Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 9
Flugleiðamál og fjölmiðlaþjón us ta Flugleiðamálið hefur borið mála hæst í frétta- flutningi vikunnar/ og er þetta reyndar ekki sú fyrsta/ sem kalla mætti viku Flugleiða. Ég lái þeim ekki, sem orðnir eru dauðleiðir á öllu málþófinu f kringum Flugleiðir, og vel má vera, að ýmsir sem þar hafa komið við sögu hefðu betur haft þar um færri orð en meiri árangur hefði orðiö af gerðum þeirra. En málefni Flugleiða og framtfð Atlantshafsflugsins snertir hundruð íslendinga. Þess vegna geta fréttamiðlar, sem leggja mikið upp úr því að rækja upplýsíngaþjónustu sína við al- menning, ekki leitt slík mál hjá sér, og leitast við að segja sem best frá öllu, sem fram vindur. I þessu augnamiði hefur einn blaðamanna Vfsis verið í Luxemborg alla vikuna til þess að segja fréttir af Flugleiðamálinu frá þeim sjónarhóli og fylgjast með viðræðum íslenskra ráðamanna og starfsbræðra þeirra f þessu smáríki i Mið-Evrópu, sem hefur orðið svo samofið flugsögu Islendinga síðasta aldarf jórðunginn. Segja Flugleiðir já eða nei? Sá kafli Flugleiöamálsins, sem gerst hefur f þessari viku snýst um þátttöku opinberra aö- ila i Luxemburg i greiöslu á þvi tapi sem veröur á Noröur- Atlantshafsflugi Flugleiöa, veröi þvi haldiö áfram. Mál- efnaleg umræöa af þvf tagi er á vissan hátt góö hvfld frá útúr- snúninga- og dylgjuherferö þeirri, sem stóö vikuna á undan i Flugleiöamálinu þar sem þeir félagar Baldur og Konn.... nei, fyrirgefiö Baldur og Ólafur Grimsson léku aöalhlutverkin. Þaö var eins gott aö þeim var ekki leyft aö fara meö til Luxemborgar. Þegar þetta er ritaö eru leiö- angursmennirnir islensku ó- komnir frá Luxemborg og endanlegra niöurstaöna ekki aö vænta fyrr en I næstu viku varö- andi þaö, hvernig Flugleiöir og starfsfólk fyrirtækisins munu bregöast viö tilboöum rikis- stjórna Islands og Luxemborg- ar varöandi stuöning viö flug- starfsemi þess. Ýmsar blikur eru aftur á móti á lofti þess efnis, aö Flugleiöa- mönnum litist ekki á aö þenja sig i samkeppnisfluginu á þeim grundvelli, sem unniö hefur veriö aö þvi aö mynda, og er eins vist aö þeir afþakki rikis- stuöninginn. Þeir sem efuöust um aö Flug- leiöamenn heföu metiö stööuna rétt I viöræöum sinum viö for- ráöamenn flugfélaga i Luxem- borg i sumar ættu alla vega aö hafa áttaö sig á stööunni eftir fundi fulltrúa rikisstjórnanna tveggja um máliö vikunni. Um London eða Keflavík Annars er vafasamt aö nokkur skynsemi sé i þvi aö halda áfram umfangsmiklu á- ætlunarflugi á vegum islenskra aöila milli Luxemborgar og Bandarikjanna úr þvi sem kom- iö er. Fréttir hafa nú borist um aö breska flugfélagiö British Air- ways hafi i vikunni óskaö eftir aö fá aö stunda flug frá Luxemborg til Bandarlkjanna meö viökomu i London á lægra veröi en þvi, sem Flugleiöir bjóöa nú, og er sagt undir kostn- aöarveröi. Ef af þessu flugi veröur er ótrúlegt aö margir fari meö Flugleiöum yfir hafiö meö viökomu i Keflavik fyrir hærra verö, ekki sist þegar tekið er tillit til þess, aö British Air- ways býöur mönnum aö lenda þar sem þeim hentar i Banda- rikjunum allt frá Kyrrahafs- ströndinni til Atlantshafs- strandarinnar. Þetta getur félagiö vegna þess aö frá London eru daglega ferö- ir á þess vegum til margra borga i Bandarikjunum og myndu farþegarnir frá Luxem- borg sem millilentu i London geta fariö með hverri þeirra, sem þeir óskuöu vestur um haf. Flugleiöir myndu aftur á móti einungis bjóöa mönnum New York borg, sem ákvöröunarstaö og þá er ekki litill spölur eftir til dæmis fyrir þá, sem ætla sér til fjarlægasta hluta þessara viö- lendu rlkja, t.a.m. til Los Ang- eles eöa San Francisco. Niðurgreidd samkeppni Ef úr veröur aö Flugleiöir samþykki aö stjórnvöld i Luxemborg og hér á Islandi borgi áætlaöan hallarekstur af fluginu yfir hafið, er þar einung- is um aö ræöa aö fela þaö at- vinnuleysi, sem skapast myndi I báöum löndunum ef þessi þáttur atvinnustarfseminnar félli niö- ur. Þetta er i raun gert I þvl formi, aö farmiöarnir eru niöur- greiddir, þaö er seldir undir kostnaöarveröi. Vel má segja, aö i þess staö væri hægt aö greiöa þvi flugfólki, sem ekki