Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 22
vtsnt Þribjudagur 16. september 1980. Landvara- menn senda forsætis- ráðherra bréf: Landvari, landsfélag vörubif- reibaeigenda á flutningaieibum, hefur nylega sent forsætisráO- herra bréf þar sem látnar eru I ljós áhyggjur félagsmanna vegna þróunar i fiutningamál- um og þeirri kröfu beint tii rik- isstjórnarinnar aó þessi mál veröi þegar tekin til alvarlegrar umræöu. AO sögn Stefáns Pálssonar, framkvæmdastjóra Landvara, hefur SkipaútgerO rikisins undirboOiO flutninga i skjóli þess, aO rikisvaldiö borgi tapiö sem af þvi hlýst, en meö þessum aögeröum sé mikiil munur á samkeppnisaöstööu útgeröar- innarog meölima Landvara, — og hinn almenni skattborgari borgar brúsann. Þá lét Stefán þess og getiö i samtaii viö VIsi nýveriö, aö meö þessu sé visvit- andi veriö aö drepa niöur skipu- lagsbundna flutninga meö bfl- um á landi. í framangreindu bréfi Land- vara til forsætisráöherra svo og samtaiinu viöStefán koma fram upplýsingar sem vert er aö gefa nánari gaum og skulu hér rakin helstu atriöi þessa máls. 1 bréfinu segir meöal annars, aö á undanförnum mánuöum hafi forstjóri Skipaútgeröar rikisins unniö þrotlaust aö þvi aö fá flutningskaupendur Uti á landi til þess aö flytja vörur meö Skipaútgeröinni i staö bifreiöa. Hafi sendimenn veriö sendir út um land I þessu skyni og sjálfur hafi forstjórinn fariö i-nokkrar slikar feröir. Er bent á, aö for- stjóranum hafi oröiö nokkuö ágengt i þessum efnum enda hafi flutningskaupendum veriö boöin vildarkjör. 1 þvi sambandi er þess getiö aö haustiö 1979 hafi Skipaútgeröin boöið flutning á föstu verölagi allt árið 1980 og aöaukiboöiöafslátt ef um veru- legt magn væri aö ræöa. Tapið greitt úr rikis- sjóði Megniö af flutningum til Egilsstaöa frá Reykjavik hefur hingaö til farið fram meö bif- reiðum. Samkvæmt töxtum Landvara i dag kostar þaö kr. 61.321 aöílytja tonnið til Egils- staöa auk kr. 8.000 i afgreiöslu- gjöld. Skipaútgeröin hefur nú tekið aö sér flutning á vörum fyrir kaupfélag Héraðsbúa og tekur kr. 25.000 fyrir tonnið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Landvari hefur og miöaö viö almenna taxta Skipaútgerö- arinnar er flutningskostnaöur sjóleiöina til Egilsstaöa eftir- farandi: Flutningsgjaid Vörugjöld Út-og uppskipun Akstur Reyöarfjöröur—Egilsst. Unniö ab útskipun i skip Skipaútgeröar rikisins I Reykjavikurhöfn. SKIPAUTGEDÐIH IINDIR- BÝfiUR VÖRUFLUTNINGA Samkvæmt þessu fær Skipa- útgeröin ekki krónu upp i flutn- ingskostnað sinn fyrir siglingu meö vöruna. Þetta getur Skipa- útgeröin gert i trausti þess, aö allt tap sé ávallt greitt Ur rikis- sjóöi, — eins og segir i bréfi Landvara. Þar er einnig bent á, aðlátamun nærri aö rikissjóður greiöium 20 þúsund krónur meö hverju tonni aö meöaltali sem Skipaútgerðin flytur, en i þessu tilviki, þ.e. meö flutningana til Egilsstaöa væri um 40 þúsund króna meögjöf aö ræöa. Rekstrargrundvöllur bifreiðaflutninga að bresta Meölimir i Landvara telja, aö meö ofannefndu framferöi sé Skipaútgerö rikisins, með stuöningi rikisvaldsins, visvit- andi aö reyna aö drepa þá niöur, sem annast skipulagsbundna flutninga meö bilum. í bréfi Landvara til forsætis- ráðherra er á þaö bent, að vöru- flutningabflar hafa um árabil veitt flestum byggðarlögum veigamikla þjónustu og tryggt reglubundnar feröir til og frá Reykjavik. Hafi flutningsaöilar fjárfest I dýrum vöruflutninga- bifreiöum og byggt vöruaf- greiöslur bæöi i Reykjavik og i heimabyggöum sinum. Vegna verölagsþfóunar og verölags- hafta hefur rekstur flutningabil- anna staðiö I járnum. Það sem einna helst hafi tryggt afkomu- möguleikana sé jafn flutningur á stærri vörusendingum til at- vinnutækja úti á landi. Ibréfinu er nefndur sem dæmi kr. 16.185 ca.kr. 2.000 ca.kr. 16.000 ca. kr. 10.000 Samtals kr. 45.140 flutningur á fiskumbúðum til frystihúsa en nú hafi Skipaút- gerðin gert ýmsum frystihúsum svo lág tilboð i þessa flutninga, að þeir hafi færst af bifreiðun- um yfir á skipin. Við þetta hafi rekstrargrundvöllur bifreiðaút- gerða nokkurra aöila i Land- vara brostið, og sé fyrirsjáan- legtaö þeir muni hætta flutning- um en þá sé vandséð hvaða flutningaþjónustu byggðalögin fá i staðinn. Samkeppnisaðstaðan ekki sambærileg Landvaramenn benda enn- fremur á, að vegna afskipta rik- isvaldsins sé gifurlegur munur - og rikið borgar tapið Texti: Sveinn Guöjónsson á samkeppnisaðstöðu Skipaút- gerðar