Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 18. september 1980. 4 DANSSKOLI Sigurðar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabuðin Hverfisgotu 72 S 22677 Nýl loflkastalinn peirra Assad og Gadafi Hafez Al-Assad, forseti Sýrlands, og Gadafi leiðtogi Libýu bræba með sér stofnun nýs sambandsrikis. Samruni Llbýu og Sýrlands, sem lýst var yfir með miklum lúðrablæstri í vikunni sem leið, sýnist liklegur til þess að lenda i þeirri skúffu sögunnar, sem geymir fyrrislikar misheppnaðar tilraunir araba til sameiningar rikja. Bæði þessi riki eiga sinn skammt þar geymdan fyrir. Fyrri tilraunir 1958 gengu Sýrland og Egypta- land i eina sæng saman, sem var Sameinaða arabiska lýðveldið, en það var lesið sundur aftur strax 1961. I byrjun árs 1979 tóku Sýr- land og Irak til við undirbúning að stofnun sambandsrikis, en um sumarið varð ljóst, að það var dauðadæmt. NU reyna Sýrlendingar með Líbýumönnum, sem frá þvi 1970 hafa reynt sambandsstofnun við SUdan og Egyptaland, og siðar Sýrland og Egyptaland. 1973 var reynt að hamra fram sambands- stofnun við Egyptaland, en i janU- ar 1974 var lýst yfir samruna Libýu og TUnis. Varð fljótt ljóst, að ekkert yrði Ur neinu af þessu. Oánægja helma Leiðtogar þessara rikja beggja, sem nUna reyna að rugla saman reytum slnum, eiga það sam- eiginlegt báðir, að þeir standa nokkuð svo einangraðir I araba- löndunum, og eiga báðir við nokkra andstöðu að striöa heima- fyrir. I vor var greint frá óeirðum og þungri óánægjuólgu i næststærstu borg Sýrlands, Aleppo, sem ligg- ur I norðri, ekki fjarri íandamær- um Tyrklands. Þetta uppnám var tUlkaö sem einhver alvarlegasta ógnunin, sem steðjað hefur að stjórn Hafez al-Assad frá valda- ráni hans 1970. Sömuleiðis voru óeirðir I Damaskus, og óstaöfest- ar fréttir hermdu, að Assad hefði sjálfum verið sýnt tilræði i sum- maður Muammar al-Gadafis offursta, hefði særst alvarlega i átökunum I Tobruk. Sameiginlegír fjandmenn Það hefur oft verið ráð þjóðar- leiötoga, sem eiga við óánægju þegna sinna aö striða, að beina athyglinni að únhverri utanað- komandi hættu eða fjandmanni. 1 svipaðri aðstöðu eru þeir Assad og Gadafi. Þeir eiga tiltækan einn slikan fjandmann, sem að visu er orðinn mjög mikið notaður af aröbum i þessu hlutverki, en hef- ur þó ekki látið mikið á sjá, og er alltaf jafngóður til þessa brUks. 1 tilkynningunni um samruna Sýr- lands og Libýu lýstu þeir Assad og Gadafi þvi yfir, að erkióvinirn- ir væru Israel, Egyptaland og Bandarikin. Hvöttu þeir til þess, að baráttan væri tekin upp gegn zionismanum, heimsvaldastefnu Bandarikjanna og friðarsleikj- unni, Anwar Sadat, sem i augum þeirra fóstbræðra er erkisvikari við araba. hafa af þessu nýja fóstbræðralagi öfgafyllstu andstæðinga hans meðal hinna arabisku bræðra. Hefur hann látið sér nægja að skopast að þvi. lsraelar hafa hinsvegar ókyrrst i sinum sætum og þykir illt að vita, ef Sýrlendingar — afkom- endur Assyriumanna, einhvers herskáasta þjóðflokks, sem sagan hermir — fengju til liðs við her- afla sinn herstyrk Libýumanna. Oliuauðurinn hefur gert Libýu- stjórn kleift að láta ýmislegt eftir sér til eflingar hernum,' og hafa þeir keypt ýmis dýr leikföng