Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 3
vaOHMUt Mánudagur 15. september 1980 3 Bubbi og Utangarösmennirnir á fullu. Vfsismynd:KAG Um þrjú þúsund og fimm hundruö ungmenni rokkuðu gegn her i Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið. Fór skemmtunin hið besta fram og var vel heppriuð að flestu leyti. Hljómsveitarnar Mezzoforte, Þursarnir og Utangarðsmenn komu fram, og auk þess til- raunarokkleikhúsið Táragas. Á milli atriða voru svo ýmsar uppákomur, þannig að áhorf- endur þurftu aldrei að láta sér leiðast. Það var ljóst strax i upphafi hljómleikanna að mikil „stemmning” var i Höllinni. Mezzoforte lék jass-rokk tónlist og kynntu efni af plötu sem hljómsveitin er að gefa út. Var flutningur þeirra vandaður og fágaður eins og þeirra var von og visa. Næstir komu svo Þursarnir meö þungt rokk og ollu þeir eng- um vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Mikiö af efnisskrá Þursanna var sérstaklega samiö fyrir þessa tónleika. Það sama var upp á teningn- um hjá Utangarðsmönnum. Stór hluti laganna var nýr og til- einkaöur andstöðu gegn her- stöðvum og hvers kyns viga- mennsku. Aheyrendur kunnu vel að meta þunga taktinn i lögum Utangarðsmanna og voru þeir farnir að dansa og syngja með. Var mikiö fjör og ekki eyðilagði stórskemmtileg sviðsframkoma Bubba Morthens fyrir. Samkomunni lauk með þvi að rokkleikhúsið Táragas flutti þátt með tónum myndum og orðum af atburðunum á Austur- velli, er Alþingi samþykkti að lsland skyldi verða aðili aö NATO. —ATA Fjölmennl og fjör á „Rokk gegn ner” Mikil „stemmning” var I Höllinni og tóku áhorfendur þátt f gamn- Egill bætti kvöldleikfimi inn I efnisskrá Þursanna. inu af lffs og sálar kröftum. Visismynd:KAG VIsismynd:KAG STORútsala á SKOM Besta tækifærið til að fá GÓÐA skó á hlægilega lágu verði við verðum að rýma hillurnar fyrir nýjum vörum VERÐIÐ MIÐAST VIÐ AÐ ALLT Á AÐ SELJAST '%fb Opnum kl. 13.00 mánudag DOMUS MEDICA — EGILSGATA 3 Allt vandaðar og góðar vörur á gjafaverði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.