Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 32
Mánudagur 15. september 1980 síminnerðóóll Veðurspá dagsins Um 800 km suðvestur I hafi er 983 mb lægð, sem þokast norð- austur, en hæöarhryggur fyrir austan land. Milli tslands og Jan Mayen er grunnt lægðar- drag. Hiti breytist litið. Suðurland til Breiðafjaröar: austan gola og siðar kaldi eða stinningskaldi, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað i dag. Vestfiröir: austan gola og létt- skýjað i fyrstu, en kaldi eða stinningskaldi með köflum, þegar liður á daginn. Strandir og Norðurland vestra til Austurlands að Glettingi: hægviöri eða austan göla i fyrstu, en austan kaldi er liöur á daginn. Bjart veður i fyrstu, en þykknar upp i kvöld. Austfirðir: suöaustan gola.en siöar austan kaldi, skýjað og dálitil rigning er liður á dag- inn. Suöausturland: austan kaldi og siðar stinningskaldi, skúrir fram eftir degi, en siöar rign- ing. veðriD hér og har Klukkan 6 I morgun: Akureyriléttskýjað-1, Bergcn léttskýjað 7, Helsinki skúrir 12, Kaupmannahöfnléttskýjað 11, Osló léttskýjað 12, Reykja- vik léttskýjaö 4, Stokkhóimur alskýjað 12, Þórshöfn skýjað 6. Klukkan 18 i gær: Aþena heiöskirt 25, Berlin skúr 14, Chicago alskýjað 21, Feneyjarskýjað 21, Frankfurt rigning 15, Godthaab skýjað 26, Londonskýjað 17, Luxcm- burg skýjað 13, Las Paimas skýjað 28, Mallorkaléttskýjað 24, Montreal rigning 12, New York skýjaö 24, Paris skýjaö 17, Róm heiðskirt 23, Malaga léttskýjaö 25, Vin skýjað 14, Winnipeg skýjað 17. Loki segir Þaö er synd aö scgja að barnaárið hafi ekki haft ein- hver áhrif — alla vega varö það tii þess að stjórnmála- mennirnir ákváðu að leggja sérstakan skatt á börn og unglinga! . Blaöafulltrúi rlkisstjórnarlnnar í Luxemborg: „VILJI HJA LUXAIR í NYTT FLUGFÉLAG" Frá Sæmundi Guð- vinssyni, blaðamanui Visis i Luxemburg, í morgun: , ,Ég held það sé vilji fyrir hendi hjá forráöamönnum Luxair að stofna nýtt flugfélag til að halda uppi flugi yfir N-Atiantshaf I samvinnu við Flugleiðir, cf fjár- hagslega hliðin verður tryggð. Hins vegar er Luxair einkafyrir- tæki og ríkisstjórnin hér getur þvf ekki ákveðið þetta fyrir félagið”, sagði Andreé Claude, blaðafuil trúi rikisstjórnarinnar hér, I sam- tali við VIsi I morgun. Óvissan um áframhald á áætlanaflugi Flugleiða milli Luxemburgar og New York er mjög til umræðu manna á meðal hér. Það er sama við hvern mað- ur talar, allir segjast vona, að til þess komi ekki að Flugleiðir standi við ákvörðun sina að hætta þessu flugi. Andreé Claude sagöi, að rikis- stjórn Luxemburgar hefði boðist til að leggja fram 90 milljónir belgiskra franka, ef Flugleiðir vilduhalda fluginuáfram þangað til I október 1981 meðan fram færi frekari athugun á þvi vandamáli, sem flugreksturinn á þessari leiö á við að etja. „Við bindum miklar vonir við þær viðræður, sem fram fara á milli ráðamanna Islands og Luxemburgar á næstu dögum. Báðir aöilar hafa mikinn hug á að leysa þetta mál og það eru miklir hagsmunir i húfi. En það verður aðkoma til ákveðinn grundvöllur, sem báðir aðilar geta sætt vig viö, það skiptir megin-máli fyrir okk- ur að sllkur grundvöllur finnist. Flugleiðir hafa gegnt mjög mikilsverðu hlutverki fyrir efna- hagslifið hér i Luxemburg. For- ráðamenn félagsins hafa boðið fram vélar, reynslu og sölukerfi I stofnun nýs flugfélags og við met- um það mikils enda hafa Flug- leiðir veriö lyftistöng fyrir ferða- mannaiðnað landsins i 25 ár”, sagði Andreé Claude. Luxemburgar og New York kemur Findell flugvöllurinn hér mjög við sögu. Það er mikiö metnaðarmál, að hér veröi áfram alþjóðaflugvöllur, en leggi Flug- leiöir niður sitt flug til New York, án þess að annað komi i staöinn, verður