stöðum og tekið frá þeim „business”. Sú tillaga hefur komið fram i röðum veitingamanna, að viðþessu væri aðeins eitt svar: þ.e. að kaupa annan samskonar bil, og leggja honum fyrir fram- an Ask. Það myndi verða ráð sem dyggði. Þessari hugmynd hefur enn ekki verið hrint i framkvæmd, en vera má að hún hafi átt sinn þátt i þai að Ask-billinn hefur ekki verið nærgöngull og áður upp á sið- kastið. Hamborgara bíll Asks HROSS TIL SÖLU Nokkur unghross af úrvals kyni til sýnis og sölu í Austurkoti Sandvíkurhreppi Flóa, laugardaginn 13. september kl. 2 e.h. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum i að steypa upp kyndistöðvarhús á Seyðisfirði. útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 hvert ein- tak á skrifstofu Rafmagnsveitnanna Lauga- vegi 118 Reykjavík frá og með föstudegi I2.þ.m. og skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Egilsstöðum frá og með mánudegi IS.þ.m. Tilboðum skal skila 23. þ.m., en verki skal Ijúka eigi síðar en 15. des. n.k. Styrkir til að sækja þýskunámskeið i Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. Þýska sendiráöiö i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum stjórn- völdum að boðnir séu fram þrir styrkir til handa isienskum stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýskunámskeið I Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi á vegum Goethe-stofnunarinnar á timabiíinu júni-október 1981. Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda auk 600 marka feröastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19-32 ára og hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Þeir skulu hafa góða undirstöðukunnáttu i þýskri tungu. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamálaráöu neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. október n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamáiaráðuneytið. 8.september 1980. SJÚNARHORN Sjónarhorn Axel Ammen- drup, blaöa- maður, skrifar Ekki rétta leiðinl Nú er kominn föstudagur, rétt einu sinni. Það þýðir, að búast má við einu enn „ung- lingavandamálinu” i kvöld. Rosalegar fréttir af átökum unglinga og lögreglu hafa ver- ið birtar i fjölmiðlum og átök- in komust meira að segja I heimsfréttirnar með vel ýktu fréttaskeyti fréttaritara Reut- ers hér á landi. Það er næsta vist, að fjöl- menni verður á „Hallæris- planinu" i kvöid og verða for- vitnir áhorfendur sjálfsagt ekki f minnihluta þar. Allir vilja sjá dauðadrukkna ung- linga vafra um brjóta rúður eyðileggja gróður og slást við lögreglu. Siðan geta áhorf- endur farið heim til sin og hneykslast á öllu saman. Ef að líkum lætur verða tug- ir hraustra lögregluþjóna við öllu búnir á „planinu”, hell- andi niður víni og akandi drukknum unglingunum heim til skelkaðra foreldra sinna. Það er næsta vist, að návist fjölda lögreglumannanna hef- ur ekki róandi áhrif á ungling- ana. Krakkamir láta æsa sig upp gegn vörðum laganna, sem beita ef til vill óþarfa hörku, þar sem þeir eru I miklum minnihluta og þar af leiðandi hálf smeykir. Þannig skilst manni af frétt- um og frásögnum, að lög- reglumenn hafi verið helst tii athafnasamir siðastliðið föstudagsk völd. Nokkrir „saklausir áhorfendur”, sem voru á vappi nálægt „athafna- svæði” lögreglunnar vissu ekki fyrr til en þeir voru komnir inn á almenning i Hverfisteini, að ekki sé nú tal- að um blaðamenn að störfum. Þetta má þó ekki skiljast sem árás á lögregluþjónana, viðbrögð þeirra voru skiljan- leg. Hins vegar telja margir að sú ákvörðun að hafa heilan her lögregluþjóna innan um krakkana hafi skapað þetta á- stand. Þetta er örugglega ekki rétta leiöin. En hvernig stendur annars á þvi, að islenskir unglingar skuli sameinast i skemmdar- verkum, þannig að einsdæmi þykir i heiminum? Hvers vegna mega ölvaöir tslending- ar helst aidrei sjá trjáplöntu án þess að brjóta hana og eyðileggja? Parna höfum við Islending- ar tvennt okkur til málsbótar: Við höfum ekki alist upp við það að hafa mikið af trjá- gróðri i kringum okkur og er hann þvi framandi i okkar augum. Og I öðru iagi höfum við alist upp viö snarbrengl- aða áfengislöggjöf og kunnum þvi fæstir að fara með áfengi, alira sist börnin og ungling- arnir. Það er engin lausn á hlutun- um að gróöursetja ný tré og helia niður víni. Það er alltaf hægt að brjóta nýja tréö og fá sér aöra áfengisflösku. Þaö verður að komast að rótum vandans, kenna unglingunum (og ekki siður þeim fullorðnu) að fara með áfengi og benda á þær hættur, sem þvi geta fyigt- —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.