Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 15. september 1980/ 218. tbl. 70. árg. Skattyfirvöld eru enn að leggja á skatta ársins: verið er að leggla tekiu- skatt á börn og unglinga! „Fólk var einfaldlega orðið svo útkeyrt við álagninguna, að það varð að fá sumarfrí", sagði Ævar Isberg, fulltrúi rikisskattstjóra, þegar Visir spurði hann hvað tefði álagningu barnaskattsins. Börn eru nú i fyrsta sinn sjálfstæðir skattgreiðendur, en álagningu á þau er enn ólokið og ekki má dragast mikið enn að ljuka þvi,ef skattseðillinn á ekki að verða jólagjöf rikisins til barnanna. Vísir hefur heimildir fyrir þvi aö þessi dráttur stafi af þvi að ekki hafi tekist að fóðra tölvuna rétt, til að hún gæti miðað álagninguna við framtöl for- eldranna, þvi að börnin eiga að- eins að greiða gjöld af launa- tekjum sinum, en aðrar tekjur eru skattskyldar með tekjum foreldranna. Börn fá engan frádrátt af launatekjum sinum til gjalda, nema þau falli undir sérstakar frádráttarreglur, svo sem sjó- mannaafslátt eða annað þess háttar. Alagningin er 5% tekjuskatt- ur, útsvar i samræmi viö al- menna reglu i hverju byggðar- lagi (hæst 12,1%) og sjúkra- tryggingargjald 1,5%. bannig getur álagningin orðið hæst 18,6%, sem þýðir, að barn, sem hefur unnið sér inn eina milljón i fyrrasumar þarf að greiða opin- berum aðilum 186 þúsund krón- ur fyrir jólin i ár. Þess má geta i lokin, að frum- varpinu um sérsköttun barna fylgdi annað um staðgreiðslu- innheimtu á gjöldum barnanna og var þetta hugsað til einföld- unar á innheimtu gjalda af tekj- um þeirra. Sérsköttunarfrum- varpið var samþykkt, en þing- heimur vildi ekki einföldun kerfisins og felldi frumvarpið um innheimtuna. SV. Þannig var umhorfs I Ibúð útibússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga I Varmahlíð eftir brunann. Sjá viðtal við útibússtjórann á bls. 6. Mynd: Ómar Ragnarsson. Skothríð í Kðpavogi: varð sundurorða við gesti sína Nokkrir Kópavogsbúar vökn- uðu við það aðfaranótt laugar- dags, að byssuskot glumdu við i næsta húsagarði. Þeir tilkynntu skothríbina til lögreglunnar og þegar hún mætti á staðinn, kom i ljós, að ölvaður maður stytti sér stundirvið að skjóta með riffli Ut i bláinn úr garði sinum. Viðkom- andi hafði að visu leyfi fyrir riffl- inum, en þó ekki til að beita hon- um á þennanhátt. Bæði maðurinn og vopnið voru þvi flutt á lög- reglustöðina. Tildrögin að skothriðinni munu vera þau, að manninum varð sundurorða við gesti, sem voru i samkvæmi hjá honum, og fékk hann útrás fyrir reiði siná & þann hátt, sem lýst er hér aö ofan. Rannsóknarlögreglan hefur mál- ið nú til meðferöar. —P.M. Fundir sáttanefndar um skiptingu landgrunnssvæðisins milli islands og Jan Mayen: Rætt er um möguleika ð að olíu sé þar að finna „Næsta stigið i þessum við- ræðum verður að þeir hafa sam- band við vlsindamenn sem skila sinum skýrslum. Næstu fundir verða slðan í nóvember og aftur I desember", sagði ólafur Jó- hannesson utanrlkisráöherra I samtali við Vlsi. Blaöið spurði ráðherrann hvað liði fundum sáttanefndar sem skipuð var til aö ræða haf- réttarmál og skiptingu hafs- botnsins milii Islands og Jan Mayen. 1 nefndinni eru þeir Hans G. Andersen sendiherra, Jens Evensen ambassador frá Norðmönnum og Bandarlkja- maðurinn Elliot Richardson sendiherra, formaður banda- risku sendinefndarinnar á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og er hann oddamaður sáttanefndarinnar. Sáttanefndin kom saman til fundar i Genf i Sviss í lok ágúst- mánaðar. Samkvæmt þeim fréttum sem Visir hefur aflað sér eru hugsanlegar oliulindir á hafsbotninum milli íslands og, Jan Mayen eitt þeirra atriða sem þegar hefur borið á góma I nefndinni. Staðfesti Olafur Jö- hannesson aö þetta hefði verið rætt og nefndin mundi reyna að kynna sér eftir föngum hverjar lfkur væru á aö oliu væri aö finna á svæðinu. Vlsir hefur haft spurnir af þvi að visindamenn frá nokkrum þjóöum, meðal annars frá Vest- ur-Þýskalandi,hafi verið kallað- ir til ráðgjafar og upplýsinga- miðlunar varðandi þetta atriði sem kann að setja mun meira mark á störf nefndarinnar eftir þvl sem Hður. Samhljóða tillögur nefndar- innar skulu lagðar fyrir rfkis- stjórnirnar áður en árið er liðið entillögurnar eru án skuldbind- ingar fyrir báöar þjóðirnar. -SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.