Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram VISIR Fimmtudagur 18. september 1980. Sjaldséðlr hvftir hrafnar drn Ingi frá Akureyri sýnir hjá F.í.M Á Akureyri eru engin myndlistarsöfn, þar sjást varla bækur um myndlist i búðum, þar er ekki hægt að kaupa liti eða striga, þar er einn sýningarsalur sem' rekin er á verslunargrundvelli, þangað koma sárasjaldan listfræðing- ar til að fjalla um þá myndlist sem þrátt fyrir allt, verður til á Akureyri. Einu sinni komu myndlistarmenn að norðan til Reykjavikur og sýndu i Norræna húsinu og fengu „voðalegar” viðtökur, sem höfðu alvarlegar af- leiðingar á suma. Allt þetta sagói mér Akureyr- ingurinn örn Ingi, sem nú sýnir i FlM-salnum við Laugarnes- veg. Hann var ekki aö kvarta, hann var bara að segja mér nokkrar staðfeyndir. Sjálfur hefur hann fengist við að mála og teikna i ein 10 ár, sjálfmenntaður og fór i fyrsta sinn til útlanda og sá söfn i sum- ar sem leið. Fyrsta stóra sýn- ingin sem hann sá erlendis var Salvador Dali. Hann fór á söfnin i London og Hollandi og drakk i sig bæði gamla meistara og nýja. Hann hafði séð litið af þeim áður — þvi þaðer erfitt að ná sér i bækur fyrir norðan. ,,Og ég fór út i það að flytja sjálfur inn oliu og liti, það gekk ekki að þurfa að hringja suður eftir hverri túbu. Nú eru á milli 15—20 manns, sem stunda myndlist af nokk- urri alvöru á Akureyri. Arið 1973 stofnuðu þeir með sér félag hagsmunafélagsem m.a. átti að greiða fyrir sýningaraðstöðu. Félagið lifði í eitt og hálft ár. örn Ingi heldur nú sina fyrstu einkasýningu hér I Reykjavik, en hann hefur áður tekið þátt i samsýningum og sýnt á Akur- eyri. Þetta er held ég I fyrsta sinn sem Akureyringur heldur einkasýningu hér i borginni. Alla vega hefur enginn sýnt sið- an við fengum útreiðina i Norræna húsinu. Já, við erum einangraðir en stundum getur einangrun orðið til góðs viðverð- um hver að finna eigin leið og erum e.t.v. sjálfstæðari en ella. Ég held ég geti sagt að allir þeir sem mála á Akureyri séu sitt af hverju taginu. En ófigurativ myndlist þekkist varla þar. — Akureyringar hafa stutt við bakið á okkur, held ég. Það hef- ur þó eitthvað breyst, i fyrstu keypti fólk mest af Akureyring- um en siður nú — það getur verið vegna þess að smekkur þess hafi þróast, það getur lika verið snobb! Myndir Arnar Inga sem eru Örn Ingi. unnarmeð oh'u, pastel, vatnslit- um teiknaðar eru flestar landslagsmyndir, nákvæmar án þess að eltast við smáatriði. Þær hafa annað yfirbragð en oftast sést hér á sýningum, það kunna að vera norðlensku mótifin en einnig fer hann aðrar brautir en þeir landslagsmálar- ar, sem sýnt hafa I litameðferð o.fl. Það verður forvitnilegt að sjá hver viðbrögðin verða við þessari norðlensku myndlist núna — þau gætu gert annað hvort, að hvetja til dáða, eða drepa i dróma — ekki satt? Sýning Arnar Inga i FIM saln- um er opin frá kl. 14—22 og varir til 21. september. Ms Stlomulelkur á Sögu öoreanskur pianisti vekur hrifningui Jazzkvöld NOMUS 15.9. ’80 Jazzhljómsveitin Mirror Stjórnandi: Thomas Clausen Útsetjari: Thomas Clausen Sóloisti: Thomas Clausen Maður kvöldsins: Thomas Clausen Thomas Clausen Danskir jazzleikarar hafa verið seigir við það að láta um- heiminnvitaaf sér á undanförn- um árum. Ekki hafa þó ailir átt athygli skilið, enda