Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Mánudagur 15. september 1980 óskaö er eftir tilboöum i að skipta um gler í Arnarhvoli/ alls f 75 gluggum á þrem hæðum. Verksali skal leggja sér til vinnupalla/ en allt annaðefni mun verkkaupi leggja til, þar með talið gler. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og verða tilboð opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. september n.k. kl. 11:30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Námsgagnastofnun (áður Ríkisútgáfa námsbóka, Fræðslumyndasafn ríkisins) auglýsir hér með eftir tillögum að merki fyrir stofnunina Áætlað er að merkið verði notað á bækur, bréfsefni og önnur gögn er stofnunin sendir frá sér. Greiðsla verður kr. 400 þús. fyrir það merki sem valið verður. Tillögum skal skila fyrir 15. okt. 1980. Nafn og heimilisfang fylgi með i lokuðu um- slagi. Námsgagnastofnun Tjarnargötu 10 Pósthólf 1274 Reykjavík. LAUS STAÐA HJÚKRUNARFORSTJÓRA Umsóknafrestur um stöðu hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyjum framlengist hér með til 20. september n.k. Staðan veitist frá 1. október 1980. Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 12. september 1980. RAFTÆKNIR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða raftækni til eftirlitsstarfa. Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu vorri í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð, og þar fást einnig um- sóknareyðublöð. Laun eru samkvæmt launakerfi Reykjavikur- borgar. Væntanlegum umsóknum sé skilað til starfs- mannastjóra eigi sfðar en þann 22.09. 1980. F>3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Samkvæmt upplýsingum Iðnaðarráðuneytisins eru nýsett bráðabirgða- lög um timabundið innflutningsgjald á sælgæti og kexi, til þess ætluð að veita innlendum fyrirtækjum svigrúm til þess að aðlaga sig að gjörbreytt- um markaðsaðstæðum. Innflutningsgjald þetta gildir i 18 mánuði. Á þessum tima mun Félag islenskra iðnrekenda beita sér fyrir skipu- lögðu hagræðingarátaki i fyrirtækjum i þessum greinum og hefur þegar kannað áhuga fyrirtækja fyrir fjölþættum leiðbeiningum og aðstoð. Visir náði tali af Ingjaldi Hannibalssyni, deildarstjóra tæknideildar Iðnrekenda- félagsins og innti hann nánar eftir verkefni þessu. iðnrekendur ráðgera átak I sæigæiisiðnaði: Hægt að stórauka framleiðslu með aukinni hagræðingu Fjórföld afköst hjá Svisslendingum A6 sögn Ingjalds hafa viö- komandi aöilar i þessum rekstri kynnt sér sérstaklega tilhögun Svisslendinga i sælgætisiönaö- inum og fengust þar mjög hag- nýtar upplýsingar um fyrirtæki sem svipuö eru aö stærö og stærri sælgætisfyrirtæki hér á landi. ,,I þessari ferö komumst viö aö raun um þaö, aö fram- leiöni i svissneskum sælgætis- iönaöi er mun meir en hér á landi. bar framleiðir hver starfsmaður aö meöaltali um 20 þúsund tonn á ári, en viö fram- leiöum hér um 5 tonn”, sagöi Ingjaldur Hannibalsson. Skýringuna á þessu sagði Ingjaldur vera fólgna i full- komnari tækjabúnaöi, og auk- inni sjálfvirkni, en einnig benti hann á, aö mun meira fékkst út úr svipaöri vél og hér eru notaö- ar.en framleiöslunni haföi verið komiö betur fyrir með ýmsum hjálparbúnaöi, sem haföi það i för meö sér, aö vélin nýttist mun betur. Meö ferö þessari varö þvi mun ljósara hvernig skipu- leggja