Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að blaðamaður Morg- unblaðsins hafði fest á sig fallhlíf- ina fullvissaði flugmaðurinn hann um að það væru nú ekki miklar líkur til þess að hún yrði brúkuð. Hann þekkti aðeins tvö dæmi um að menn hefðu stokkið út, í annað skiptið brann vængur eftir að eld- ingu laust niður í sviffluguna og í hitt skiptið eftir árekstur í háloft- unum. „Þér líst ekkert á þetta,“ sagði flugmaðurinn og formaður Svif- flugfélags Íslands, Kristján Svein- björnsson, í um 600 metra hæð yf- ir Sandskeiði. Farkosturinn var tveggja sæta sviffluga og Kristján var nýbúinn að losa taugina sem hafði verið fest við „dráttarvél- ina“ sem dró sviffluguna á loft. Yfirleitt er tauginni sleppt í 300 metra hæð en þar sem aðstæður til svifflugs voru ekkert sérlega góðar var farið hærra. Töluverð ókyrrð var í lofti en blaðamaður bar sig engu að síður vel. Fyrir neðan hlykkjaðist Suðurlands- vegur yfir Hellisheiðina og í fjarska sást Esjan rísa upp úr mistrinu. Um borð var kyrrð og ró. Aðeins örlítill hvinur og engin þreytandi vélarhljóð. „Óttalegur hrærigrautur“ Þar sem engin er vélin þurfa svifflugsmenn að finna upp- streymi og láta það bera sig hærra. Í þetta sinn gekk það frek- ar brösuglega og þar sem það fannst var það „óttalegur hræri- grautur“ að sögn flugmannsins og var það hverju orði sannara. Smám saman dró úr flughæðinni og eftir um 15 mínútna flugferð lenti svifflugan heilu og höldnu á flugbrautinni á Sandskeiði. Frá stofnun árið 1936 hefur Svifflugfélag Íslands haft aðstöðu á Sandskeiði og hefur reist þar tvö flugskýli og vélageymslu. Þegar Morgunblaðsmenn bar að garði á laugardag voru félagsmenn önn- um kafnir við að gera svifflug- urnar klárar fyrir sumarvertíðina. Ekki veitti af plássinu því eitt helsta einkenni svifflugna er ein- mitt mikið vænghaf, sjaldnast minna en 15 metrar og meira en 20. Svifflug er nánast eingöngu stundað á sumrin og svolítið fram á haust en á veturna eru væng- irnir teknir af og þannig eru þær geymdar yfir veturinn. Á meðan hýsa flugskýlin tjaldvagna og fellihýsi en geymslugjaldið er mikilvægur tekjustofn félagsins. Einstaklingssport Það voru þýskir herflugmenn sem kenndu Íslendingum svifflug á árunum fyrir stríð og seldu þeim nokkrar svifflugur áður en þeir fóru af landi brott. Lítið var þó greitt fyrir þær því þegar stríðið byrjaði hættu Íslendingar að borga af svifflugunum. Enn í dag eru flestar svifflugurnar á Íslandi þýskar en um 80-90% svifflugna í heiminum eru framleidd þar. Á laugardag voru Árni S. Jó- hannsson, Helgi Haraldsson og Kristinn Pálmason að festa væng- ina á þýska svifflugu, árgerð 1962. Sóttist það vel enda vanir menn að verki. Helgi var þó elstur í hett- unni. Sagðist hann hafa flogið svifflugu í fyrsta skipti rigninga- sumarið mikla árið 1955. „Þetta er ævidella og lítil von til þess að hún læknist,“ sagði hann sposkur á svip. „Svo er fólk að spyrja hvort þetta sé gaman en tilfellið er að orðið gaman er ónothæft í þessu samhengi og hálfidíótískt. En þetta er lífsstíll, það er það svo sannarlega.“ Í svifflugi eigi menn við náttúruöflin en þó aðallega við sjálfa sig. „Svifflugið er eins mikið einstaklingssport og verið getur,“ sagði Helgi en bætti því þó við að félagsskapurinn væri engu að síð- ur nauðsynlegur, enda erfitt að setja saman svifflugvél einsamall. