Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 24
VISIR Mánudagur 15. september 1980 Umsjón: Magdalena Schram Elsti kór Svfblððar I helmsókn Syngur m. a. lll mlnnlngar um dr. Róbert A. Ottosson Stúdentakór Háskól- ans I Lundi hefur nú hafið tónleikaferð um Island og stendur sú : ferð til 20. september. Þetta er fyrsta ferð kórsins til Islands, en kórinn heldur m.a. minningartónleika um dr. Róbert A. Ottósson i Háteigskirkju i kvöld. Stúdentakór Háskólans i Lundi á sér langa og vi&burðar- rika sögu. Hann var stofnaöur áriö 1831 og var þá karlakór. Þetta er elsti kór Sviþjóöar og meöal stjórnenda hans hafa verið margir merkustu tón- listarmenn Svia, t.d. Ottó Lind- blad. Núverandi stjórnandi kórsins er dr. Folke Bohlin, en hanner dósent i tónvisindum viö Lundarháskóla og framámaö- ur í sænsku tónlistarlifi. Kórinn feröast mikiö erlendis, en er nú, eins og áöur sagöi, i fyrsta sinn á Islandi. I Sviþjóö er hann þekktur fyrir árlegar dagskrár í útvarpi og sjónvarpi og fyrir fjölmargar hljómplötur. Mörg norræn tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir þennan kór. Sterk tengsl við ísland Fyrrverandi forseti Islands var geröur aö heiöursdoktor við Lundarháskóla og jafnframt heiöursmeðlimur I Stúdenta- kórnum. Tónlistarmaöurinn og fræði- maöurinn dr. Robert A. Ottós- son lést áriö 1974 i Lundi, en hann var þá staddur þar i boði kórstjórans,Folke Bohlin á vis- Stúdentakór Lundarháskóla. Styttan f bakgrunni er af Otto Lindblad, sem var einn stjórnanda þessa fræga kórs. indaráðstefnu. Kórinn, auk þess aöhalda dr. Robert minningar- tónleika, syngur 3 verk sem tengd eru nafni þessa látna tón- listarmanns. Og á veraldlegri dagskrá kórsins er verk eftir Pál Pampichler Pálsson „Fimm limrur fyrir karlakór og pianó” sem kórinn hefur flutt á mörgum tónleikum aö undan- förnu. Fyrirlestrar Heimsókn stúdentakórsins er jafnframt vinarheimsókn til Háskóla Islands. 1 tengslum viö þessa heimsókn verða fyrir- lestrar I Háskólanum i fyrra- máiiö. Próf. Gösta Holm talar i heimspekideild um starf sitt viö samningu sænsk-islenskrar orðabókar. Dr. Folke Bohlin tal- ar i guðfræöideild um Gregor- söng á Noröurlöndum og dr. Stig Persson heldur fyrirlestur f læknadeild. öllum er heimill aö- gangur aö þessum fyrirlestrum. Vinarheimsókn Lundur er vinabær Dalvikur og sækja stúdentarnir sænsku Dalvikingaheim og syngja fyrir þá i Vikurröst. Annars eru tón- leikarnir sem hér segir: I kvöld kl. 21 i Háteigskirkju: Minningartónleikar um dr. Robert A. Ottósson A morgun kl. 21 i Vikurröst i Dalvik: Miövikudag kl. 20.30: Tónleik- ar I Akureyrarkirkju. Föstudag kl. 12: Skólatónleik- ar i Menntaskólanum v. Hamrahliö. (Veraldleg dag- skrá) Föstudag kl. 20.30: Almennir tónleikar i hátiöasal Mennta- skólans v. Hamrahliö og laugar- daginn 20. september veröa i tengslum viö heimsókn Stúdentakórs Lundarháskóla planótónleikar i Norræna hús- inu og veröur sagt nánar frá þeim siöar i vikunni. Ms Jazz/Rokk hljómsveitin Mirror frá Danmörku Sannkölluð lazz-vika Fyrstu tönleikar Mlrror Siðasta lelkrit Jök- uls á fjallrnar á ný Vikan framundan ætti að geta oröiö regluleg undravika fyrir jazzvini — þrennir jazztónleikar i Reykjavik og einir fyrir norö- an. Það er danska jazz/rokk sveitin Mirror, sem spilar, og fyrsta spilakvöld þeirra er I kvöld á Hótel Sögu. Mirror var sérstaklega valin til tónleikaferöar um Noröur- löndin á vegum Nord-jazz og Norræna menningarmálasjóös- ins en tónleikarnir hér á landi eru á vegum þeirra fyrrnefndu og Jaxxdeildar Félags islenskra hljómlistarmanna. 