Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 18. september 1980. 8 Ritstíórar Ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi utgefandi: Reykjaprent h.f. Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson. Andrésson, Einar Pétursson. . utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: jigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86éll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumula 8 símar 8óól 1 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Askriftarg jald er kr. SS00 á mánuði innanlands og verð f lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaður i Blaöaprenti h.f. Slðumúla 14. UPPRÆTUM VIRÐINGARLEYSIÐ Stöðug skemmdarverk og önnur tákn verstu ómenningar og viröingarleysis blasa við mönnum næstum daglega. Eitthvaö hlýtur aö vera bogiö viö menntun eöa uppeldi þeirra, sem skiija eftir sig slika slóö. Þessari öfugþróun veröur aö snúa viö meö ein- hverjum ráöum. Um síðustu helgi voru unnin skemmdarverk á tæplega 50 bíl- um í Reykjavík, i byrjun vik- unnar voru legsteinar í gamla kirkjugarðinum brotnir og önnur skemmdarverk unnin á leiðum, og í gær var f rá þvi skýrt að tveir drengir á fermingaraldri hefðu stórskemmt þrettán bíla við ryð- varnarstöð í höfuðborginni. Slíkar fréttir eru því miður að verða daglegt brauð, og virðingarleysi fyrir eigum ná- grannanna og hins opinbera virð- ist stöðugt aukast. Þessi ómenning er orðin hugs- andi fólki mikið áhyggjuefni, en það er með þetta eins og fleira, sem afvega fer i þjóðfélagi okk- ar, að erfitt er að finna neina eina leið, sem fær er til þess að snúa óvitunum af þeirri braut, sem þeir eru á. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson gerði þessi mál að umtalsefni í helgarþönkum sín- um í Helgarblaði Vísis nýlega og sagði þar meðal annars: Við gumum af því að við séum vel menntuð þjóð,teljum okkur meira að segja trú um að fáar þjóðir standi okkur á sporði og fráleitt nokkur við hlið. En er þú stiklar glerbrotin og bréfaruslið á stéttinni að morgni dags, er þú horfir á brotnar götulýsingar, er þú horfir á grein, stofnbrotin tré og blómabeð í svaði, er þú tekur þér far með strætisvagni og horf- ir á sundurskorin sætin, — þá gæti læðst að þér efi um mat okkar á menntun . Haldir þú inn á almenningssal- erni eða gangir upp að vegg ein- hvers skólans og lesir þar spegil- myndir af hugrenningum þeirra, sem þar haf a komið, þá f yllist þú vissu um það, að hroki okkar yf ir menntun íslenskrar þjóðar er ekki annað en vanþekkingarraus. Sigurður Haukur sagðist þó vita að mikill meirihluti íslenskrar þjóðar þræddi veg sinn þannig, að eftir sæjust spor manna en ekki dýra, en hitt mætti vera okkur áhyggjuefni að dekur okkar við botnfall þjóðar- innar ylli því, að æskunni yrði æ villugjarnara á vegi. Virðingarleysi fyrir gjörðum og eignum annarra væri nært á öfundarnagi um þá sem nennu hefðu til meiri athafna en f jöld- inn. Vart væri til framtaks- menni, sem ekki ætti samkvæmt íslenskri þjóðarsál að vera skúrkur sem nauðsyn væri að f inna tak á til þess að snúa niður. Hið opinbera væri orðið í vitund okkar skrimsli sem allir þyrftu að vega að og meira að segja stjórnmálamenn okkar létu eins og hið opinbera væri gulllind, sem einstaklingunum væri með öllu óviðkomandi. Vísir getur fullkomlega tekið undir gagnrýni þessa skelegga kennimanns á þann