Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 16

Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Einkatímar í sjálfstyrkingu Námskeið í Reykjavík 22.-24. maí 1. stig. Kvöldnámskeið 29.-31. maí 2. stig Kvöldnámskeið 01.-02. júní 2. stig Helgarnámskeið ...fegurð og ferskleiki Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það alveg nauðsynlegt. Nýja Body scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette kremsins á húðina.“ Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!“ Dísa í World Class - Náðu toppformi fyrir sumarið 20% afsláttur af allri Karin Herzog línunni Kynningar og ráðgjöf kl. 12-17: þriðjudag 21. maí Lyfja Garðartorgi Miðvikudag 22. maí Lyfja Setbergi Fimmtudag 23. maí Lyfja Smáratorgi Föstudag 24. maí Lyfja Lágmúla GORDON Brown, fjármálaráðherra í Bretlandi, bar í gær til baka fregnir þess efnis að hann og Tony Blair for- sætisráðherra væru staðráðnir í að efna á næsta ári til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að evrunni, sam- eiginlegum gjaldmiðli tólf Evrópu- sambandsríkja. Bresk blöð hafa undanfarna daga haldið því fram að Brown væri í reynd sammála skoð- unum Blairs í þessu efni, en Brown hefur fram að þessu talinn meðal efa- semdarmanna um evruaðild. Áður höfðu ýmis ummæli Blairs gefið mönnum tilefni til að ætla að forsætisráðherrann væri búinn að gera upp hug sinn. Sagði hann m.a. að hagsmunum landsmanna væri langbest borgið með aðild. The Daily Telegraph sagði að Blair hefði ekki áður lýst jafn af- dráttarlausum stuðningi við evruað- ild en Blair hefur um margra mánaða skeið verið sakaður um að þverskall- ast við að lýsa afstöðu sinni til hugs- anlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hafði blaðið eftir háttsettum stjórn- arerindrekum að unnið væri að því að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu, líklega um mitt næsta ár. Ummæli Blairs féllu í sjónvarps- viðtali á BBC. Var dagblaðið The Times sammála því mati að Blair hefði vísvitandi bryddað upp á mál- inu nú, en evruaðild hefur verið mik- ið pólitískt deilumál í Bretlandi. Sagði blaðið að Blair teldi að rétt væri að ræða málið nú, áður en millj- ónir breskra ríkisborgara streymdu yfir á meginland Evrópu í sumarfrí, þar sem þeir munu þurfa að nota evr- una í fyrsta skipti. Vonast hann til að sú reynsla fólks muni verða þess valdandi, að veru- lega dragi úr andstöðu í Bretlandi við aðild að evrunni. Evruaðild enn bitbein í Bretlandi London. AFP. XANANA Gusmao, forseti Austur- Tímor (til hægri), tekur í hönd for- sætisráðherra landsins, Mari Alk- atiri, þegar fyrsta ríkisstjórn landsins tók við völdum við form- lega athöfn í höfuðborginni Dili í gær. Á milli þeirra stendur Frans- isco Guterres, forseti þingsins, og til vinstri er Jose Ramos-Horta ut- anríkisráðherra. Austur-Tímor varð sjálfstætt ríki í gær (á sunnu- dag að íslenskum tíma), eftir 24 ára blóðugt borgarastríð gegn indónes- ískum yfirráðum, og Gusmao tók formlega við forsetaembættinu. Þingið samþykkti m.a. í gær að sækja um aðild að Sameinuðu þjóð- unum og einnig undirritaði Alk- atiri samkomulag við áströlsk stjórnvöld sem tryggja Austur- Tímor tekjur upp á fimm milljarða dollara á næstu sautján árum vegna olíu- og gasborana í Tímor- hafi. Peningarnir koma sér vel enda býr meirihluti Austur-Tímorbúa við mikla fátækt. AP Ríkisstjórn A-Tímor tekin við HUGSANLEGT er að lestarslysið í Potters Bar í útjaðri London fyrir rúmri viku, sem kostaði sjö manns lífið, hafi orðið af manna völdum. Kevin Hyde, yfirmaður hjá