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristinn Pálmason, Helgi Haraldsson og Árni S. Jóhannsson önnum kafnir við að festa vængina á þýska svif- flugvél, árgerð 1962. Þetta er sérlega góð byrjendavél og fyrirgefur nánast allt, sögðu þeir. Vængirnir verða samt að vera tryggilega fastir ef ekki á illa að fara. Kristján Sveinbjörnsson, for- maður Svifflugsfélags Íslands og reyndur flugkennari, sýnir blaðamanni hæðarmæla og önnur tól um borð áður en lagt er af stað. Ævidella og lítil von um lækningu SJÁLFSTÆÐISMENN lögðu fram fyrirspurn á fundi Íþrótta- og tóm- stundaráðs síðastliðinn föstudag þar sem óskað er skýringa á ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns ÍTR, sem birtust í Morg- unblaðinu 14. maí síðastliðinn. Segir m.a. svo í fyrirspurninni: „Þar fullyrti formaðurinn að leitað hefði verið til nokkurra aðila til að kanna hvort þeir hefðu áhuga á að eiga samstarf við Reykjavíkurborg um uppbyggingu líkamsræktar- stöðvar við Laugardagslaug. Ein- ungis einn aðili hafi sýnt verkefninu áhuga og því hafi verið samið við hann en ekki farið í formlegt útboð um framkvæmdina. Nú hefur komið fram að ekkert er til í þessum stað- hæfingum en í Morgunblaðinu 15. maí lýsa tveir aðilar því yfir í frétta- viðtali að fullyrðingar formanns ÍTR um þessi mál standist ekki. Annar aðilinn segir að aldrei hafi verið leit- að til sín en ljóst er að hinn aðilinn hafði áhuga á verkefninu og hefur lagt sönnur á það með opinberum skjölum. Þeim áhuga var hins vegar leynt fyrir borgarráði og með full- yrðingu sinni í Morgunblaðinu reyn- ir formaður ÍTR að blekkja almenn- ing með sama hætti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skýr- ingum á þessu háttalagi og skýrum svörum við þeirri spurningu hvers vegna ekki var farið í formlegt útboð vegna verkefnisins þar sem fyrir lá að fleiri aðilar sýndu því áhuga, en sá sem R-listinn kaus að semja við.“ „Nýtilkominn ágreiningur“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður ÍTR, segir að fyrirspurnin hafi verið lögð fram á fundi ráðsins á föstudag að henni fjarstaddri og kveðst vilja svara henni formlega á sama vettvangi. Hún segir hafa verið skýrt í sínum málflutningi og Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra hvernig staðið var að samningi um uppbygg- ingu líkamsræktarstöðvar við Laug- ardalslaug og ekki hafi verið uppi ágreiningur um það í borgarráði þar sem tillaga um að semja við einn til- tekinn aðila hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á sínum tíma. „Hugmyndin kom upphaflega frá Birni Leifssyni og eftir það var áhugi fleiri kannaður. Hins vegar var það mat manna að áhugi og geta annarra aðila hefði ekki verið eins mikil og hans og því varð þetta nið- urstaðan. Ágreiningur um þetta mál er því nýtilkominn,“ segir formaður ÍTR. Áhugi annarra og geta talin minni á sínum tíma Formaður ÍTR segir engan ágreining í borgarráði um líkamsræktaraðstöðu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í norska línubátinn Froyanes í gær en hann hafði slasast illa á hendi. Báturinn var staddur um 120 sjómílur suðvestur af Reykjanesi þegar óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þyrlan fór í loftið kl. 15.16 og var lent með skipverjann rúm- lega tveimur klukkustundum síð- ar. Morgunblaðið/Júlíus Þyrlan lenti