Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 22
22 vtsm Fimmtudagur 18. september 1980. Vöm-og brauðpeningar- Vöruávísanir Peningaseðiar og mynt Gömul umslög og póstkort FRIMERKI Allt fyrir saf narann Hjá Magna Laugavegi 15 Sítni 23011 LíOtDIO flURCl Frímerki íslensk og erlend, notuö, ónotuÖ og umslög Albúm, tangir, stækkunar- gler o.fl. áuallt fyrirliggjandi. M Póstsendum. FRÍMERKlAMIÐtTOÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78. 121 RVK. SlMI 21170 *XXJSJ^3í3ÍJSJÍJÍ3e3í3í3<3S3e3í3C3C3í3ÖS3ö«ÖSJa<3ö«3íJÍJ<3í3»«3öí SERVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR CORUS HAFNARSTRÆTI17 simi 22850 ■ÍSÍtXSÍSXXXÍtXXXXÍXKeXfSXXSXSXXXXXXSíXXXXXSíXiSXXXXXXfUi ÁSKRITT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Vísi \ \______________________________________/ Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. Umsjón: Hálfdan Helgason. 43. þáttur. Vetrarstarfið 09 mðtílsöfnun Um þessar mundir er vetrar- starf frimerkjasafnara að hefjast og reyndar hefur Félag fri- merkjasafnara i Reykjavik boðað til fyrsta fundarins nú I kvöld, fimmtudaginn 18. sept., i Alfta- mýrarskólanum. Samkvæmt fundarboði veröur m.a. rættum frimerkjasýninguna fyrirhuguðu FRIM 80, sem haldin verður dagana 6.-10. nóvember en tilefniö er 20 ára afmæli „Dags frimerkisins”. A þingi alþjóðasambands fri- merkjasafnara, F.I.P., sem hald- iö var árið 1936 i Luxembourg var ákveðið að sérhvert aðildarland skyldi halda hátiðlegan Dag fri- merkisins einn sunnudag ár hvert. Margra hluta vegna er sunnudagurinn ekki lengur talinn heppilegur m.a. vegna þess að margar þjóðir gefa nú orðiö út frimerki i tilefni dagsins og riöu Þjóðverjar þar á vaðið árið 1941 er þeir gáfu út eitt merki með mynd af póstmanni ásamt hnatt- llkani og pósthorni. Ekki hefur póststjórnin íslenska farið inn á þá braut ennþá að gefa út fri- merki i tilefni dagsins, vonandi kemur þó að þvi fyrr en seinna, en hins vegar hefur hún látið gera sérstaka stimpla til að minna á daginn og örugglega má með þeim og margvislegum sér- stimplum, sem notaðir hafa verið viða um heim, setja saman skemmtilegt safn. Kannski fáum við að sjá slikt safn á FRIM 80. bar með erum viö farin að tala um mótlfsöfnun, sem er ákaflega vinsæl og útbreidd meöal fri- merkjasafnara. Það sem vekur fyrst og fremst áhuga nótifsafn- arans er myndefni frimerkjanna og sagan að baki þess. Merkjun- um er siöan raöað I ákveöið kerfi sem meö tilheyrandi skýringar- texta mynda eina heild. Mótif- söfnun má skipta i tvo eða jafnvel þrjá aðalflokka og er fyrst til aö taka söfn, sem byggð eru upp á ákveönu myndefni eins og t.d. fiskar, fuglar, Churchill eða Kennedy. I öðru lagi eru svo söfn sem mynduö eru utan um ákveöna hugmynd eöa fylgja skipulögöu kerfi. Slik söfn eru t.d. saga skátahreyfingarinnar, fisk- veiðar, þjóðbúningar, hljóðfæri eða samgöngur svo eitthvað sé nefnt. I þriöja lagi má svo nefna söfn frimerkja, sem gefin eru út af sérstöku tilefni eða i ákveðnu markmiöi eins og t.d. Evrópu- merkin, kvennaárið, barnaárið o.s.frv. Eins og gefur að skilja getur veriö ákaflega erfitt að fylgjast með öllum þeim nýju út- gáfum, sem streyma á markaö- inn svo hægt sé aö flokka úr þau merki, sem áhuga vekja og heima eiga i þvi safni sem veriö er aö byggja upp. Vestur i Bandarikj- unum er starfandi fjölmennt fé- lag mótifsafnara og eru félagar viðs vegar að úr heiminum. Fé- lagið, sem nefnist American Topical Association gefur út vandað timarit, Topical Time, sem auk þess aö flytja fróðlegar greinar um mótifmerki, flokkar allar nýjar frimerkjaútgáfur eftir myndefni þeirra og auðveldar þannig söfnurum leit þeirra. Vilji lesendur þáttarins fræðast nánar um þetta ágæta félag er bara að senda þættinum linu. Þann 6. okóber n.k. gefur fær- eyska póststjórnin út tvö Evrópu- merki og þar eins og annars staö- ar er myndefnið merkir einstak- lingar. Verðgildin eru 1,50 kr. og 2 krónur. Þessi merki áttu upphaf- lega að koma út 9. júni s.l. en vegna tæknilegra örðugleika, Sem upp komu hjá prentsmiöj- unni, sem átti aö prenta merkin varð að fresta útgáfunni. Sama dag koma einnig út i Færeyjum fjögur merki og er myndefni þeirra sótt I hina frægu Hýiar útgáfur CAMPiONATt EUfiOPe tUNtOkES Di PESiSTtCA SAN MARINO Kirkjubæjarstóla, sem taldir eru meðal glæsilegustu fornminja Færeyinga. Verðgildi merkjanna er 1,10, 1.40, 1.50 og 2.00 krónur. 1 tilefni af frábærri frammi- stöðu lyftingamanna okkar á Noröurlandameistaramótinu i kraftlyftingum nú á dögunum, er hér sýnt merki sem gefiö er út i San Marino I dag en tilefni útgáf- unnar er Evrópumeistaramót unglinga i lyftingum. Og sama dag gefa þeir einnig út i San Marino frimerki i minningu tón- skáldsins Robert Stolz, sem lést áriö 1975, þá 95 ára að aldri. Hann var mjög afkastamikið tónskáld, sem sést best af þvi aö hann samdi yfir 2000 sönglög, fimmtiu óperettur og tónverk I rúmlega eitt hundrað kvikmyndir. Hann var vlðfræðgur einnig fyrir fri- merkjasöfnun sina, sem snerist auðvitað öll um myndefniö tón- list. Sjálfur sagði hann: „Tónlist og frimerki eru minar ástriður”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.