1 Mirror eru eftirtaldir: Jan zum Vohrde, sem leikur á alto-saxófón, tenór, saxófón og flautu. Jan þessi hef- ur leikið jazz i um 15 ár, og um þessar mundir er hann meö i hljómsveit Thad Jones, „Eclipse”, f sveit Monu Larsen og kvartett Jörgens Emborgs. Aage Tangaard, trommuleik- ari. Hann hefur komið fram á tónleikum meö Stan Gets, Sven Asmunssen, Thad Jones, Barney Kessel o.fl. og einnig leikiö inn á fjölda hljómplatna. Bo Stief. Talinn meö allra bestu bassaleikurum Dana, hvort sem það er meö kontra- bassann eöa rafbassa. Hefur m.a. leikið meö Palle Mikkel- borg, Roland Kirk, Dexter Gordon, Archie Shepp og inn á plöturmeö Jakie Mclean og Ben Webster. Þekktastur Mirror-manna er e.t.v. Alan Botschinsky, trompetleikari. Hann hefur aö undanfömu vakiö sérstaka at- hygli fyrir leik sinn með Jazz- hljómsveit danska útvarpsins. Og stjórnandi og hljómborðs- I kvöld leikari Mirror er Tomas Claus- en. Hann lék áöur með jazz- hljómsveit útvarpsins, meö Creme Fraiche, Waves, og V8. Einnig meö fjölda erlendra stórmeistara sem heimsótt hafa Danmörku og inn á margar plötur. Aö auki hefur Tomas samiö tónlist fyrir kvikmyndir. Fara norður lika Eins og áöur sagöi veröa fyrstu tónleikar Mirror i kvöld á Hótel Sögu. Annaö kvöld leikur hljómsveitin i Menntaskólanum viö Hamrahlíö og á miövikudag veröaaftur tónleikar á Sögu. Þá halda þeir félagar noröur á land og spila i Sjálfstæ&ishúsinu á Akureyri á fimmtudagskvöld. Allir þessir tónleikar byrja kl. 21. Ms Siöasta leikritiö sem Jökull Jakobsson rithöfundur skrifaði var 1 öruggri borg. Leikritið var frumsýnt á Litla sviöi Þjóö- leikhússins i mai s.l. og var að- sóknmjög góö og ummæli gagn- rýnenda lofsamleg. 1 þessu verki þykir Jökull hafa spilaö á nýja strengi.þaö er beinskeytt- ara og háöskara en fyrri verk hans. Leikhúsgagnrýnandi Visis komst m.a. svo aö oröi um sýn- inguna: „Allti'einubreytir Jökull um, eins og hann hafi fundið sannfæ- inguna. Skáldiö er nú gripið örvæntingu og angist. Þetta eru hans lokaorð og manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Afstaða hans er mjög skýr.” Leikstjóri I öruggri borg er Sveinn Einarsson, Baltasar gerði leikmynd og Dóra Einars- dóttir sá um búningana. Helga Bachmann, Þorsteinn Gunn- arsson, Bessi Bjarnason og Briet Héöinsdóttir fara meö helstu hlutverk auk þess sem Erlingi Gislasyni bregður fyrir. Sýningar á I öruggri borg hefjast aö nýju annaö kvöld, þriöjudagskvöld, kl. 20. á Litla sviðinu. MS Jökull Jakobsson, rithöfundur Þrjár nýjar sýningar voru opnaöar i Reykjavik um helgina, Sjöfn Haraldsdóttir sýnir steinleir f Djúpinu, Ingi örn frá Akureyri sýnir málverk IFIM-salnum og Viihjálmur Bergsson er I Vestursal Kjarvaisstaöa, en þar var þessi mynd tekin þegar Vilhjáimur undirbjó sýninguna sina. (MyndElla)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.