Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriöjudagur 16. september 1980. Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davíft GuAmundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Ðlaðamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Einar Pétursson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftarg jald er kr. 5500 á mánuöi innanlands og verð i lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Nýiðnaöur og hindranir Þótt viö Islendingar séum eftirbátar annarra þróaöra þjóöa aö þvi er varöar fjár- veitingar til rannsókna og þróunarstarfsemi, er hér unniö aö ýmsum nýiönaöarhug- myndum. Ytri aöstæöur valda þvl aftur á mótiaö menn hika viö aö ráöast i nýjan iön- rekstur. Þegar málef ni íslensks iðnaðar hafa verið til umræðu á þingum og í f jölmiðlumhef ur meðal ann- ars verið á það bent, að ekkert þróað land leggi eins lítið fé til rannsókna og þróunarstarfsemi og (sland. Talsmenn iðnrekenda hafa lagt á það áherslu, að taka verði upp gjörbreytta stefnu í þessum málum ef við viljum búa við sambærileg lífskjör og sam- keppnisþjóðirnar. En skilningur stjórnvalda hef- ur fram til þessa verið lítill á þessum málum og hvatning frá þeim aðilum til fyrirtækja um að leggja meira fé í rannsóknir ver- ið lítil sem engin. Gott dæmi um það var afgreiðsla Alþingis á þeirri tillögu iðnrekenda snemma á þessu ári, er skattalög vorutil meðferðar, að tekinn yrði upp sérstakur skattaafsláttur vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarfsemi. En þótt við (slendingar séum eftirbátar annarra á þessum sviðum, er ekki þar með sagt að við gerum ekki neitt. Iðntæknistofnun Islands lætur þarna að sér kveða meðal annars með fræðslu- og upplýsingaþjón- ustu, tilraunastarf semi og vísindarannsóknum af ýmsu tagi. Okkur skortir ekki sérmenntað fólk til þess að sinna þessum þætti iðnaðarmálanna, það stendur fyllilega jafnfætis starfsbræðrum sinum og systr- um í nágrannalöndunum, en óþrjótandi verkefni á sviði ný- sköpunar í íslenskum iðnaði krefjast mun meira fjármagns en til þessarar starfsemi hefur fengist hingað til. Frásagnir af heimsókn Vísis i Iðntæknistofnunina birtust í tveimur opnum blaðsins í síðustu viku og var þar feikimikill fróð leikur um þau verkefni, sem þar er glímt við og lítið fer fyrir í fjölmiðlum að öðru jöfnu. Stofn- unin gegnir f jölþættu hlutverki í þágu íslensks iðnaðar og er henni ætlað að stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar og vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni. Á þessu ári eru veittar rúmlega f jögur hundruð milljónir króna á fjárlögum til starfsemi Iðn- tæknistofnunarinnar, en það fé þarf að aukast verulega ef hægt á að vera að sinna fyllilega því hlutverki, sem stofnuninni er ætlað. En aftur á móti virðist því nokkuð ábótavant að nýta þann árangur, sem náðst hefur hjá stofnuninni. Framkvæmdastjóri Þróunar- deildar Iðntæknistofnunar, Hörð- ur Jónsson, sagði í samtali við Vísi, að það væri því miður allt of sjaldan, að áhugasamir aðilar sæktust eftir að nýta hugmyndir, sem þegar hefði verið sýnt fram á að gætu auðveldlega orðið að veruleika. „Að mínum dómi væri ekki úr vegi, að við (slendingar byrjuðum að rækta kapítalista", sagði hann „við verðum að koma hlutunum þannig