Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 4
Mánudagur 15. september 1980 4 Nauðungaruppboð annað og slðasta á fasteigninni Kirkjuvegur 27, kjallari I Keflavlk, þinglýst eign Þorláks Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Sveins Hauks Valdimarssonar hrl. Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdi, Bæjarsjóðs Kefla- vlkur og Brunabótafélags tslands, fimmtudaginn 18. sept- ember 1980 kl. 11.30. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 87., 91. og 99. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á fasteigninni Hafnargata 911 Keflavlk, þinglýst eign Fiskiðjunnar hf„ fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., miðvikudaginn 17. september 1980 kl. 10.30. Bæjarfógetinn I Keflavlk. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kirkjubraut 5 I Njarðvik, þinglýst eign Hauks Guðmundssonar fer fram i eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl., fimmtudaginn 18. septem- ber 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og slðasta á fasteigninni Njarövlkurbraut 2, neðri hæð I Njarðvlk.þinglýst eign Snjólaugar Sveinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Útvegsbanka tslands, Sveins Hauks Valdimarssonar hrl„ Veödeildar Lands- banka islands og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, föstudag- inn 19. september 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn I Njarðvlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 45., 47. og 52. tbl. Lögbirtingablaösins 1980 á fasteigninni Vallargata 211 Sandgerði, þinglýst eign Jóns Karls Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Bjarna Asgeirssonar hdl„ og Arnmundar Bach- mann hdl„ miðvikudaginn 17. september 1980 kl. 13.30. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 62., 64. og 68 tbl. Lögbirtingabl., á MB Arnarborg KE-26 fer fram við bátinn sjálfan i Sand- geröishöfn, fimmtudaginn 18. september 1980 kl. 10.30 að kröfu Landsbanka islands. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 6„ 12. og 16. tbl. Lögbirtingabl. á MB Karli Marx ÍS-153, talin eign Jóhanns Ó. Finnssonar fer fram við bátinn sjálfan I Sandgerðishöfn að kröfu Grét- ars Haraldssonar hrl„ Fiskveiðisjóðs tslands, Byggða- sjóðs, Gests Jónssonar hdl„ og innheimtumanns rlkis- sjóðs, fimmtudaginn 18. september 1980 kl. 14. Sýslumaöurinn i Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 24. 29 og 31. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Faxatún 38, Garðakaupstað, þingl. eign Fritz H. Berndsen, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. sept. 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 5..11. og 16. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Akurholt 10, Mosfellshreppi, þingl. eign Eiriks óskarssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Magnús- sonar, hdl„ á eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. sept. 1980. kl. 15.30. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu. Stríösmenn Mug abes ókyrrast Leiðir og vonsviknir eru hinir þjóðer nissina skæruliðar Ródesiu, sem voru aðaldrif- fjöðrin, er lyfti Robert Mugabe forsætisráðherra til valda f Zimbabwe, orðnir alvarlegasta vandamálið, sem stjórn hans hefur við að glima. Þcssum fyrrum strlðs- mönnum frumskógar og kjarrs var safnað saman i bdðum, þar sem aðbdnaður er vægast sagt spartneskur, og þar hafa þeir mátt hýrast i átta mánuði. Þaö eru farnar að sækja að þeim spurnmgar um, til hvers þeir hafi háð baráttuna fyrir sjálf- stæði iandsins og bættum hag blökkumanna. Vonsviknir og ringlaðir veita þeir óþoli sinu útrás i útistöðum og átökum við lögregluy firvöld Framtið þessara skæruliða þykir skipta miklu i efnahags- legri endurreisn Zimbabwe (Ródesiu). Sú spenna sem rikir i kringum þá, hefur meir en nokkurt annað gert erlenda fjárfestingaraðila hikandi við aðhætta sér of langt á sviði fjár- festingar, og um leið hefur hún verkaö sem hemill á umbóta- áætlanir Mugabe i dreifbýlinu. Vegna skilmála vopnahlésins, sem gert var i desember sið- asta, komu um 35 þúsund skæruliöar þjóðernissinna fram úr fylgsnum sinum og söfnuðust i sérstakar búöir, sem breskir liðsforingjar höfðu eftirlit meö siðustudagana,áðuren Ródesia fékk formlega sjálfstæöi. — Tveir þriðju þeirra voru úr þjóðfrelsisher