eru Danir menn misjafnir, — rétt eins og annað fólk Danskir jazzleikarar hafa átt sinar stórstjörnur, en enga á heimsmælikvaröa fyrr en Svend Asmussen fiðlaði sig inn í hjörtu umheimsins hér einu sinni, og svo þegar bassaleikarinn með langa nafnið (Niels Hennig ör- sted „bassi” Pedersen) sýndi fólki hvernig ætti að leika á kontrabassa. Þ’"næstan verður aö telja Thomas Clausen Thomas Clausen Þessi rúmlega þrltugi hljóm- borðsleikari (pianisti á máli eldra fólks) hefur á tiltölulega skömmum tíma haslað sér völl i jazzheiminum svo myndarlega aðætla máað hann verði heims- nafn meðal jazzunnenda innan fárra ára. ,,Hann er nú þegar heimsfrægur i Danmörku”, sagði Gunnar Ormslev I viðtali i vikulokin Thomas Clausen Jazzkvöldið á Sögu var ef til V. í ■£ «k 5 . 1 Þetta er Thomas Clausen vill dæmigert um snilli Clausens. Það var augljóst að félagarniri Mirror voru þreyttir eftir ferðalagið. Þetta eru prýðilegir tónlistarmenn sem gerðu tónlist Clausens ágæt skil, en það var eins og það vantaði alltaf örlitið brot eða neista til þess að áheyrendur næðu þvi að hrífast með og njóta leiks þeirra til fulls. Þetta átti sérstaklega við tenóristan og trompetleik- arann. Báðir tónlistarmenn, sem hafa sýnt og sannað ágæti sitt annarsstaðar. En á mánu- dagskvöld spiluðu þeir bæði mikið og vel, en aldrei með brilljans. Thomas Clausen A hinn bóginn gerði stjórn- andinn Thomas Clausen meira en að brilljera. Hann lék þvi næst ótrúlega hluti á hljómborð- ið. Tilþrifin, tilfinningin, tökin Ólafur Stéphensen skrifar um jazz og tæknin minntu ósjálfrátt á Chick Corea, þó að stfllinn sé næsta ólikur. Leikur Clausens var i senn hvetjandi fyrir sam- leikarana og leiðandi. Svona hljómborðsleikari hlýtur að vera óska-samleikari fyrir hvaða rythmasection sem er — þósérlega fyrir trommuleikara. Thomas Clausen Það er full ástæða til að sam- gleðjast NOMUS mönnum her- lendis með sendinguna frá Danaveldi. Það er ekki á hverj- um degi sem við fáum niður- greiddan jazz frá útlöndum, og þaö sem sérstakt menningar- framlag. Thomas Clausen einn var allra peninganna virði. Einn góðan veöurdaga verður hann lika heimsfrægur á Islandi. Einar Már Guðmundsson Tvær nýjar ijððahækur Galleri Suðurgata 7 hefur nú gefið út fyrstu bækurnar en Galleriið hefur eins og kunnugt er, gefið út timaritið Svart á Hvitu. Bókaútgáfu er ýtt frá landi með tveimur ljóðabókum eftir Einar Má Guðmundsson, ,,Er nokkur i Kórónafötum hér inni?” og „Sendisveinninn er einmana”. Einar Már hefur áð- ur birt ljóð sitt i' blöðum og timaritum s.s. Timariti Máls og menningar, Neista, Svart á Hvitu o.fl. I kvöld mun Einar Már lesa upp úr nýútkomnum bókum sin- um i' Félagsstofnun stúdenta og byrjar lesturinn kl. 20.30 Finnskur níanlstl í Norræna húsinu I kvöld heldur finnski pianó- leikarinn Pekka Vapaavuori tónleika i Norræna húsinu. Hann leikur verk eftir Bach, Beethoven, og Debussy og einn- ig eftir finnsku tónskáldin Einojuhani Rautavara og Kullervo Karjalainen. Vapaavuori kom fyrst fram sem pianisti i Helsingfors 1973. Eitt hugðarefna hans er flutn- ingur norrænnar nútimatónlist- ar og hefur hann frumflutt mörg finnsk nútimaverk. Hann kom fram á Norrænu tónlistardögun- um I Hasselbyhöll i ágúst s.l.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.