fyrir að áhuga- samt fólk geti ráðist i nýstárleg verkefni án þess að rekast á óyf irstíganlegar hindranir við hvert fótmál". Hörður sagði.að til þess að úr því gæti orðið, þyrfti stórbætta samvinnu milli þeirra, sem færu með löggjafar- og f járveitinga- valdið annars vegar og þeirra, sem hafa yfir að ráða sérþekk- ingu á hinum margvíslegustu sviðum iðnaðar hins vegar. Þegar möguleikar á að stofna ný fyrirtæki hefðu verið auknir þyrfti ríkisvaldið síðan að veita iðnaðinum stuðning með því að taka innlendar vörur fram yfir erlendar í innkaupum sínum. Þetta ættu hlutaðeigandi aðilar að taka til alvarlegrar athugunar og eftirbreytni. Kl I I I Hugieiðingar við upphaf .bókaverliöar”: Um þessar mundir er stárf- semi skóla landsins aö komast i fullan gang. Þá beinist hugur barna og unglinga aö öörum viöfangsefnum heldur en aö sumarlagi. Skólabækurnar eru tindar til og fariö er i auknum mæli aö lesa alls konar bók- menntir. Eftir aö siöasta grein min birtist á síöastliönu vori kom skólasafnanefnd Reykjavikur- borgar út úr hiði sinu og kunn- gjörði hvaöa barna- og ung- lingabækur hefðu hlotiö verö- laun Fræösluráös Reykjavikur. Nefndina skipuöu Geir Gunn- laugsson, Jenna Jensdóttir og Teitur Þorleifsson. Aö þessu sinni varö bók eftir Pál H. Jóns- son fyrir va linu anna ð áriö i röö. Aö þessu sinni var þaö bdkin Agnarögn, sem varö fyrir val- inu, en áriö áöur hlaut Páll verölaunin fyrir bók sina um Berjabft. Undirritaöur lét skoö- un si'na á verðlaunabókinni i ljós i ritdómi skömmu eftir aö hún kom út og er hún fyllilega verö þessaraverölauna. Páll fékk verölaunin fyrir bestu frum- sömdu barnabókina, en auk þess eru verðlaun veitt fyrir bestu þýddu bókina og féllu þau aö þessu sinni I skaut Árna Blandon og Guöbjargar Þóris- dóttur fyrir þýðingu þeirra á bókinni 1 fööurleit eftir hol- lenska rithöfundinn og eölis- fræöinginn Jan Terlouw. Um þessa verölaunaveitingu er gott eitt aö segja. Hiö eina sem mér viröist gagnrýnivert er hversu seint verölaunin voru opinberuö, eöa um þaö bil er V ERÐ LAIf H A VÉ ifÍIÍGAR . 00 ÚTQÁFA SKÓLABÓKA I próf voru i fullum gangi i grunn- skólum og oröið of seint aö vekja sérstaklega athygli á þessum bókum i skólum lands- ins. Full ástæða er til aö fagna þvf frumkvæöi Fræösluráös Reykjavi'kur aö veita þessi verölaun. í öllu þvl bókmennta- veldi sem við Islendingar stát- um af eru þetta einu barnabóka- verölaunin sem veitt eru reglu- lega. Aö minu mati væri hins vegar ástæöa til aö kynna sér- staklega þær bækur sem verö- launin hljóta og á þann hátt væri tryggt aö börn og foreldrar vissu af þessum bókum og vissa fyrir aö um væri aö ræöa vandaöar bækur. A síöasta vori voru afhent verölaun I samkeppni sem Rikisútgáfa námsbóka efndi til I tilefni barnaárs. Þaö vakti tölu- veröa athygli aö verölauna- handritið var eftir húsmóöur úr Mosfellssveit og þaö leiddi huga fólks aö þvf aö viöa væru hæfi- leikar fyrir hendi, sem fólk væri ekki alltof mikið aö flika. Per- sónulega hlakka ég til að sjá þessa bók þegar hún kemur út. Kannski húsmæður eigi eftir aö einoka þá iöju aö semja bama- bækur á næstu áratugum á svipaöan hátt og kennarar hafa gert á undanförnum áratugum. Niðurskurður og bóka- skortur Umræöa um barnabókmennt- irhefuroft á tíðum einskoröast