Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 14
/ t vtsm Þriöjudagur 16. september 1980. Nakinn manns- líkami er ekkerl kláml Húsmóðir og móðir hringdi: Ég hef veriö aö undra mig yfir þvi hvaö sumu fólki dettur i hug * að láta birta eftir sig i þessum dálki: Lesendur hafa orðiö. En nú varö ég aötaka upp simtóliö til aö láta i ljós skoðun mina á skrifum „Húsmóður”, sem kallar nakin kvenbrjóst nektarmyndir, sem banna ætti börnum undir 16 ára. Hafa börn þessarar konu, ef hún á einhver, aldrei séö móöur sina berbrjósta? Og fá þau kannski aldrei aö fara I sund- laugar, þar sem fólk þarf aö ber- hátta sig áöur en þaö fer i sund- föt? Ég verö aö segja fyrir mitt leyti, aö ég hélt aö svona for- dómar væru löngu dauöir, því aö mér finnst nakinn manns- likami — Guö skapaöi okkur jú þannig — ekki vera neitt klám. Og þaö er mikill munur á berum mannslikama og afskræmingu á mannslikamanum sem kallast „pornó”. Böm, sem eru alin upp hjá for- eldrum sem fela likama sinn gagnvart þeim rétt eins og hann sé eitthvaö ljótt, eru vorkunnar- verö. Ég vorkenni þeim sérstak- lega þegar þau veröa sjálf full- oröin. Tímanna tákn Kiddý hringdi: Mig langar aö koma hér sögu á framfæri, sem að minu viti er al- veg timanna tákn.Þannig er mál meö vexti aö fyrir skömmu varö ég fyrir þvi óhappi aö detta og handleggsbrotna. 5 ára heimilis- vinur kom í heimsókn nokkrum dögum siöar, rak upp stór augu, erhann sá umbúðirnar og sagði: „Meiddiröu þig?” „Já.” „Ertu i gifsi?” „Já.” ,^rtu brotin?” já ” „Varstu fuU?” Krakkarnlr hafa bara gaman af að hittast ,, Einn sem enn er á létt- asta skeiðí' skrifar: Eitthvaö veröur maöur aö leggja til málanna, þegar maöur sér svona fávitalegar greinar, eins og lesendabréfiö þann 11. september um aö sprauta á ung- lingana niöri I miöbæ um helgar (á kvöldin). Þaö getur vel veriö aö þessi svokaUaöa „húsmóðir komin af léttasta skeiöi” hafi al- drei haft gaman af aö skemmta sér, þegar hún var unglingur, en eitt er víst, aö hún heföi ekki vilj- aö láta sprauta vatni á sig, þegar og ef hún fór eitthvað aö skemmta sér. Meö þessu á ég ekki viö þaö, aö þaö sé nein skemmtun aö troöa niöur blóm, heldur þaö að krakk- arnirhafa gaman af aö hittast, og ef ekki er neinn skemmtistaður fyrir unglingana aö hittast á, nú þá veröa allir aö hittast niöri í miöbæ. Þetta blessaða unglingavanda- mál, sem allir viröast þurfa aö skrifa svo mikiö um, er aö mestu leyti vandamálö um staö til að skemmta sér á. Og svo er annaö: hvernigstóöá þvi, aö daginn eftir aö allar skemmdirnar uröu á Austurvelli, þá tóku blööin myndir af ein- hverjum fullum vesalingum á Austurvelli? Byrjaöi lögreglan aö hringja til ljósmyndara blaðanna svo allir gætu séð, hvaö lögreglan er dugleg og aö þeim skyldi hafa tekist aö handtaka eina fylli- byttu?? Svipmynd úr borgarlifinu slöastliöiö föstudagskvöld Visismynd :KAE „Siguröur Helgason eflist viö hverja raun”, segir bréfritari. TEK OFAN FYRIR SIGURÐI HELGASYNI Ö.B. skrifar: Ég tek ofan fyrir Siguröi Helga- syni. Þaö er örugglega allt annaö en skemmtilegt aö vera „boöberi válegra tiöinda” eins og hann hefur sjálfur orðað þaö. Mér sýn- ist forstjóri Flugleiöa eflast við hverja raun. Þaö er sannarlega ekki öfundsvert starf aö segja upp góöumog gegnum starfsmönnum eftir áratuga langa þjónustu þeirra. Þaö hlýtur aö vera erfitt verk og þungbært aö draga sam- an seglin eins og Flugleiöir hafa nú þurft aö gera. En þessi einaröi forstjóri þorir aö horfast I augu viö staöreyndir og kann aö gripa I taumana áöur en I óefni er komiö. Hann lætur