Mugabes (dag- lega skammstafaöur ZANLA), en hinir úr alþýöubyltingarher vopnabróður hans og núverandi innanrikisráöherra, Joshua Nkome. Þessir skæruliðar voru það afl, sem i sjö ár héldu uppi baráttu gegn yfirráðum hvitra manna i Ródesiu. En foringjar þeirra hafa gleymt mönnum sinum i ein- angrunarbúöunum, og er aðstaðan þar ekki til fram- búöar. Það veldur gremju i liðinu, sem hefur um leið góðar fréttir af þvi, hverskonar kóngalifi ráðherrarnir lifi i Salisbury. Gengur þeim um leið illa aö skilja, hversvegna þeir, sigurvegararnir úr borgara- striðinu, verða aö beygja sig undir fyrirmæli og vald lög- regluliðs, sem þeir telja til hins sigraöa fjandmanns. Upp úr hefur soðið, og blóði verið Uthellt I þeim árekstrum, sem af hafa hlotist. Verst er ástandiðviðbúöir „X-ray”, sem eru I Utjaðri smáþorps, Mtoko, um 160 km austur af Salisbury. Þar hafa skæruliöarnir, um eitt þúsund Libýu-þjálfarar ZANLA-striðsmenn, nánast tekiðþorpið á sitt vald. Lögregl- an hefur hörfað innfyrir vig- girtar höfuöstöðvar, og hefur fjórum sinnum á siöustu tveim vikum hrundiö grimmdarlegum áhlaupum skæruliðanna. Tveir lögreglumenn hafa fallið — 31 hviturbóndiþessahéraðs hafa á orði að flýja frjósamar jarðir sinar og láta tóbaks-, baömullar- og maiuppskeru sina lönd og leið. Segja þeir ástandið verra en þegar skæru- hernaðurinn stóð sem hæst. Vandinn liggur i þvi, að skæruliðarnir neita að leggja niður vopn sin. Sovésku hrið- skotarifflamir þeirra eru þeim „stöðutákn”, og foringjar þeirra kvfða að sáttfúsari öflin i flokki Mugabes sitji á svik- ráðum við róttækari arminn. Mugabehefur neyðst til þess að ganga aö kröfum manna sinna um, að allir skæruliöar verði teknir i herinn á mála hjá rikis- sjóöi, og ekki aðeins 15 þúsund, eins og I upphafi var ráðgert. Þjálfun þessara herflokka gengur þó hægt. Frumskógar- hermennirnir eru heldur ekki mjög hrifnir af verkefnunum, sem biða þeirra i' nýja mála- liðinu. Þau liggja nefnilega meir á sviðið fandbúnaðar- starfa, þvi að Zimbabwe hefur raunar ekki aðra þörf fyrir svo fjölmennt herlið. Aætlanir um að útvega skæru- liðum búsetu með rikisstyrk i útjaðri Salisbury hafa mætt andstöðu meðal ibúa, sem þar eru fyrir, en þeir kviða þvi, að lögleysa og ofbeldistilhneig- ingarskæruliðanna setji hverfið á annan endann. Framundan er regntlminn og þá breytast búðirnar i algert fen, sem ekki mun bæta geð skæruliðanna.Má þvi búast við, að illt eigi eftir að versna enn. Friöur við nágranna Sir Geoffrey Howe, fjármála- ráðherra Breta, sem hefur embættisbústaðinn i Downing- Stræti 11, vill flest til vinna að halda friðinn við nágranna sfna, en i númer 10 er Margaret Thatcher, forsætisráðherra. Fjármálaráöherrann hefur bannað syni sinum, hinum 22 ára gamla Alexander, að æfa sig á hálfrar milljón króna trommu- settið heima. Hann verður að finna sér annan stað til þess að berja húðirnar. Mikil hlunnindi Trevor Lock, Lundúna lögreglu- þjónninn, sem tekinn var gisl, þegar hryðjuverkamenn náðu sendiráði irans i Lundúnum á sitt vald (I mái), hefur nú verið heiðr- aður af borgarráði Lundúna. Ilonum tókst að fela á sér skammbyssuna sina, sem varð svo aftur tilþess aö hann bjargaði lifi eins hermannanna. sem náðu sendiráðinu með áhlaupi úr höndum skæruliöanna. — Bæjar- stjórnin útnefndi hann „free- man” sem er heiöursborgari, en samkvæmt gömlum skikk veitir það m.a. Lock heimild „tii þess að reka kindur sínar yfir Lundúnabrú". Hvort Lock eða nokkur annar „freeman” notar sér nokkurn tima þau hiunnindi, er svo önnur saga, og kemur þessu kannski hreint ekki við. Nancy svarar fyrir sig Nancy Reagan, eiginkona for- seta fra mbjóðandans, var I sviðsljósinu hjá fréttaritinu „Time” ekki ails fyrir löngu, en gramdist mjög lýsingarnar á lifsmáta hennar. Skrifaði hún, þrumandi lesendabréf i „Time,, og sagði m.a.: „Ég kaupi ekki kjóla fyrir 2,7 milljónir króna. Ég luma ekki á mikiu skartgripasafni, mál- verka- eða forngripasjóðum. Ég dragnast ekki um með hár- greiðslumeistara eða innanhús- arkitekt. — Ég læt leggja á mér hárið einu sinni i viku, og hef ekki einu sinni hugmynd um, til hvers ég ætti að nota innanhús- arkitekt. Til þess að lappa upp á hóteiin, sem við hjónin gistum á kosningaferðaiögunum, eða hvað?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.