Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 16. september 1980. 6 Lausarstöður Staða símavarðar er laus til umsóknar Staða skrifstofumanns er laus til umsóknar. Góð kunnátta í vélritun, íslensku og ensku áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstof u Alþingis eigi síð- ar en 30. þ.m. Skrifstofu Alþingis, 12. sept. 1980. Sendill á vélhjóli Vísir óskar eftir að ráða röskan sendil, sem hefur vélhjól til umráða. Vinnutími frá kl. 13-17, eða eftir samkomulagi Hafið samband í síma 86611. STÚLKU VANTAR til afgreiðslustarfa í söluskáia í austurborginni Vaktavinna. Þriskiptar vaktir. Svör með nafni og símanúmeri sendist augld. Visis, Síðumúla 8,sem fyrst, merkt „Af- greiðslustarf 121". Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkrofu Altikabúoin Hverfisgotu 72. S 22677 Þessar hlaupaprinsessur úr Ármanni settu nýveriö nýtt glæsilegt tslandsmet 14x100 metra boðhlaupi en þær keppa i teipnaflokki. Arangur þeirra, 50,4 sek. er langbesti árangur sem náðst hefur á Noröurlönd- um. A myndinni eru talið frá vinstri, Aðalheiður Hjálmarsdóttir, Jóna B. Grétarsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Geirlaug Geirlaugsdóttir. Visismynd Siguröur Hjörleifsson. FLJÓTUSTU TELPURNAR A NORÐURLðNDUNUM - ..Hiaupaprinsessurnar” úr Ármannl settu tvö boðhlaupsmet i sumar „Hlaupaprinsessurnar” hans Stefáns Jóhannssonar, frjáls- iþróttaþjálfara Ármanns, hafa gertþaðgott I sumar. Þær stöllur, Aðalheiður Hjálmarsdóttir, Jóna Björk Grétarsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Geirlaug Geir- laugsdóttir settu nýverið ný Is- landsmet I 4x100 metra og 4x200 metra boðhlaupi telpna. Þær „prinsessur” sem sjást á myndinni eiga Islandsmetið i 4x100 metra boðhlaupi. Það settu þær I sumar, er þær runnu skeiðið á 50,4 sek. og er það annar besti árangur sem náðst hefur i 4x100 metra boðhlaupi kvenna hér á landi i ár. Timiþeirra, 50,4 sek.er einnig langbesti timi á Norður- löndum, sem náðst hefur. Islandsmetið i 4x100 metra boð- hlaupi kvennaer 48,8 sek., þannig að ekki er langt i tslandsmetið i kvennaflokki hjá þessum ungu hlaupakonum. Islandsmet þeirra i 4x200 m. boðhlaupi er 1,49,2 min. Eiga þær svo annarlega framtið fyrir sér og ef æfingar verða tekn- ar alvarlega i framtiðinni sem hingað til, er ekki vafi á að árang- urinn lætur ekki á sér standa. Þjálfari þeirra er eins og áður sagði Stefán Jóhannsson og ætti honum ekki aö verða skotaskuld úr að gera þessar „hlaupaprins- essur” að „hlaupadrottningum” innan skamms tima. —SK. ZUNBf Innritun hefst 16. og 17. sept. / Félagsheimilinu frá k/. 17-20 Kennsla hefst 18. september á sama stað Kenndir verða: Barnadansar yngst 3ja ára Samkvæmis- og gömlu dansarnir Rokk Discodansar Komið og lærið nýju disco-dansana ýýý Evrópuslagur ÍRV á morgun Eyjamenn leika á morgun fyrri leik sinn i Evrópukeppni meist- araliða gegn tékkneska liðinu Banik Ostrava á Kópavogsvelli kl. 18.00. Banik Ostrava knattspyrnufé- lagið var stofnað 8. september 1922 i Slezká Ostrava borgarhlut- anum i Prag og i aldarfjórðung var félagið þekkt undir nafninu SK Slezká Ostrava. Banik-liðið er beinn arftaki þess liðs og byggir á sömu hefðum og siðvenjum i Werner Licka er tékkneskur landsliðsmaður og leikur með Banik Ostrava gegn IBV á morg- un. starfi sinu. Félagið hóf keppni opinberlega árið 1923, en það komst ekki upp i fyrstu deild fyrr en 1937. Siðan hefur liðið skipað sæti meðal þekktustu liða Tékkó- slóvakiu og nær undantekninga- laust hefur það átt menn i lands- liði Tékka allan þennan tima. Samkvæmt skýrslum yfirfélög og leikmenn frá þvi að 1. deildar- keppni hófst I landinu er Banik Ostrava i 5. sæti miðað við bestu leikmenn og kemur næst á eftir elstu félögunum Spörtu og Slaviu frá Prag, Slóvan frá Bratislava og Dukla frá Prag. Banik hefur á löngum tima get- iðsér orð fyrir skemmtilegan leik og óvæntan þar sem félagið hefur ósjaldan unnið þekkt stjörnulið. Árið 1954 varð Banik nr. 2 i tékk- nesku meistarakeppninni á eftir Spörtu, 1960-1961 var það nr. 4 og tveimur árum seinna nr. 3. Hin raunverulega sigurganga Banik hófst þó ekki fyrr en upp úr 1970, en siðan hefur Banik tekið þátt i 4 Evrópubikarkeppnum. Arið 1975-1976 varð Banik Tékkó- slóvakiumeistari og tók þar af leiðandi þátt i Evrópukeppni meistaraliða. Banik hefur sjö sinnum komist i úrslit eða undan- úrslit tékknesku bikarkeppninnar og 1972-1973og 1977-1978 unnu þeir bikarkeppni Tékkóslóvakiu og meistarakeppnina. Banik varö meistari i siöustu keppni með 1-0 sigri yfir Jednota Trecin frá Bratislava.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.