skipulagöar ofsóknir manna á fréttastofu útvarpsins eöa þeirra Bakkabræöra Olafs Ragnars og Baldurs óskarssonar ekki beygja sig. Þvert á móti ætlar hann aö taka þá réttum tökum. Þaöer lika athyglisvert aö Steingrimur Her- mannsson er búinn aö fá skap tii aö segja þessum kumpánum til syndanna. En hvaö ætlar útvarpiö, eða þá dagblööin, aö láta þessa tvo dela vaöa lengi uppi gagnrýnislaust? Hvaö á ólafur Ragnar, púöur- kerling númer eitt, aö skjóta mörg feilskot áöur en menn skilja hans rétta eöli? Þær hafa alltaf klikkaö stóru bomburnar hans Ólafs. Fyrir fáeinum árum átti aö sprengja Eimskip og Flugleiöir meöeinni hleöslu. Svo trygginga- félög og oliufélög. 1 vetur voru þaö Jan Mayen-samningar. I vor og sumar dugöi ekkert minna en kjarnorkusprengjur. En allt kom fyrir ekki. Þetta var bara vindur. Alltaf skulu þó einhverjir „frjáls- ir og óháöir” fréttamenn á út- varpinu eöa Dagblaöinu ganga I liö meö púröurkerlingunni. Hvaö gengur þeim eiginlega til i þessu Flugleiðamáli siöustu daga? Rógsherförin gegn Flugleiðafor- stjóranum er svo rætin og skitug aö maöur hefur á tilfinningunni aö umræddir fréttamenn telji sig eiga einhverjar persónulegar sakir óuppgeröar viö Flugleiöir eöa forstjórann privat. Mér er bara spurn. En það skal endurtekið, aö þessi nýi forstjóri Flugleiöa vex meö hverjum nýjum vanda og þaö kætir Islendingseöliö aö sjá framan i mann og heyra, sem er reiöubúinn aö standa fy rir sínu þó á móti blási og leggur ekki niður rófuna eins og lúbarinn hundur þó aöeitt ogeitt púöurskot heyrist úr æfingabúðum Alþýöubandalags- ins. sandkorn Sigurjón Valdimarsson skrifar: Sr. ólafur: Skipulagshæfileik- arnir þungir á metunum? BiSKUD og embætnsreksiur Prófkjör meöal presta og annarra kjörmanna vegna kosningar nýs biskups yfir Is- iandi mun fara fram i vetur, en fyrirhugaö mun aö kjósa nýja biskupinn, eftirmann Sigurbjörns Einarssonar, næsta sumar. 1 oröspori Frjálsrar versl- unar segir, aö undirbúningur prófkjörsins sé þegar hafinn og ljóst aö þrir prestar muni ætla aö gefa kost á sér til aö gegna biskupsembættinu. Þeir eru séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, Pétur Sigur- geirsson, vigslubiskup á Akur- eyri og séra Arngrimur Jóns- son. Aö sögn Frjálsrar verslunar er nú rætt um þaö meöal presta, aö viö biskupskjöriö munii'rikara mæli veröa tekiö tillit til þess umsvifamikla embættisreksturs, sem biskupsembættinu fylgi, fjár- málastjórn margvfslegra sjóöa, sem undir þaö heyra^ svoog forgöngu i ýmsum fjár- hagsmáium kirkjunnar og kjaramáium prestanna sjálfra. Ef þetta veröur raunin, bú- ast kunnugir viö aö Ólafur Sktilason muni eiga verulega möguleika á aö sigra f biskupskjörinu, þar sem hann hafi sýnt I verki meö endur- skipulagningu og góöri stjórn mála i Reykjavfkurprófasta- dæmi, hæfileika sina sem skipuleggjandi og stjórnandi. ðkeypis fpétta- Dlónusta 1 Keflavlk eru menn haröir I blaöaútgáfunni. Sömu aöilar og stóöu aö útgáfu Suöur- nesjatiöinda gefa þar út blaö, sem heitir Vikiirfréttir, snyrtilegasta blaö upp á 12 siöur. Útgáfufélagiö, sem aö þessu stendur heitir Vasaút- gáfan en aö henni standa eig- endur og starfsmenn prent- smiöjunnar Grágásar f Kefia- vik. Vikurfréttir eru liflegt fréttablaö sem kemur út hálfsmánaöarlega og þött auglýsingar séu ekki tiltakan- lega miklar i blaöinu mun staöreyndin vera sú, aö þær greiöa ailan útgáfukostnaö- inn, þannig aö blaöiö er ein- faldlega gefiö hverjum Kefl- vfkingi, sem hafa vill. Og þaö kunna menn auövitaö aö meta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.