Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 18.09.1980, Blaðsíða 23
VlSIR Fimmtudagur 18. september 1980. Umsjón: Axel Ammendrup Helgi Skúlason Brynja Benediktsdóttir Margrét Guðmundsdóttir HLJÓÐVARP KLUKKAN 21: „TÓLF PUNDA TILLITH) Fimmtudagsleikritið er frekar stuttur gamanleik- ur, „Tólf punda tillitið" eftir Skotann James M. Barrie. Leikritið fjallar um mann, sem á að aðia. Harry Simms er hégómalegur og hann æfir athöfnina með konu sinni, því ekkert má fara úrskeiðis. Harry sem verður SIR Harry eftir nokkra daga er nefnilega ekki aðeins hégómalegur heldur leiðindaskröggur í þokka- bót. Konan sem vinnur að vélrit- un, en hann leigöi vélritunar- stúlku til aö skrifa og senda þakkarbréf, kemur i heimsókn. Þá kemur ýmislegt kostulegt i ljós, þvi vélritunarstúlkan reynist vera fyrrverandi eigin- kona Harrys. Þorsteinn ö. Stephensen þýddi leikritiö, en leikstjóri er Rúrik Haraldsson. Helgi Skúla- son leikur Harry Sims, Brynja Benediktsdóttir leikur konu hans, en Margrét Guðmunds- dóttir leikur vélritunarstúlkuna. James M. Barrie fæddist i Skotlandi áriö 1860 og stundaöi nám i Edinborg. Hann var sjálf- ur aðlaður og vissi þvi um hvað hann var að skrifa. Barrie hóf rithöfundarferil sinn með ljóðagerð og frásögn- um. Kunnastur varð hann þó fyrir leikrit sin, sem stundum voru gáskaleg og ævintýraleg, en þó oft þrungin þjóðfélags- legri ádeilu, sem hann lét samt aldrei verða leiðinlega. Meðal verka Barries má nefna Peter Pan. tJtvarpið hef- ur áður flutt fjögur leikrit eftir James M. Barríe lést i London Barrie. árið 1937. Hljóðvarp klukkan 17:20: Tónhornið Tónhornið er á dagskrá klukkan 17:20 i dag. Umsjónar- maður þáttarins er Sverrir Gauti Diego. Kynnir hann létta og léttklassiska tónlist. Þáttur þessi hefur verið á dagskrá vikulega um nokkurt skeið og hefur öölast vinsældir. Þau Sverrir og Guðrún Birna Hannesdóttir skiptast á um að sjá um þáttinn. Sverri Gauti Diego FIMMTUDAGUR 18. september 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa 14.30 Miðdegissagan: „Tvi- skinnungur” eftir önnu ólafsdóttur Björnsson Höf- undur les (3). 15.00 Popp Páll Pálsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siöde gis t ónleikar Maurice Duruflé og Sin- fóniuhljómsveit franska út- varpsins leika Orgelkonsert í g-moll eftir Francis Poulene: Georges Prétre stj./ Filharmoniusveitin i Stokkhólmi leikur Sinfóniu nr. 3 I E-dúr op. 23 eftir Hugo Alfvén: Nils Gre- villius stj. 17.20 Tónhornið Sverrir Gauti Diego stjórnar þættinum. 17.50 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tiikynningar. 19.35 Daglegt mál Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 Sumarvaka 21.20 „Þórarinsminni” Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur lög eftir Þórarin Guð- mundsson: dr. Victor Ur- banic færöi I hljómsveitar- búning. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 21.40 Leikrit: „Tólf punda tillitiö” eftir James M. Barrie Þýðandi: Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. Per- sónur og leikendur: SirHarry Helgi Skúlason Kate MargrétGuðmundsd. LadySims Brynja Benediktsd Tombes þjónn Klemens Jónss. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Hvernig er góður skóli? Hörður Bergmann náms- stjóri flytur annað erindi sitt um skólamál. 