á þvi sviði. Sérstaklega þykir flugflot- inn ógnvænlegur, en þeir ráða yf- ir Mig-23 og Mig-25 herþotum ásamt Mirage-þotum. Er Libýa nU ólikt öflugri hernaðarlega en i októberstriðinu 1973. Má þakka það Sovétmönnum, sem einnig hafa gaukað ýmsu smávegis að Sýrlendingum, enda halla þeir sér æ lengra að ráðstjórninni I Moskvu. Bíða og sjá tii I Libýu mun hafa misheppnast i ágUst siöasta tilraun til uppreisn- ar. Sagt er, að á fimmta hundrað manna hafi falliö eða særst i þeirritilraun, sem herdeild i bæn- um Tobruk stóð fyrir. Yfirvöld staðfestu, að „uppnám” hefði verið i Tobruk, en visuðu á bug fréttum um uppreisn eöa mann- fall. Egypskir blaöamenn, sem eru furðunaskir á fréttir frá Libýu, sögðu samt, að Abdel Sall- am Jalloud, nánasti samstarfs- Hernaðarsamvlnna Yfirlýsingin varpaði annars ekki mjög skæru ljósi á, hvernig menn hugsuðu sér frekari fram- vindu þessarar sambandsstofn- unar. Ekki að minnsta kosti I smáatriðum. Látið var nægja að segja, að samruninn væri á póli- tisku sviði, efnahagslegu og hernaðarlegu. Sadat virðist litlar áhyggjur Skæruliðasamtök Palestinu- araba hafa fagnað sambands- stofnuninni sem liðsauka i bar- áttu þeirra við ísrael. Þar að auki hafa riki eins og Kuwait, Suð- ur-Jemen, Alsir og TUnis tekið boðskapnum vel. Allra viðbrögð hafa þó verið með þeim semingi, sem fylgir þvi, að menn hafa séð of margar þesskonar tilraunir fara út um þúfur, og vilja sjá, hvaðúr verður, áður en þeir rjúki upp til handa og fóta. Glerek á batavegl Lítiö hefur farið fyrir Edward Gierek, fyrrum leiötoga pólska kommúnistaflokksins, i fréttum eftir sviptingarnar upp úr verk- föllunum þar I landi. Hann lét af störfum vegna veikinda, aö því er sagt var, og var lagður inn á sjúkrahús. Læknar í Varsjá, sem síöan hafa stundað Gierek, sögðu um helgina siöustu, að hann væri á hægfara batavegi, og þeim heföi tekist aö yfirstíga hjartaerfiöleik- ana. Sálardrepandi Bandariski rithöfundurinn, Truman Capote, hefur átt I erfiö- leikum meö sálartetriö i sér eftir velgengnina. Eins og margir landar hans, sem nota sáifræö- inga meira, en aörir nota heimilisiækna, hefur hann reynt aö finna ró f sinum beinum hjá nokkrum slfkum. — ,,Ég er nóna meö tólfta sáifræöinginn,” sagöi Rithöfundur meö sálarlífiö í einum Gordian-hnút. Capote i góöra vina hdpi á dögun- unt. „Hinir uröu allir brjálaöir á mér.” Norðmenn vilja spara makrfllnn Noregur hefur rift markrflveiöi samningi sinum viö Efnahags- bandalagiö, og sakar EBE um tregöu til fiskverndunaraögeröa, sem stemmt gætu stigu viö of- veiöi i Noröursjónum. Kann nú svo aö fara, aö fiski- mönnum EBE veröi neitaö um veiöiheimildir i efnahagslögsögu Noregs, en veiðikvóti heima- manna rýmkaöur i staöinn. Makrillinn er flökkufiskur, og kvarta Norömenn undan því, aö ofveiöi á miöum EBE-landa bitni á stofninum, sem veiöist í efna- hagslögsögu Noregs.^ Eyvind Bolle, fiskimáiaráöherra Noregs, segir, aö Norömenn geti ekki horft upp á þaö aögerðarlausir, , aö stofninn sé ofveiddur. 1 tilkynningu Noregsstjórnar til ráöherranefndar EBE er sagt, að búast rncgi viö samskonar aö- gerðum varðandi þorsk-, ýsu- og kolaveiði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.