við slysadeildina í Fossvogi um klukkan hálf sex eftir um tveggja klukkustunda flug. Sótti sjómann í norskan línubát ,,ÞESSI málflutningur er ömurlegur útúrsnúningur og fyrir neðan virð- ingu stjórnmálamanna, sem vilja láta taka sig alvarlega,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að- spurður um ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í Morgunblaðinu um helgina, um hvort sjálfstæðismenn ætli að bregð- ast í málefnum aldraðra í Reykjavík. Fjármálaráðherra segir vinnu- brögð R-listans í tengslum við vilja- yfirlýsingu, sem borgarstjóri og heil- brigðisráðherra undirrituðu um uppbyggingu hjúkrunarrýma, vera fyrir neðan allar hellur. ,,Allir gera sér ljóst að það er mik- ið verk að vinna að því er varðar mál- efni aldraðra og hjúkrunarheimilin sérstaklega en blekkingaryfirlýsing, eins og þessi viljayfirlýsing, sem R- listinn fékk heilbrigðisráðherra til að skrifa undir með sér, er ekki slíku máli til framdráttar. Þetta eru vinnubrögð sem eru fyrir neðan allar hellur og túlkunin sem R-listinn var með í sinni auglýsingu í Morgun- blaðinu á föstudaginn tekur af öll tví- mæli í því efni og sýnir til hvers þess- ir refir voru skornir. Þar segir að Reykjavíkurlistinn, ekki Reykjavík- urborg, hafi gert samkomulag við ríkisvaldið um þetta mál. Þetta er al- gjörlega rangt. Það hefur ekkert slíkt samkomulag verið gert og segir sig sjálft að milljörðum króna verður ekki ávísað úr ríkissjóði nema með atbeina fjármálaráðherra og ríkis- stjórnar, jafnvel þó að það sé fyr- irvari um fjárveitingar í viljayfirlýs- ingunni. Bæði borgarstjóri og forseti borg- arstjórnar hafa, í borgarstjórn og í greinum, talað um þetta sem samn- ing. Það er alrangt og verið er að kasta ryki í augun á fólki með mál- flutningi af því tagi,“ segir fjármála- ráðherra. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra um um- mæli borgarstjóra „Ömurleg- ur útúr- snúningur“ ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR vélhjóls hlaut slæm beinbrot þegar hann ók aftan á bif- reið á afrein við Bústaðabrúna í Reykjavík. Skv. upplýsingum frá lögreglu var vélhjólinu ekið í austur og beygt til hægri inn á afrein að Kringlumýr- arbraut til suðurs en bifreiðin var á vesturleið en var síðan beygt til vinstri inn á afreinina. Hún er tvær akreinar á kafla og varð áreksturinn með þeim hætti að ökumaður vél- hjólsins skipti um akrein og ók aftan á bifreiðina. Þegar hann skall á bíln- um hlaut hann opið beinbrot á fót- legg og braut úlnliðsbein. Vélhjólamaður beinbrotinn eftir árekstur VERIÐ er að setja upp vopnaleit- artæki á Egilsstaðaflugvelli. Hand- farangur úr millilandaflugi verður gegnumlýstur og farþegar þurfa að ganga í gegnum sérstakt málmleit- arhlið. Vopnaleitartækin þarf að setja upp áður en beint áætlunarflug LTU til Egilsstaða hefst, en fyrsta flugvélin í þessum ferðum lendir á Egilsstaðaflugvelli 7. júní nk. Flogið verður milli Düsseldorf og Egils- staða alla föstudaga í sumar. Ferðaskrifstofa Austurlands hef- ur selt í ferðirnar og ábyrgst að selja 500 sæti út. Nú þegar er búið að selja 240. Eitthvað er um að útlendingar bóki sig með fluginu til landsins, en þeir fara mestan partinn úr í Kefla- vík, þar sem er millilent. Vopnaleitar- tæki á Egils- staðaflugvelli Egilsstöðum. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.