rikisins og meðlimá i Landvara. Miöaö viö rekstur Skipaútgeröarinnar árið 1979 greiddi rikissjóöur 60% af rekst- urskostnaöi Skipaútgerðarinn- ar. Tekjur námu einungis 40%. Inni'þá mynd vantaralgjörlega þann aöstööumun sem i þvi felst, aö meðlimir i Landvara greiöa mjög há aðflutningsgjöld af atvinnutækjum sínum, en i þvi sambandi má nefna, að kaupandi vörubifreiöar þarf i dag aö greiöa yfir 20 milljónir króna i staðgreiöslu á aðflutn- ingsgjöldum og greiöa siöan tugi króna i þungaskatt fyrir hvernkflómetra sem bifreiöinni er ekiö eftir aö hún er tekin i notkun. Skipaútgerð rikisins greiöir hvorki aðflutningsgjöld néaðra skatta. Þá má nefna, að m'eölimir i Landvara greiöa út svör, tekjuskatta og aöstöðu- gjöld af allri starfsemi sinni, en Skipaútgeröin ekki. Aö sögn Stefáns Pálssonar, framkvæmdastjóra Landvara, væri ljóst af ofangreindu, aö rikiö notaöi fé skattborgara til að niöurgreiða flutninga Skipa- Utgeröarinnar með þeim afleið- ingum aö eigendur flutningabif- reiöa ættu sifellt erfiöara upp- . dráttar. Rikið mismunar byggðarlögum Þaö vekur athygli i þessu sambandi að niöurgreiösiur rikisins á þessum flutningum eru einungis til fárra staöa á landinu. Ibúar á suðurlandsund- irlendi eiga þess til dæmis ekki. kost aö njóta slikrar fyrir- greiðslu. Þannig er viðbúiö aö íbúar t.d. á Hvolsvelli hefðu ekkert á móti þvi aö rikiö greiddi 60% af kostnaöi við flutninga til og frá staðnum. 1 bréfi Landvara til forsætis- ráöherra er meðal annars kom- iö inn á þetta atriöi og spurt hver sé stefnan i þessum málum og hvort rikið hafi i hyggju aö greiöa niöur flutningskostnaö til allra staöa á landinu eöa hvort þetta eigi áfram að vera háö geöþóttaákvöröunum forstjóra Skipaútgeröarinnar. Vafasöm skipakaup Frést hefur, aö Skipaútgerð rikisins sé I þann veginn að fá heimildfrá rikisstjórninni til aö bjóða út smiöi á þremur nýjum strandferöaskipum. Forstjóri Skipaútgeröarinnar mun hafa haldiö þvl fram, aö meö kaup- Rekstur flutningabilanna hefur staöiö I járnum segja Landvaramenn. um á hinum nýju skipum verði öll vandamál útgeröarinnar leyst og aö útgeröin geti staðiö undir sér án framlags úr rikis- sjóði. I bréfi Landvara til for- sætisráöherra eru þessar full- yrðingar forstjórans dregnar i efa og þeir Landvaramenn telja, aö allar arösemisspár og flutningaspár vegna hinna nýju skipa séu reistar á hæpnum for- sendum. 1 þvi sambandi er bent á, að skip eru þau er Skipaútgerðin hyggst kaupa séu svipuö leigu- skipinu Coaster Emmy og hafi forstjóri Skipaútgeröarinnar haldið því á loft aö það sé mun aröbærara og ódýrara i rekstri en Esja og Hekla. Þvi hafi hins vegar ekki verið haldið á loft, að með tilkomu hins nýja skips hafi einungis veriö aukiö á tap út- gerðarinnar en á siðastliönu ári hafi beint tap af rekstri Coaster Emmy veröi 140 milljónir króna. Þessi staöreynd veki aö- eins tvær spurningar — annaö hvort er skipið ekki eins hag- kvæmt og af er látið eða skipiö vantar verkefni. Kostnaðaraukning og flutningsmöguleikar Landvauamenn benda enn- fremur á, aö i málflutningi Skipaútgeröarinnar hafi ávallt veriö hamraö á þvi hve flutn- ingsmagn hafi aukist á siðustu mánuöum, sérstaklega meö til- komu Coaster Emmy. Hins veg- arhafiekki verið minnst á hver kostnaðaraukningin hafi oröiö á sama tima og hvaöa flutnings- möguleika þrjú skip i feröum á vegum útgeröarinnar hafi. Iþessu sambandierbent á,að á sl. ári hafi flutningsmagn SkipaUtgeröarinnar aöeins auk- ist um niu þúsund tonn þrátt fyrirtilkomu Coaster Emmy og þvi viröist sem skipiö hafi aö mestugengiöinn á verkefnasvið Esju og Heklu og þar með aukiö tapiö á útgerö þeirra skipa. Landvaramenn telja, aö þessi aukning á flutningsmagni heföi átt sér staö þótt Coaster Emmy heföi ekki komið til og er i þvi sambandi bent á áöurnefnd niö- urboð Skipaútgerðarinnar og eins hitt, aö útgeröin hafi i rtk- um mæli tekið aö sér fram- haldsflutning á vörum fyrir önn ur skipafélög. En þannig hafi önnur skipafélög séö sér leik á boröi aö láta rikissjóö greiöa niöur flutninginn fyrir sig. t lok bréfs sins til forsætisráö herra segja Landvaramenn aö meö rekstri Skipaútgeröar rikisins og þeim gifurlegu fjár- framlögum sé ljóst aö rikisaf- skipti af vöruflutningum séu af- gerandi. Þvi sé þeirri kröfu beint til rikisstjórnarinnar, aö málefni þessi verði þegar tekin til alvarlegrar umræöu. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.