mætti þróunaraðstoð við islensku greinina og i framhaldi af þvi var kannaö hverjir heföu áhuga á aðstoö i þessum þátt- um. Af 10 fyrirtækjum reyndust 5hafa áhuga á þátttöku 1 slikum aðgeröum, en þau munu hafa tæp 70% markaöarins. Pessi fyrirtæki eru Nói, Linda, Móna, Opal og Kexverk- smiðjan Frón. Aöstoöin viö þaö fyrirtæki er aöallega á sviöi markaösmála, en eins og kunn- ugt er hófst kexinnflutningurinn um leiö og sælgætisinnflutning- ur um áramótin og þvi er um svipað vandamál aö striöa hjá kexframleiöendum. Fjölþættar aðgerðir ,,Það sem viö leggjum til er, aö fyrirtækin fái aðstoð við hönnun nýrra umbúöa, þannig aö markaösráögjafi, umbúöa- hönnuöur, menn frá sælgætis- fyrirtækinu og umbúöafram- leiöenda vinni þetta I samein- ingu. Þá er i hyggju að bjóöa upp á aöstoö viö eflingu mark- aösstarfseminnar og þar yröi markaösráögjafi til þess aö aö- stoöa fyrirtækiö við endurskipu- lagningu sölustarfseminnar, gera söluátök og skipuleggja auglýsingastarfsemi,” sagöi Ingjaldur Auk þess benti hann á að fyrirhuguö væri aöstoö viö vöru- þróun, þar sem nýjar vöru- tegundir væru þróaöar og þær, sem fyrir hendi eru væru endur- bættar. Ifjóröa lagi er um aö ræða að- stoö við hagræöingu framleiðni- aukningar þjálfun verkstjóra starfsmanna og fleira þess hátt- ar. I fimmta lagi er siöan gert ráö fyrir aðstoö til þeirra, sem vilja endurskipuleggja fyrir- tækin frá grunni. íslendingar haldi 50% innanlandsmarkaðar Aöspuröur um þaö, hvort auk- in framleiðni islensku fyrirtækj- anna þýddi ekki útflutning, sagði Ingjaldur: „Ég held þaö hljóti aö veröa svariö, þvi aö framleiösla islensku fyrirtækj- anna á undanförnum árum hef- ur verið um 1500 tonn, auk um 2—300 tonna innflutnings. Vegna aukins framboös gæt- um viö hugsaö okkur aö neysla aukist, vegna aukins framboös, svo aö heildarneysla veröur um 2000 tonn og ég held aö þaö sé óhugsandi aö innlendu fyrirtæk- in geti haldiö nema um 50% af þessu, þannig aö framleiösla innlendu fyrirtækjanna mun væntanlega detta úr 1500 I rúm- lega 1000 tonn. Viö teljum, aö fyrirtækin verði aö bæta sér þessa sölu- minnkun á innanlandsmarkaöi upp meö útflutningi og hug- myndin er sú, aö Útflutnings- miöstööin aðstoði fyrirtækin til þess aö kanna hvort ekki sé möguleiki á útflutningi á sæl- gæti sagöi Ingjaldur. Þá má bæta þvi við, aö liklegt er, aö á komandi vetri veröi námskeið i sælgætisgerö fyrir ýmsa aöila, sem þurfa aö hafa grundvallarþekkingu á tækni- legum þáttum framleiöslunnar. 80 milljónir i aðstoð „Þær tillögur sem við lögöum fram til ráðuneytisins varöandi þessi verkefni, eru upp á 80 milljónir. Viö gerum ráö fyrir þvi, að fyrirtækin greiöi sjálf um 20 milljónir. Iönfræösluráð mun væntanlega greiöa kostnaö við námskeiöin sem metið er á 15 milljónir” sagöi Ingjaldur þá hefur iönaðarrábuneytiö ákveö- iö aö styrkja þetta verkefni meö 20 milljóna króna framlagi. Þvi vantar nú um 25 milljónir til þess aö endar nái saman og aö sögn Ingjalds var liklegt aö þvi yröi bjargað. Af þessum upplýsingum er ljóst, aö Islenskur sælgætis- iðnaður getur stóraukiö fram- leiöslu sina meö aukinni hag- ræöingu og tækjanýtingu. Um samkeppnisaöstööu utanlands og möguleika á útflutningi er erfiðara aö spá um aö svo stöddu. —AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.