fær atvinnu eftir aö uppsagna- frestur þess rennur út, atvinnu- leysisbætur, og yröi þaö eflaust ódýrari kostur. Ef breska flugfélagiö British Airways fengi heimild til þess aö keppa viö Flugleiöir á þess- ari leiö yfir Noröur-Atlantshafiö frá Luxemborg, er hætt viö, aö Flugleiöir yröu enn aö lækka sitt verð, og þannig gæti þetta geng- iö koll af kolli. En hverjir væru þá i raun aö borga tapið, eöa niöurgreiöa fargjaldið fyrir þá, sem væru aö flandra fram og aftur yfir hafið. Þaö væru skattgreiöendur i Luxemborg, á Islandi og einnig skattgreiöendur i Bretlandi, þvi aö British Airways nýtur veru- legs rikisstuönings i rekstri sin- um. Eitthvaö viröist nú vera orðið bogiö viö slika samkeppni, og þaö er eölilegt aö spurt sé: Hvar endar þetta? Þarf öll vitleysan að vera eins? Ef talaö er um dulbúiö at- vinnuleysi i rekstri Flugleiöa eftir aö fyrirgreiöslan úr rikis- kössunum tveim kemur til sögunnar, er eins vist, að einhver spyrji sem svo: Er þetta nokkuð vitlausara en aö niöurgreiöa lambakjöt ofan i út- lendinga fyrir enn fleiri mill- jaröa á hverju ári, eöa þá aö niöurgreiöa hey ofan i norskar rollur eins og viö vorum nú aö byrja á i sumar? Slikar spurningar eiga auðvit- aö rétt á sér, en þótt margt sé undarlegt i efnahagskerfi okkar er ekki þar meö sagt, aö öll vit- leysan þurfi aö vera eins. Nóg er nú, sem farið hefur úrskeiöis hjá okkur þótt viö bætum ekki endalaust viö þaö rugl, sem allt- of viöa viögengst i þessu bless- aöa sirkusþjóöfélagi okkar. Barnaskattar og forstjóraþyrla En þótt mér hafi oröiö alltiö- rætt um Flugleiðamáliö, er ekki þar meö sagt, aö önnur mál, sem fréttaljósinu var beint aö á siöum Visis hafi veriö ómerkari. Siöur en svo. Þaö kom mörgum á óvart þegar frá þvi var skýrt I byrjun vikunnar, aö skattyfirvöld höm- uöust nú viö aö leggja skatta á börn og unglinga. Þeim mun veröa ljóst á aöventunni hve mikið þau þurfa aö gjalda Ragnari Arnalds af sumar- hýrunni sinni. Gott dæmi um þaö hvernig einstakirkóngar i kerfinubruöla meö skattpeninga fulloröinna og barna gat svo aö líta á siöum VIsis á dögunum, þegar sagt var frá þyrlukaupum forstjóra Landhelgisgæslunnar. Þar er um aö ræða fjárfestingu sem nemur hvorki meira né minna en 850 milljónum króna, sem hann hefur fyrir löngu ákveðiö aö ráöast i án þess' aö nokkur heimild hafi enn verið fengin fyrir þvi á fjárlögum rikisins eöa i lánsfjáráætlun. Og þetta gerist á sama tima og stjórn- völd hafa ákveöið aö spara i rekstri Landhelgisgæslunnar. Að vekja lénsherra kerfisins Margt fleira mætti nefna af tiðindum vikunnar, en ánægju- legasti árangurinn, sem rit- stjórn Vísis náöi I vikunni, sem er nú á enda, var tvimælalaust sá, aö geta hrist viö þeim, sem ritstjórnar pistill ólafur Ragnarsson, rít- stjóri skrifar. ákvaröa hvenær konur eigi rétt á fæöingarorlofi. Ljóst er nú oröiö, aö kona, sem búin var aö fá synjun um slikt orlof hefur náö rétti sinum vegna skrifa blaösins. Viröist svo sem úthlutunar- nefndir einstakra verkalýösfé- laga hafi ekki túlkaö rétt ákvæöi laganna um fæöingarorlof, sem eru hluti af lögunum um at- vinnuleysistryggingar, og hefur þaö leitt til þess, aö konum hefur verið neitaö um slikt orlof. I þvi tilviki, sem varö tilefni umfjöllunar VIsis um þessi mál, hafði konu veriö neitaö um hálft fæðingarorlof, vegna þess aö hún heföi unniö fjóra og hálfan tlma á dag i staö fjögurra,aö sögn talsmanns verkalýösfélags hennar. Þetta mál er gott dæmi um þaö, hvernig fjölmiölar geta komiö einstaklingunum til hjálpar I baráttunni viö kerfiö og i samskiptum viö aöra aðila, þar sem þeir þurfa aö leita rétt- ar slns. En þaö er ekki einungis konan, sem hlut átti aö upphafi málsins, sem nýtur góös af þessu, heldur er stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóös aö láta kanna önnur hugsanleg tilvik, sem byggö eru á svipuöum mis- skilningi, þannig aö mun fleiri munu liklega njóta góös af þessu. Slik mál hafa lika alltaf þau á- hrif aö vekja lénsherra kerfisins sem oft komast upp meö aö láta einstrengingshátt og óliölegheit stjórna geröum sinum. ólafur Ragnarsson. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.