Findell ekki annað en svæöisflugvöllur. Ég hef árangurslaust reynt að ná sambandi við Siedzen, fram- kvæmdastjóra Luxair i morgun, en hann er sagður á stöðugum fundum áður en viðræðurnar hefjast milli ráöherra Islands og Luxemburgar nú I vikunni.ATA Spurnlnsar lll Fluslelða: „Mlklum hluta Delrra svarað fljóllega” „Við munum mjög fljótlega svara miklum hluta spurning- anna, en það mun dragast eitt- hvað að svara viðamestu spurningunum”, sagði örn Ó. Johnson, stjórnarformaður 'Flugleiða, en eftirlitsmenn rikisins með Flugleiðum gerðu kröfu til að svörum við 50 spurningum þeirra yrði svarað strax eftir helgi. „Spurningarnar eru allar út af skýrslunni, sem við gáfum rikisstjórninni um stöðu Flug- leiða, og þær varöa rekstrar- áætlun fyrirtækisins og mat á eignum”, sagöi Orn i samtali við Visi I morgun. ATA Keflavík: ðkugjaidssvik færast (vöxt Þrjú tilfelli komu upp i Keflavik um helgina, þar sem fólk reyndi að komast undan þvi aö greiða gjald fyrir leigu- akstur. 1 öllum tilfellunum var um að ræða fólk, sem hafði komið með leigubllum frá Reykjavlk. Að sögn lögreglunnar i Keflavik hefur þetta færst i vöxt að undanförnu og er þá bæði um að ræða, að fólk gerir sér ekki grein fyrir peninga- leysinu sakir ölvunar og svo hitt, að menn reyna visvitandi að komast hjá þvi að greiða ökugjaldiö. Fjórir voru teknir ölvaðir við akstur I Keflavik um helg- ina og aö sögn lögreglunnar er það talsvert minna en verið hefur undanfarnar helgar. —Sv.G. Ekið á hross Ekiö var á hross á þjóðveg- inum við Gunnarshólma seint i gærkvöldi meö þeim afleið- ingum að hrossið hlaut bana af. Aö sögn lögreglunnar i Ar- bæ er töluvert um, að ekiö sé á hross I nágrenni bæjarins og full ástæða til að vara menn viö ógætilegum akstri innan um hrossin, ekki siður en i öðrum akstri. —Sv.G. Friösamt var I miðborg Reykjavikur um helgina þótt þar væri margt fólk á ferli. Myndin var tekin I Auslurstræti. vlsisutyndiKAE „Verkamannasambandiö hafnar tiliögu sátlanemdar”: ÞURFTI EKKI AD KOMK A OVART' sagðl Guðmundur J. Guðmundsson í morgun u „Verkamannasambandiö hefur hafnað tillögu sáttanefndar. 1 heild var þar ekki gengiö nógu mikið til móts við það sem við höfðum óskað eftir”, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson.formað- ur Verkamannasambands ls- lands, er Visir spurði hann I morgun, hvort VMSl hefði tekið afstöðu til „innanhússtillögu” sáttanefndar varðandi niðurröðun I launaflokka. Mikil fundahöld voru yfir helg- ina meö deiluaðilum. A laugar- dag stóöu fundir frá kl. niu um morguninn til átta um kvöldiö. 1 gær, sunnudag, var fundað frá kl. fimm siödegis til hálftvö i nótt. Þá hafði Guölaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari boöað samn- ingsaöila til fundar kl. 10 i morg- un. „Þarna bar augljóslega svo mikið á milli, að þetta þurfti eng- um aö koma á óvart”, sagði Guð- mundur enn fremur. „Þessi til- laga gengur of skammt til móts við okkar kröfur. Það ber greini- lega mest á milli hjá Verka- mannasambandinu og Vinnuveit- endasambandinu, langsamlega mest”. Aðspuröur um, hvort fulltrúar Verkamannasambandsins myndu leggja fram einhverjar breytingatillögur við tillögu sáttanefndar á fundinum i dag, kvaðst Guömundur ekki vilja tjá sig um þaö. Hann kvaðst ekki heldur vilja tjá sig um, hvaða at- riði það væru i tillögu sáttanefnd- ar, sem Verkamannasambandið gæti ekki sætt sig við. Þá hafði Visir samband við Guðlaug Þorvaldsson rikissátta- semjara i morgun. Kvaðst hann ekki vilja tjá sig um gang við- ræðna aö svo stöddu. „Viðræður eru enn i fullum gangi og það er ekki séð fyrir endann á þessu enn”, sagði hann. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.