hugsunarhátt fólks, sem hann lýsir hér að framan. I' þessum efnum verðum við að taka höndum saman um að snúa öfugþróuninni við. Niðurrifs- starfsemi af því tagi, sem hér um ræðir er fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi siðaðri þjóð eins og við teljum okkur vera. En hvernig verður þetta best gert? Það er spurningin. Einn liður í þessari hugarfars- breytingu þarf að felast í því að upplýsa unga fólkið til dæmis í skólum landsins um að það, sem ríkið á eða borgin, það eru eignir þess sjálfs og foreldra þess. Hið opinbera er einfaldlega sameig- inlegur sjóður okkar allra, skatt- peningarnir okkar. Það getur verið erf itt að skapa upprennandi kynslóð virðingu f yrir eignum annarra, í stað þess virðingarleysis, sem svo víða lýs- ir sér í umgengni hennar og ýmissa hinna fullorðnu. En við megum ekki gefast upp við svo búið. Hérerverðugt viðfangsefni fyrir heimili og skóla í landinu. I I HRÁÉFNí ÉÐ Á VÉ RfiMÆ T í? I Merkur maöur sagöl einu sinni i viötali viö mig aö tslend- ingar væru fádæma lélegir sölu- menn, þeir afgreiddu aö visu á stundum vörur meö giööu geöi en reyndu sjaldan aö selja. Þetta lægi vist I þjóöarsálinni, sagöi hann og viö ættum aö fá annarra þjóöa menn I liö meö okkur til aö selja vörur okkar erlendis. Nú skal ég ekki full- yröa aö hann hafi meint þetta alveg bókstaflega svo mikiö er vlst aö ullarvöruframleiöendur hafa þá sannaö aö engin er regia án untantekningar. Hvers vegna hráefnis- framleiðendur? Meginútflutningur okkar er fiskur. Hinn svokallaöi fisk „iönaður” okkar er nokkuö sér- stök grein af iönaöi. Venjulegur iönaöur miöar aö þvl aö breyta hráefni I verömætari, fullunna vöru. Framleiöslustigin geta veriö mörg en lokatakmarkiö er fullunnin vara til neytenda. Sá fisk „iönaöur”, sem viö rekum hér heima, er mestanpart fólg- inn i þvi aö geyma hráefni, sem siöan er flutt út til þjóöa er breyta þvi I fullunna vöru, reka raunverulegan fiskiönaö. Svo langt mætti jafnvel ganga að segja aö fiskiönaöur okkar gengi I þá átt aö spilla hráefni, þaö er aö segja I vitund okkar, sem vitum aö fiskurinn er best- ur nýr og ferskur upp úr sjó. Meö þessu er auövitaö ekki veriö aö halda þvi fram aö þessi tegund „iönaöar” eigi ekki rétt á sér. Þessi geymsluiönaöur er nauösynlegur vegna flutnings á fjarlæga markaöi, og sumar geymsluaöferöir hafa myndaö neysluhefö, sem engin ástæöa er til aö ganga framhjá samanber saltfiskinn. En eftir stendur aö viö flytjum fiskinn aö lang- mestu leyti út sem hráefni fyrir fiskiönað annarra þjóöa. Möguleikar á raunveru- legum fiskiðnaði? Hverjir eru annars möguleik- ar okkar á raunverulegum fisk- iönaöi? Sannleikurinn er sá aö viö hinir almennu borgarar vit- um litiö um þaö.Fisksölukerfiö er svo lokaö fyrir almennri um- ræðu aö þeir sem i þvi eru geta látiö áróöursmaskinur sinar telja okkur trú um hvaö sem er. Engir fjölmiölar viröast hafa áhuga á þvi aö leggja fjármagn i aö kryfja þessi mál til mergj- ar, og varöar okkur þó ekki minna um þaö en ástafar ung- linga á gamla rúntinum. Ljóst er þó aö viö veröum hér sem annars staöar aö aka seglum eftir vindi, haga slfkum iönaöi eftir þvi sem markaöur leyfir, Viö yröum engu bættari þótt viö legöum niöur raunverulegan fiskiönaö Islensku fisksölu- hringjanna 1 Bandarikjunum, flyttum hann heim og misstum bandarikjamarkaöinn fyrir vik- iö. En margt annaö er