viö „bdkmenntarit”. Litið sem ekkert hefur veriö gert af þvf aö kynna útgáfurit langstærsta út- gáfufyrirtækisins sem hefur með aö gera útgáfu bóka handa börnum. Þar á ég viö ofangreint rikisfy rirtæki, Rikisútgáfu námsbóka. Þar er rekin gifur- lega viðamikil starfsemi, sem þjónar nálægt 40.000 grunn- skólanemendum um allt land. Eins og flestar ríkisstofnanir hefur Rikisútgáfan fengið tak- markaö fjármagn til aö halda öti þeim viöamikla rekstri sem löggjafinn gerir ráö fyrir. bókmenntir Siguröur Helgason skrifar Astandiö hefur reynst mjög slæmt á undanförnum mánuö- um, enda var fjárveiting minnkuö um helming á siöast- liönu sumri frá því sem ráö var fyrir gert i fjárlögum fyrir áriö 1980. Þaö leiddi til mjög alvar- legs ástands og hefur vantaö allmargar af þeim bókum, sem skólum ber aö láta nemendum f téendurgjaldslaust. Þaöliggur i augum uppi hvaöa afleiöingar slfkt getur haft. Sem dæmi um ástandið má nefna, aö bók sem væntanleg var til skólanna fyrir sl. áramót og nemendur þurfa aö nota, er enn ekki komin út. Þetta er eingöngu eitt dæmi af mörgum, en ljóst er aö úrbóta er þörf. Þegar i ljós kom aö til stórvandræöa horföi á sl. sumri fékk Rlkisútgáfan 50 millj. kr. til viöbótar viö fyrri fjárveit- ingu, en þaö nægir engan veginn tilað stofnunin geti veitt skólum landsins þá þjónustu sem henni er ætlaö skv. lögum. Sameining fjárvana stofnana Um siöustu mánaöamót var skipulagi Rikisútgáfunnar breyttog hennierhér eftir ætlaö aö vera hluti af Námsgagna- stofnun rikisins. Þeirri stofnun er ætlaö aö annast framleiöslu, útgáfu og miðlun hvers konar námsefnis og kennslutækja. Þar meö er búiö aö setja undir eina stjóm bókaútgáfuna og kvik- myndasafn, þ.e. Fræöslu- myndasafn rikisins. Viö bætist siðan námsgagnagerö rikisins og þar á aö koma á fót skipu- legri framleiðslu kennslugagna fyrir skóla landsins og stefnt er aö þvi aö kunngjöra helstu nýjungar á sviöi kennslutækni. Þaö er sárt til þess aö vita hvernig staðiö er aö málum þessarar stofnunar, sem nú á aö byggja upp. Þarna á aö sameina t.d. fjárvana fræðslumyndasafn og fjárvana bókaútgáfu I þeirri von að betur gangi, þegar þau séu komin i eina sæng. Það væri óskandi að slik sameining leiddi af sér kraftaverk,en á þvi hef ég enga trú og þvi er nauösynlegt aö tryggja þessum stofnunum eölilegan og raunhæfan rekstrargrundvöll. Kannski finnst einhverjum ég vera kominn langt út fyrir mitt efnissvið. Þvi svara ég á þann veg, aö þetta efni eigi það allt sameiginlegt aö vera ætlaö börnum og unglingum og þess vegna þurfi aö skoöa þaö allt i samhengi. Frá því 1 nóvember sl. fram á siöasta vor geröi Vfsir barna- bókum og ýmsu þeim tengdu altookkur skil. Aö þvi er stefnt aö framhald veröi á slikri um- fjöllun nú í vetur. Vísir hefur sýnt þessum málum lofsveröan áhuga og vonandi veröa þessi skrif til þess aö bæta ástand I þeim málum á einn eöa annan hátt. Þaö er min skoðun aö ekki sé síður ástæöa til aö gera bók- um fyrir börn góð skil en öörum greinum bókaútgáfu. Megin- markmiöið er að stuöla að þvi aö börn þessa lands geti vænst þess að hlutfallið á milli „góöra” bókmennta og „slæmra” breytist á réttan veg. Veröi einhver bót, er betur af staö fariö en heima setið. Sigurður Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.