23.00 Afangar Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir Dagskrárlok. Grundvallarflugíð I Alpýðubandalaglnu Þjóðviljinn er að fá minni- háttar æðiskast vegna þeirrar stefnu, sem Flugleiðamálið hef- ur tekiö. Upphaflega var það ætlunin aðleggja þetta fyrirtæki undir rfkið sem fyrsta lið I al- mennri yfirtöku helstu fyrir- tækja landsins. Nú hefur Stein- grimur Hermannsson snúið málið úr höndum þeirra Ólafs Ragnars Grimssonar og Svav- ars Gestssonar, og eftir stendur aðeins skætingur I málgagninu um pilsfaldakapitalisma.Svavar heldur þvi fram að viðræður hans og Arnmundar Bachmann við starfsfólk Flugleiða hafi borið mikinn árangur og segir að nú eigi það að fá beina aðild að stjórn fyrirtækisins. Hinu sleppir félagsmálaráðherrann, enda ekki vel heima i félags- málum, að til þess að það geti gerst verður að leysa upp hluta- félagið Flugleiðir eða breyta hlutafélögum almennt þannig að starfsfólk hlutaféiaga setjist sjálfkrafa I stjórnir. Við kjaftæði á borö við þetta una þeir Alþýöubandalagsmenn á meöan Steingrfmur Her- mannsson er að vinna að lausn málsins I Luxembourg. Þá veifa þeir mjög orðinu „grundvallar- flug”, sem er eitt af þessum orðskripum, sem kommúnistar eru alltaf að finna upp sér til ágætis. Ætli Areoflot stundi grundvallarflug, eöa fljúga þeir mestmegnis I lausu lofti? Gam- an væri að fá skýringu á þvi hvað grundvallarflug þýöir. Flug í vélum spratt upphaflega af löngun manna til að likja eftir fuglum. Þeir stóðu á grundvell- inum og vildu hefja sig af hon- um og upp I loftið. öll þróun flugmála siðan, lika á N-At- lantshafsleiðinni, hefur miðast að þvi að sleppa grundvellinum og nota loftiö til ferðalaga. Nú er helst að heyra á „bjargvætt- um” flugsins á íslandi, að þeir vilji láta hluta flugsins fara fram á jörðu niöri. Það er auðvitað alveg rétt, aö miðað við sjónarmiö þeirra Al- þýðubandalagsmanna, þá er oröið grundvallarflug réttnefni. Glókollurinn ólafur Ragnar veit ekki enn hvað er að fljúga sjálf- ur, nema þá hann hafi rokið til og tekið sólóflugmannspróf I þvi æðiskasti sem greip hann út af Flugleiðum h.f. Hann er hins vegar grundvallarflugmaður I pólitikinni og sjálfsagt að hann haldi þeim réttindum sinum sem lengst. Einnig er þaö svo meö Svavar Gestsson, að hann er I mesta lagi tækur sem far- þegi I flugvél eins og velflestir lslendingar. En grundvallarflug er honum að sjálfsögðu heimilt, jafnvel f skrifstofu sinni i Arn- arhvoli. Þannig fer vel á þvi að þeir Alþýöubandala gsm enn þreyti grundvallarflugiö á með- an stærri mál flugsins eru leyst af öðrum. En merkilegust er þó viðkvæmni Svavars Gestssonar út af skattpeningum lands- manna. Hann lýsir þvi yfir aö þegar Flugleiðir h.f. hafi óskað aðstoöar hafi rikisstjórnin ekki getaðhlaupiö til og „fallist á að greiða af skattpeningum al- mennings að litt athuguðu máli”. Athugunin leiddi svo til frumhlaups Baldurs Óskarsson- ar i útvarpinu, þar sem hann byggöi skýringar á áætlunum Flugleiða h.f. á sinu mati, mjög samhljóða mati ólafs Ragnars, sem hafði legiö daglangt við dyr fréttastofunnar til að fá að koma að dylgjum um rekstur Flugleiða. Um skattpeninga landsmanna er svo það að segja, að þann dag sem Svavari Gestssyni veröur alfariö treyst fyrir þeim, þarf hvorki aö spyrja um grundvallarflug eöa venjulegt flug á tslandi. Þá veröur tsflot og rikið með einn og sama kassa. Sem betur fer viröist almenn- ingur hafa áttað sig á aðför kommúnista að Flugleiðum h.f. Henni hefur verið hrundið I bili. Þó ber að harma ef starfsfólk fer aö venja komur sinar I félgs- málaráðuneytið til þess eins að hlusta á marklausar áróðurs- ræður Arnmundar Bachmann og útúrsnúninga félagsmála- ráðherra á hlutafélagalögum landsins. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.