Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 8
vtsm Mánudagur 15. september 1980 8 yuny útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvsmdastjóri: DaviA Guðmundsson. Ritstjórar ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristín Þor- steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gonnar V. Andrésson, Einar Pétursson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 siml 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftarg jald er kr. 5500 á mánuði innanlands og verð f lausasölu 300 krónur ein- takiö. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Alpýöubandalagsins Aöför Alþýöubandalagsins aöFlugleiöum er ekki einagraö fyrirbæri. Hún endurspeglar pólitiskt hlutverk þessa flokks og minnir á, aö þjóöarnauösyn ber til aö draga úr áhrif- um flokks þessa I hvivetna. Ahrlf Upphlaup tiltekinna talsmanna Alþýðubandalagsins í Flugleiða- málinu hefur vakið mikla reiði og hneykslan. Vinnubrögð- in, talsmátinn og hugarfarið, sem að baki liggja, hafa gengið fram af mönnum. Jafnvel mál- gögn stjórnarinnar eins og Tím- inn hafa fordæmt athæfi Alþýðu- bandalagsins og Alþýðublaðinu hefur ofboðið, enda þótt jafnað- armenn hafi aldrei verið áhuga- samir um framgang einkafram- taksins. Rétt er hinsvegar að undir- strika, að því fer f jarri að hér sé um einangrað upphlaup að ræða. Það er ekki tilviljun eða hvatvísi örfárra einstaklinga innan Alþýðubandalagsins, sem skýrir aðförina að Flugleiðum. Hún er aftur á móti grófasta og augljós- asta dæmið um það hugarfar, sem ríkir meðal sósíalista gagn- vart frjálsum atvinnurekstri. Alþýðubandalagið áleit, að það gæti kastað af sér grímunni og gengið hreint til verks í þessu máli, vegna þess hversu slök staða Flugleiða er, og vegna þess hversu illa uppsagnir starfs- manna mælast fyrir. Þeir töldu ringulreiðina vera sér hagstæða og hugðust fiska í því grugguga vatni. Vopnin hafa hinsvegar snúist í höndum þeirra. Alþýðu- bandalagið misreiknaði sig, því að bæði á Flugleiðir meiri og vin- samlegri ítök meðal almennings en þeir ímynduðu sér, og almenn- ingur er skynugri en svo, að hann geri sér ekki grein fyrir þeim vanda sem að steðjar. Þessir atburðir varpa umfram allt Ijósi á þá pólitísku stefnu og iðju, sem Alþýðubandalagið hef- ur að leiðarljósi. Með óvæntum hætti hafa augu manna opnast fyrir skaðsemi þess að niðurrifs- öfl af þessu tagi eru komin til áhrifa á íslandi. í raun og veru eiga eftirmálin að vera þau, að heilbrigt hugs- andi fólk endurskoði viðhorf sín og sameinist um að gera Alþýðu- bandalagið áhrifalaust í íslensk- um þjóðmálum. Völd þessa litla flokks eru ótrúleg og óhugnanleg. Alþýðu- bandalagið hefur átt þátt í þrem ríkisstjórnum af þeim fimm, sem myndaðar hafa verið á þess- um áratug. Um þessar mundir er það tvímælalaust með lykilstöðu í stjórnarráðinu. Alþýðubandalagið er stærsti og sterkasti f lokkurinn í borgarmál- um. Þar eru hinir f lokkarnir skó- sveinar og tuskubrúður. Alþýðubandalagið hefur hreiðrað um sig í velflestum verkalýðsfélögum og stjórnar ferðinni í Alþýðusambandinu jafnt sem bandalagi opinberra starfsmanna. Flokkurinn hefur öll tök á fjármagni hreyfingar- innar og lífeyrissjóðum. Flokks- dindlar hafa komið sér fyrir í bankakerfi, stjórnarráði og opin- berum stofnunum. f mennta- og menningarmálum ráða þeir lögum og lofum, og skiptir þá engu, þótt mennta- málaráðherrar séu úr öðrum flokkum. Mannaráðningar, hvort heldur það eru skólastjórar eða prófessorar virðast tryggár þeim sem hafa f lokksskírteini í Alþýðubandalaginu. Opinberir f jölmiðlar eru óspart misnotaðir og rógsherferðir skipulagðar úr risherbergjum flokksskrifstofunnar hafa rúið bestu menn mannorði og áliti. Hversu lengi á þetta að við- gangast? Hvenær ætla borgara- lega sinnaðir menn og f lokkar að sameinast gegn þessu niðurrifs- og afturhaldsafli og einangra það frá áhrifum og völdum? Nú er stefnt að því að leggja at- vinnureksturinn í einelti og grafa undan traustustu stoðunum. Sjá menn ekki í gegnum þessi óþurft- arverk, eða á endalaust að binda trúss sitt við þessa skaðvalda og leiða þá til hásætis? Það er von, að spurt sé. neöarnnals Hafa stiömmáiamenn enga skðlapólltík? L Kári Arnórsson, skóla- stjóri, skrifar um ástand- ið í skólamálum og segir m.a. að island sé einc* landið