verk- takafyrirtæki, sem sér um viðhald á járnbrautunum, segir að ýmislegt benti til að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Hyde sagði að svo virtist sem átt hefði verið við rær í brautartein- unum – sem olli því að þeir fóru í sundur með þeim afleiðingum að lestin lenti út af spori – á sólar- hringnum fyrir slysið. Þar hefðu óþekktir einstaklingar verið að verki, en ekki eftirlitsaðilar járn- brautanna. „Skoðun okkar er því sú að ekki eigi að útiloka þann mögu- leika að um skemmdarverk hafi ver- ið að ræða,“ sagði hann. Sérfræðingar á sviði samgöngu- mála sögðu kenninguna hins vegar afar hæpna. Hér væri um að ræða örvæntingarfulla tilraun verktaka- fyrirtækisins til að beina athyglinni frá eigin vanrækslu því allt benti til að orsök slyssins hefði verið slælegt viðhald og eftirlit með brautartein- unum. Skemmdar- verk orsök lestarslyssins? London. AP. HÓPUR stjarnfræðinga hefur fundið ellefu ný tungl við Júp- íter og vitað er nú um alls 39 tungl við reikistjörnuna. Júp- íter hefur fleiri þekkt tungl en nokkur önnur reikistjarna. Vit- að er um 30 tungl við Satúrnus og 20 við Úranus. Alþjóða- stjarnfræðisambandið (IAU) staðfesti í fyrradag að ellefu ný tungl hefðu fundist við Júpíter. Stjarnfræðingar við Hawaii-há- skóla og Cambridge-háskóla fundu tunglin í desember með stórum stjörnusjónauka sem er búinn einni af stærstu stafrænu myndavélum heims. Telja að tugir nýrra tungla finnist Tunglin eru aðeins um 1,5 til 3 km í þvermál og mjög lítil miðað við fjögur stærstu tungl- in við Júpíter sem Galíleó Galí- lei fann árið 1610 – Íó, Evrópa, Ganymedes og Kallistó. Nýju tunglin líkjast smástirnum eða reikisteinum, sem talið er að hafi orðið til mjög snemma í þróun sólkerfisins og m.a. orðið vísar að reikistjörnum. „Við teljum að miklu fleiri tungl finnist með nýrri tölvu- tækni, ef til vill hundrað,“ sagði einn stjarnfræðinganna, David Jewitt, við Hawaii-háskóla. Júpíter Ellefu ný tungl finnast Los Angeles Times. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ítrekaði í gær stuðning sinn við viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu en Jimmy Carter, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, hafði í síðustu viku hvatt Bush til að af- létta banninu, sem gilt hefur í fjörutíu ár. Sagði Bush að Kúbu- stjórn yrði fyrst að halda frjálsar kosningar í landinu. „Þá fyrst mun ég vinna að því með Bandaríkja- þingi að létta banni af viðskiptum og ferðalögum milli landanna tveggja,“ sagði Bush í ræðu, sem hann hélt í Washington. „Ef ekki eru stigin skref í átt að auknu frjálsræði í kúbverskum stjórnmálum og umbætur fyrirskip- aðar í efnahagsmálum munu við- skipti við Kúbu ekki gagnast íbúum landsins; þau munu einungis gera [Fidel] Castro og handbendi hans ríka menn, og styrkja tak þeirra á valdataumunum,“ sagði Bush í gær en síðar um daginn var hann við- staddur hátíðahöld í Miami í tilefni þjóðhátíðardags Kúbu, en fjöldi út- lægra Kúbumanna býr í Flórída. Forsetinn sagði hins vegar að Bandaríkjastjórn hygðist gera nokkrar breytingar, sem líklegar væru til að bæta hag Kúbubúa. Er ætlunin að gera bandarískum hjálp- arstofnunum auðveldara fyrir að stunda góðgerðastarfsemi á Kúbu; þá verður skattfé beint til hjálp- arstofnana, sem aðstoða vilja fólkið á Kúbu; stofnað verður styrkjakerfi fyrir kúbversk ungmenni sem vilja stunda nám í Bandaríkjunum og loks munu póstsamgöngur milli landanna verða teknar upp að nýju. Bush ítrekar viðskiptabann Washington. AFP, AP. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.