Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 12
vtsnt Þriðjudagur 16. september 1980. 12 vfsm ÞriOjudagur 16. september 1980. 13 -. . „Þetta er alveg æöisiegt,” sagöi ung stúlka viö blaöamenn Visis, er þeir heimsóttu Hjóla- skautahöllina I Kópavogi á dögunum, ,,enda kem ég hingaö á hverju kvöldi,” bætti hún viö og var um leiö þotin af staö. Hjólaskautahöllin er alveg ný af nálinni, en hún var opnuö fyrir fjórum vikum. Til aö athuga nán- ar, hvaöa fyrirbæri þetta væri, ákváöu Vfsismenn aö bregöa und- ir sig betri fætinum, heimsækja staöinn og ef til vill fara á skauta, ef svo bæri undir. Menn ótrúlega fimir Þegar viÖ komum inn i salinn, var þar margt manna, aöallega unglingar, og dynjandi diskótón- list, auk blikkandi ljósa. Krakkarnir skautuöu i hringi á miklum hraöa og voru flestir vægast sagt ótrúlega fimir, þegar haft er i huga, að aöeins fjórar vikur eru siöan höllin var opnuö og margir þá aö stiga srn fyrstu spor á slikum skautum. Þaö sem einna mesta aödáun vakti, var, ja, nánast listsýning, nokkurra stráka, sem þarna voru. Þeir sýndu þar ótrúlega tilburöi. A gólfinu miöju var heljarstórt dekk, og yfir þaö hoppuöu þeir og dönsuöu, meö slikri fimi, aö undirrituö tók andköf. Þeir skaut- uöu jafnvel meö hver annan á öxlunum. Þeir hoppuöu upp og fóru hringi i loftinu áöur en þeir komu niöur aftur, og aldrei brást þeim bogalistin. „Margir koma dag eftir dag.” „Þetta hefur verið sæmilega vel sótt,” sagöi Hafsteinn Hjalta- son, eigandi Hjólaskautahallar- innar, er hann var spuröur, hvernig starfsemin gengi, „og margir koma hingað dag eftir dag.” Hann sagöi, aö húsnæöiö væri um 600 fermetrar og rúmaöi um 250manns i einu. Húsiö væri opiö daglega og á kvöldin væri 14 ára aldurstakmark. „Viö leigjum út skauta og höf- um til þess milli 60 og 70 pör,” sagöi Hafsteinn, „þaöer þó engan veginn nóg og viö erum þvi aö fá fleiri i viöbót alveg næstu daga.” Hann sagöi, aö þeir væru meö kennslu á hjólaskautum á sunnu- Texti: Kristin Þorsteinsdóttir. Myndir: Kristján Ari Einarsson. dögum og heföi þaö mælst vel fyr- ir. Hann benti á, aö þetta væri mjög megrandi iþrótt, auk þess sem þetta væri gott fyrir þá, sem stunduöu skauta eða skiöi yfir vetrartimann, þvi þarna gætu þeir haldiö sér viö. „Lagði skóna á hill- una.” „Ég veit um einn, sem lagði fótboltaskóna á hilluna til þess aö snúa sér alfarið aö hjólaskautun- um,” sagöi einn viömælenda Vis- is, ,,og ekki lái ég honum þaö,” bætti hann viö og renndi sér fim- lega út á gólfið. Það virtist einstaklega skemmtilegur andi svifa yfir vötnunum þarna i Skautahöllinni. Þaö var margt um manninn I Hjólaskautahöllinni og allir skemmtu sér konunglega. Sumir skautuöu meö félagann á öxlunum A vegg einum héngu reglur húss- ins, og var ekki annaö aö sjá, en þeim væri fylgt út i ystu æsar, og virtustallir skemmta sér konung- lega. Þaö er þvi mjög skiljanlegt, þrátt fyrir stutta viðkynningu, aö Skautahöllin hefur þegar eignast sina föstu vibskiptavini. — KÞ Menn sýndu ótrúiega leikni, stukku I loft upp ... ... fóru á handahlaupum.ýmist einir sér ... ... eba meö aöstoö kunningjanna ... Fyrstu sporln á hjúlaskautum: Blaöamaöur hálfaumur eftir aö hafa stigiö sin fyrstu spor á gólfinu.en gestir horfa vorkunnaraugum á. „Salíbunan” end- aöi með ósköpum Þegar undirrituð hafði fylgst stutta stund með gestum Hjólaskautahallarinnar og fjölbreyttum tilburðum þeirra var það með blendnum huga, að hún lét tilleiðast að prófa og ekki laus við þá til- hugsun, að ferðin myndi enda uppi á Slysavarð- stofu. En samt . . . Þegar ég haföi bundiö á mig skautana, andaöi ég nokkrum sinnum djúpt til aö telja I mig kjark. Reyndar haföi ég fengið einkakennara, eiganda Hjóla- skautahallarinnar þótti þaö mun tryggara þar sem um al- geran byrjanda var aö ræöa. Nú ég lagöi af staö út á gólfið og huggaði mig viö það, aö eins ástatt væri um félaga minn, ljósmyndarann. Þegar út á góif- iö kom leist mér ekkert á blik- una. Krakkarnir geystust fram- úr mér hraöar en auga á festi, og ég mátti hafa mig alla viö svo mér yröi ekki skellt i gólfið. En nú kom ég auga á ljósmyndar- ann og hann var greinilega eng- inn byrjandi i faginu. Þá var mér eiginlega allri lokiö, ég varaði mig ekki og þaö næsta, sem ég vissi var, aö ég lá kylli- flöt á gólfinu. Með aöstoö góöra manna komst ég þó á fætur aft- ur, og lét huggast, er einn hvisl- aöi i eyra mér gamla máls- hættinum: „Æfingin skapar meistarann.” — KÞ Nýjar gerðir af SÓFASETTUM Gott verð,g6ðir greiðsluskilmálar Gjörið svo vol 09 litið inn Laugavegi 166 ar 22229 og 22222

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.