Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dell OptiPlex tölvurnar eru hagkvæmar í rekstri, fallegar, fyrirfer›arlitlar og sérhanna›ar fyrir nútíma skrifstofuumhverfi. Enda er engin tilviljun a› Dell tölvur seljast eins og heitar lummur út um allan heim. R Dell OptiPlex GX50 SD er á einstöku tilbo›i: Intel Celeron 1.1 GHz 128 MB RAM 20 GB har›ur diskur 17" Dell skjár XP professional 3ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum f a s t la n d - 8 0 2 6 - 1 4 0 5 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Skv. Gartner DataQuest eru Dell söluhæstu PC tölvur heims. 118.500 m/vsk Mest selda tölva í heimi MIKLAR fjárhæðir eru borgaðar með rekstri flugvallanna í landinu og er sú krafa sem uppi er af ýmsum um lækkun opinberra gjalda ekki fylli- lega sanngjörn. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra á hádegisverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem umræðu- efnið var Keflavíkurflugvöllur og sú spurning hvort gjaldtaka á vellinum væri hamlandi fyrir íslenska ferða- þjónustu. Sturla sagði að vissulega mætti alltaf deila um hvort gjaldtaka hins opinbera í tengslum við flugið væri of há. Þá væri ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að ef tekið væri dæmi af hinni hefðbundnu umferð um vegakerfi landsins, þá standi hún al- gjörlega undir rekstri þess. Allar ný- framkvæmdir, viðhald og þjónusta við vegakerfið væru greiddar af umferð- inni, af notandanum. Þessu fari hins vegar víðs fjarri í fluginu. „Fram hafa komið hugmyndir um mishá gjöld, t.d. að lækka þau umtals- vert yfir vetrartímann, þ.e. utan há- annar,“ sagði Sturla. „Ég tel vandséð hvernig standa eigi að þannig reglu- verki, því sá kostur að rýra tekjur flugmálaáætlunar er ekki fýsilegur. Þó tel ég koma til greina að frekar verði unnið að markaðssetningu flug- vallanna á landsbyggðinni, líkt og Markaðsráð ferðaþjónustunnar gerir nú í sumar í samstarfi við þýska flug- félagið LTU.“ Sturla sagði að með aukinni umferð ætti hagkvæmni að vaxa og skapast betri skilyrði til að standast verðsam- keppni þeirra flugvalla sem njóti mik- illar stærðarhagkvæmni með því að bæta reksturinn og auka tekjur af starfsemi á vellinum. Mismunandi gjaldtaka til skoðunar Að sögn ráðherra hafa nokkrar deilur verið innan Evrópu vegna þeirrar staðreyndar að nokkur ríki hafi misháa farþegaskatta, annars vegar í innanlandsflugi og hins vegar í millilandaflugi. Slíkt fyrirkomulag hafi alla tíð verið viðhaft hér á landi. Nú sé svo komið að Eftirlitsstofnun EFTA hafi verið að fara yfir þessi mál og gert athugasemdir við þessa gjald- töku, þau séu því nú til sérstakrar skoðunar í samgönguráðuneytinu. „Ekkert er hægt að segja um það á þessu stigi hvað kemur út úr þeirri skoðun, en ljóst er að verði að jafna þessa gjaldtöku er komin upp staða sem gerir það að verkum að stokka gæti þurft upp alla tekjuhlið Flug- málaáætlunar, jafnvel með þeim af- leiðingum að koma yrði á flóknu rík- isstyrkjakerfi vegna innanlandsflugs- ins.“ Samkeppni skilar árangri Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, sagði í erindi sem hann flutti á fundi Samtaka ferðaþjónust- unnar, að flugumferð um Keflavíkur- flugvöll hefði verið um 20% minni á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Hann nefndi sérstaklega fjögur atriði sem hægt væri að grípa til til að bregðast við þessari þróun. Aukin samkeppni í flugstöðinni myndi væntanlega leiða til aukinnar umferðar um flugvöllinn og flugstöðina. Það sama ætti og við ef skattar og ýmsar álögur hins op- inbera yrðu lækkaðar. Betri dreifing á farþegum og aukið markaðsstarf myndu einnig að hans mati skila ár- angri. Höskuldur sagði í samtali við Morgunblaðið að Norðmenn hefðu 1. apríl síðastliðinn stigið stórt skref í að fella niður skattlagningu á starfsemi varðandi flug og flugstöðvar. Svokall- aður farþegaskattur, sem var 256 norskar krónur, hafi þá verið felldur niður. Skattur þessi hafi verið 128 norskar krónur inn í landið og 128 norskar krónur út úr því. Þetta sagði hann að hafi verið gert til að örva flug- umferð inn til Noregs eftir samdrátt í kjölfar hryðjuverkanna 11. septem- ber á síðasta ári. Hér á landi séu sam- bærileg gjöld 1.250 krónur sem flug- farþegar greiði á leiðinni út úr landinu. Höskuldur sagði einnig að þegar hafi verið lokið við þó nokkrar breyt- ingar í flugstöðinni til að tryggja aukna samkeppni. Tveir aðilar geti nú innritað farþega og séu með rekstr- arleyfi og samning við flugstöðina um aðstöðu. Í lok síðasta mánaðar