Vísir - 17.09.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 17.09.1980, Blaðsíða 15
Þjórsárver. Náttúruverndarmenn í stríD vlð Landsvirkjun „Megininntakið er mótmæli gegn þvi aö ráöast i fram- kvæmdir án þess aö hafa sam- vinnu viö Náttiíruverndarráö eins og iög mæla fyrir um”, sagöi Arni Reynisson fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráös um ályktun, sem StN (Samband islenskra náttúru- verndarfélaga) hefur sent frá sér, vegna framkvæmda Lands- virkjunar. Arni sagöi aö fyrst og fremst væri spurningin um hvort ráð- ast skyldi i framkvæmdir á til- teknu svæöi, i ööru lagi hvernig ætti að haga verkinu til þess að sem minnst spjöll verði af og i þriðja lagi aö ganga sæmilega frá. Árni var spurður hvort Landsvirkjun hefði almennt vanrækt þessa skyldu og svar- aði hann að þvl færi fjarri. Landsvirkjun hefði til þessa haft mjög gott samstarf við Náttúruverndarráð, en þessi mótmæli væru til komin af sér- stöku tilefni. „Vissulega er það mjög alvarlegur atburður, þeg- ar svona gott samstarf er allt i einu að engu orðið og einhver fer að raska i landi i stórum stil án þess að tala við kóng eða prest”, bætti Arni við. Svæðið, sem hér um ræðir er þjórsárverasvæðið, sem hefur verið mjög til umræðu og mjög umdeilt, vegna sérstöðu sinnar i náttúrufari landsins. Arni tok fram, að framkvæmdirnar væru að vísu ekki innan þess svæðis, sem Náttúruverndarráö hefði óskað eftir að verði friðað, en i mörkum þess. Eigi að siður eru aðgerðir Landsvirkjunar á svæðinu hart fordæmdar i ályktun SÍN og formaður sam- takanna, Lára Oddsdóttir sagði i viðtali viö Visi að þetta væri „furðulegt og vitavert athæfi”. SV. Barnaskatturinn: 7% tekjuskatlur en útsvarið 3% ,,Ég skil ekki hvað kom yfir mig að gefa svona rangar upplýsing- ar”, sagði Ævar ísberg, fulltrúi ríkisskattstjóra, þegar hann hringdi til Brotist var inn i mannlausa ibúð viö Hávallagötu i fyrradag og stolið þaðan fjármunum að upphæð 240 þúsund krónum. Þar á meðal var austurriskur gjald- Visis i morgun og bað um að missögn sin .um barnaskattinn væri leið- rétt. Tek juskatturinn, sem leggja skal á börnin er ekki 5%, heldur 7%,Utsvarið skal vera 3% en ekki miðill sem talinn er um 140 þUs- und króna virði. Málið er I rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. Sv.G. það sama og lagt er á fulloröna, en frá sjúkratryggingagjaldinu var rétt skýrt. Þannig verður heildarálagningin 11,5%, en ekki 18,6% eins og sagt var i blaðinu I gær. Ævar bað blaðið fyrir afsök- unarbeiðni til allra hlutaöeigandi. Þvi má bæta hér við, að i frétt- ina i gær vantaði að geta þess, að tekjuskattur og Utsvar, sem ekki nær kr. 10.000, hvort fyrir sig, verður fellt niöur og sömuleiöis sjúkratryggingagjald, sem ekki nær kr. 4.500. Og aö lokum, foreldrar og aðrir lögráðamenn barna bera alla á- byrgð á greiðslu barnaskattsins og veröa aö borga ef börnin eru orðin blönk. SV. BROTIST INN HÖFDINGLEG FRAMLÖG í A-AFRÍKUSÖFNUNINA Skipuleg fjársöfnun á vegum Rauða kross Islands er i þann veginn að fara i' gang og eru framlög þegar farin að berast. Þannig komu þrir einstaklingar á skrifstofur Rauða krossins i gær og afhentu framlög að upphæö 45 þúsund, 60 þúsund og 100 þúsund krónum. Að sögn Jóns Asgeirssonar, framkvæmdastjóra söfnunarinn- ar, gefa slik viðbrögð manna góð- ar vonir með undirtektir en Jón lét þess einnig getið, að búiö væri að opna giróreikning vegna söfn- unarinnar og er nann númer FJORDA HVERT RARN Á KOST A DAGVISTUN Dagvistarrými er til fyrir 22,7% af öllum börnum i landinu á aldrinum 0-6 ára. Þetta kemur fram i samantekt sem Félags- málastofnun Akureyrar hefur gert og var stuðst við þjóðskrá annars vegar og töflu frá menntamálaráðuneytinu, um fjölda barna á dagvistunar- stofnunum, hins vegar. Sé litiö til hinna einstöku sveitarfélaga, kemur i ljós, að ísafjörður er verst i stakk búinn' varöandi dagvistarrými, — þar höföu einungis 10% barna á ofangreindum aldrei aögang að dagheimili 1. desember 1979, en þaðer sá timi sem miðaðer við i samantektinni. Tálknafjöröur sinnir þessum þörfum best, en þar eiga 57% allra barna fram að sex ára aldri kost á dagvist- arrými. Talan fyrir Reykjavfk er 33%, Akureyri 19%, Vest- mannaeyjar 23%, Hafnarfjörð- ur 18% og Keflavik 16%, svo nokkrir kaupstaðir séu nefndir. —P.M. FÁÐU ÞÉR Erin HEITT OG HRESSANDI! HVAR OG HVENÆR SEM ER. fyrir ís/enska veðráttu VERMIREITIRNIR V/NSÆLU • ATHUG/Ð: Takmarkað magn á gömlu og góðu verði. HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. Laugavegi 26 - Sími 29595.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.