í hinum vestræna heimi, og þó viðar væri leitað, þar sem megin- hluti grunnskólans er tví- setinn. Skólarnir hafa nú hafið göngu sina eöa eru um þaö bil. Þúsund- ir islenskra ungmenna sitja á skólabekk á hverju ári. Skól- inn er fastur þáttur á æviferli hvers einstaklings. Þaö hlýtur þvi aö skipta máli hvernig aö skólahaldi er staöiö og hvernig þessum tima af ævi manna er variö. Nú greinir menn aö sjálf- sögöu um þaö hvaö sé góöur skóli. Menn greinir einnig á um þaö aö hve miklu leyti skyldu- skólinn á aö sinna uppeldismál- um og aö hve miklu aö vera nær eingöngu þekkingarmiöill. Sjaldnast er I reynd hægt aö skilja þessa tvo þætti aö. Hver sá erfræöirelur llka upp, þvi öll skipti fulloröinna viö börn og unglinga er uppeldi. Sá kennari sem kemur I bekkinn meö þvi hugarfari, aö hann sé aöeins aö kenna ákveöiö fag, en sér komi nemendur ekki viö aö ööru leyti er aö skapa ákveöiö viöhorf. Þaö viöhorf er neikvætt til mannlegra samskipta og ekki llklegt til aö glæöa áhuga fyrir viökomandi grein. Mönnum er löngu oröiö ljóst aö ógerningur er aö öölast alla þekkingu. Þekking mannkyns sé oröin svo viöamikil aö aöeins sé hægt aö öölast brot af henni. Þvi hljóti aö þurfa aö breyta náms-og skólastarfi I samræmi viö þetta. Þaö sé þvl afskaplega nauösynlegt aö temja nemend- um vinnubrögö sem auöveldi þeim aö leita sér þekkinngar og endurmennta sig. 1 ljósi þessa er furöulegt hve margir Islensk- ir skólamenn halda enn fast i vinnuhætti sem innleiddir voru I skólann um síöustu aldamót. Eftir þvi sem skólinn hefur stækkaö þ.e. fleiri nemendum pakkaö saman.hefur þetta kerfi versnaö. Þar er öllum uppálagt aö semja sig aö kerfinu.en kerf- iö tekur litiö sem ekkert tillit til einstaklinganna. Þaö væri mikil nauösyn, I sambandi . viö þá endurskoöun sem nú er unniö aö á grunnskólalögum, aö koma þvi ákvæöi inn I lögin aö bannaö sé aö hafa skóla fjölmennari en 500 nemendur. Kennarafjöldi viö sllkan skóla yröi um 25 og það er yfriö nóg ef hægt á að vera aö ná góöri samstööu og samstarfi I hópnum. Þessar skólaverksmiöjur sem reistar hafa verið i þéttbýli landsins eru forkastanlegar. Einsdæmi í veröldinni tsland er eina landiö I hinum vestræna heimi og þó viðar væri leitaö þar sem meginhluti grunnskólans er tvísetinn. Þaö vita ekki aörir en þeir sem starfa I skólunum hversu mikill þröskuldur sllkt er gegn bættum starfsháttum. Kennarar hafa I áratugi á þingum sinum itrekaö kröfuna um einsetinn skóla. En þeir tala fyrir daufum eyrum ráöamanna. Stjórnmálamenn upp til hópa virðast ekki hafa neinn áhuga fyrir skólamálum og allra sist innra starfi skóla. Þetta marka ég af þvl hve um- fjöllun um skólamál af þeirra hendi er sáralitil. Þaö er helst þeir risi upp á afturfæturna ef þeir halda aö veriö sé aö kenna Karl Marx eöa einhverja aöra persónu sem þeim fellur ekki I geö. Rikisfjölmiölar hafa engan áhuga fyrir þessum málum þó svo þau snerti hvert heimili I landinu. Ctvarpsráö hefur „Framkvæmd þeirrar stefnu.sem snertir innra starf skólanna hefur veriö i algerum molum”. hundsaö óskir grunnskólakenn- ara og skólastjóra I gegnum ár- in um skólamálaþætti. Bætt kennaramenntun hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna fjár- skorts, og var reyndar á tlma- bili reynt aö drepa kennaraskól- ann niöur þegar honum var breytt I menntaskóla. Þetta er þeim mun furöulegra þar sem breytingar á öörum sviöum þjóölífsins hafa verið mjög örar og þykir alveg sjálfsagt aö taka upp alls konar nýjungar. Þaö eru skólarnir einir sem aö mati forráöamanna og flestra for- eldra eiga aö vera eins og þeir voru, er þeir sjálfir gengu I skóla. Foreldrar og aörir for- ráöamenn klári sig vel I þjóöfé- laginu þrátt fyrir sina skóla- göngu og þvi skyldi þá þurfa aö breyta. En þaö gleymist alltaf aöþeir hafa fengið áratuga llfs- og starfsreynslu frá því þeir luku skóla og þvi er slikur samanburöur út i hött. Grunnsktílalögin frá 1974 bera meö sér ákveöan skólaptíliti'k, þar örlar á skólastefnu. En lög eru eitt, framkvæmd annaö. Framkvæmd þeirrar stefnu sem snertir innra starf skólanna hefur veriö i algerum molum þrátt fyrir harðsnúna baráttu nokkurra forystumanna skóla- mála. Fjármálaráðuneytið hef- ur styrt framkvæmdinni og þá vita menn hvert stefnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.