til. Fróöir menn um saltfiskmarkaö hafa til dæmis sagt mér aö aöeins lélegasti saltfiskurinn, sem viö flytjum til Portúgals, sé seldur þar á neytendamarkaöi. Besti fiskurinn sé unninn þar i raun- verulegum fiskiönaöi og seldur neöanmals Magnús Bjarnfreðsson gerir hér að umtalsefni þá útf lutningsstarfsemi sem hér er rekin, það er útflutning verðlftíIs hrá- efnis, og segir að brýn nauðsyn sé á að auka frelsi i sölustarfseminni og fullvinna meira af því hráefni, sem við höfum yfir að ráða. áfram sem miklu dýrari vara til annarra landa. Sildin, sem viö flytjum út, er flutt út sem hré- efni fyrir fiskiönað annarra landa aö langmestu leyti. Niö- ursuöu- og lagmetisiönaöur viröast litnir hornauga af stjórnvöldum i raun, þrátt fyrir fögur orö, eöa aö minnsta kosti af bankakerfinu. Aöalhindrun i útflutningi verömætra sjávaráf- uröa fyrir hundruö milljóna króna viröist stundum vera inn- an veggja bankakerfisins, eöa meöal þeirra sem fjármagns- stefnunni ráöa. Hvers vegna? Hin eilífa barátta. A meöan viö stöndum á heljarþröm meö þjóöarbúskap okkar og vanrækjum aö koma nýjum atvinnugreinum á fót á sér staö hörö barátta bak viö tjöldin um það fjármagn, sem streymir um æöar þjóöfélags- ins. Sölustarfsemi erlendis er ekki hugsjónastarf, eins og stundum er reynt að telja fólki trúum. Hún eratvinna og mikill gróöavegur, ef vel tekst til. Til er nefnilega dálitiö sem heitir umboðslaun og sölulaun, og þaö eru ekki bara innflytjendur, sem slikra kostakjara njóta. Ef einhverjir nýir delar tækju upp á þvi aö fullvinna mikiö af fiski hérheima og selja hann erlend- is á neytendamarkaöi fengju þeir kommisjónina i staö þeirra sem flutt hafa út hráefniö. Þess vegna eru til aöilar sem ekkert ýta undir of miklar breytingar i þessum málum! Meiri sölustarfsemi Mér dettur ekki i hug aö am- ast viö umboös- og sölulaunum til útflytjenda. Þau eru alþjóö- leg hefö og ýta undir framtak. En þau mega ekki til langframa virka sem hemill á nauösynlega vöruþróun á raunverulegan út- flutningsiðnað. Stjórnvöld veröa aö sjá til þess, meö góöu eöa illu, aö atvinnugreinum sé ekki haldiö niöri svo flnar fjármála- familiur missi ekki spón úr aski sinum. En þaö er ekki nóg aö fram- leiöa vöru, hana þarf aö selja. Viö þurfum aö leggja stórfé I sölustarfsemi á næstu árum. Þar eigum viö aö hagnýta okkur reynslu allmargra Islendinga, sem gert hafa tilraunir á þessu sviði, oft meö misjöfnum árangri vegna m.a. bolabragða hinna sjálfskipuöu útflytjenda. Viö eigum einnig aö hagnýta okkur menntun ungra manna og viö eigum ekkert að vera hræddir viö aö ráöa erlenda menn til þessara starfa. Aö sjálfsögöu búa svo útflutnings- hringir okkar einnig yfir dýr- mætri reynslu. Það er ljótt aö segja þaö, en best aö láta þaö flakka: Viö eigum ekki endilega að líta á okkur sem nafla alheimssiögæöisins I sölu- mennsku en um þaö ætla ég aö fjalla nánar á næstunni. Eitt er vist: Ef viö ekki stór- eflum sölumennsku okkar erlendis og fáum I hana færa menn verðum viö áfram út- flytjendur verölitils hráefnis og höldum áfram aö dragast aftur úr nágrannaþjóöum i lifskjör- um. Bætt og frjálsari sölustarf- semi mun hafa nýjan og aukinn matvælaiðnaö I för meö sér. Ef á þarf aö halda veröa hagsmun- ir fárra aö vikja þar fyrir hags- munum fjöldans meö góöu eöa illu. Magnús Bjarnfreösson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.