hafi nýr aðili byrjað að innrita farþega til viðbótar við dótturfélag Flugleiða. Gjaldtaka á Keflavíkurflugvelli rædd á fundi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar Krafa um lækkun opinberra gjalda ekki sanngjörn HLÝRI ehf. í Neskaupstað og rann- sókna- og ráðgjafarfyrirtækið Akvaplan-niva gengu nýverið frá samningi um ráðgjöf við hönnun seiðaeldisstöðvar fyrir hlýra í Nes- kaupstað. Markmið Hlýra eru að ná tökum á hlýraeldi og vera í fremstu röð í eldi á þeirri fisktegund. Hlýri er í eigu Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, Nýsköpunarsjóðs At- vinnulífsins, verkfræðistofunnar Hönnunar og Eignarhaldsfélags Austurlands. Fyrirhugað er að stunda eldið á lóð Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað og hefur þegar verið tekin í notkun aðstaða fyrir klakfisk. Söfn- un á klakfiski hefur gengið vel og vill fyrirtækið tryggja sér bestu hugsanlegu aðstoð við fyrirhugaða uppbyggingu á seiða- og matfisk- eldi en Akvaplan-niva hefur leitt rannsóknar- og þróunarvinnu við uppbyggingu hlýraeldis í Noregi. Akvaplan-niva er stærsta ráð- gjafarfyrirtæki í Norður-Evrópu á sviði fiskeldis og sjávarlíffræði og eru höfuðstöðvar þess í Tromsø í Noregi. Fyrirtækið sérhæfir sig í alhliða eldisráðgjöf sem nær bæði til líffræðilegra, umhverfislegra og tæknilegra þátta eldisins. Nýverið setti fyrirtækið á stofn útibú hér- lendis og er samningurinn við Hlýra sá fyrsti á þessu sviði hér á landi. Frá undirskrift samstarfssamnings Hlýra og Akvaplan-niva. Til vinstri Al- bert K. Imsland, framkvæmdastjóri hjá Akvaplan-niva, og til hægri Hreinn Sigmarsson, stjórnarformaður Hlýra. Akvaplan-niva og Hlýri ehf. ganga frá samningi um ráðgjöf ● SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til aðgerða af hálfu ráðsins varðandi erindi Sementsverksmiðjunnar hf. (SV) um meinta óréttmæta við- skiptahætti fyrirtækisins Aalborg Portland á Íslandi hf. (APÍ) við sölu á sementi. SV óskaði eftir því að kann- að yrði hvort APÍ hefði boðið hrað- sement á óeðlilega lágu verði í lang- an tíma, sérstaklega að hafðri hliðsjón af gengisþróun á árinu 2001. Í erindinu frá Sementsverksmiðj- unni sem barst Samkeppnisstofnun í september sl. kemur fram að þegar APÍ kom inn á markaðinn með laust sement árið 2000, hafði kaup- endum verið boðið sementstonnið á 6.800 krónur eða nær 700 danskar krónur miðað við gengi dönsku krón- unnar á þeim tíma. Einnig segir í er- indinu að eftir áramótin 2000/2001 hafi verð frá APÍ lækkað stöðugt og í mars 2001 hafi tonnið verið komið niður í 6.500 krónur eða um 590 danskar krónur miðað við þágildandi gengi. Verð hafi ekki hækkað síðan í tilboðum til stærstu viðskiptaaðila SV þrátt fyrir að danska krónan sé nú mun dýrari en á þessum tíma en SV telur að gengi dönsku krónunnar hljóti að vera ráðandi þáttur við verð- lagningu þessarar vöru. SV taldi jafn- framt nokkuð ljóst að móðurfyrirtæki APÍ í Danmörku hefði selt dótturfyr- irtæki sínu sement á óeðlilega lágu verði. Sementsverksmiðjan markaðs- ráðandi að mati APÍ Þessu hafnaði APÍ og sagði jafn- framt í umsögn sinni að þó að geng- isbreytingar hafi ekki þjónað hags- munum fyrirtækisins, þ.e. að hagnaðurinn hafi ekki verið sá sem hann hefði orðið við stöðugra gengi íslensku krónunnar, þá hafi fyr- irtækið verið rekið með hagnaði. APÍ fullyrðir að hinn markaðsráðandi að- ili á íslenskum sementsmarkaði sé SV en ekki APÍ. APÍ hafi ekki tekist að ná nema 20% markaðshlutdeild og fyrirtækinu hafi ekki reynst unnt að selja sement í miklum mæli fram til þessa til Steypustöðvarinnar hf. og BM-Vallár hf. þar sem for- ráðamönnum APÍ hafi verið tjáð að fyrirtækið væri ekki samkeppnisfært við SV í verðlagningu. „Að mati samkeppnisráðs getur verðlagning undir kostnaðarverði sem varir í langan tíma verið óhæfi- leg og falið í sér óréttmæta við- skiptahætti í skilningi 20. gr. sam- keppnislaga. Sé höfð hliðsjón af þeim stutta tíma sem APÍ hefur í raun starfað hér á landi, þ.e. tæp- lega tvö ár, sem getur ekki talist langur tími í þessu samhengi, geng- isþróun sl. árs, þeirrar staðreyndar að fyrirtækið er að reyna að ná fót- festu á sementsmarkaðnum og markmiðum samkeppnislaga eins og þau birtast í a., b. og c.-lið 1. gr. laganna þá þykir samkeppnisráði þó að hér sé ekki um að ræða svo mikið frávik að brotið hafi verið gegn 20. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993,“ segir í úrskurði samkeppnisráðs. Aalborg Port- land braut ekki gegn samkeppnis- lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.