Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 9
vtsm Mánudagur 22. september 1980 Heimildamyndir þurfa ekki alltaf aö vera eintómt peningamál eöa atvinnubótavinna kvikmyndagerbarmanna, þœr geta verib áhrifameiri en dýrustu auglýsingamyndir. Laxinn eflir mannorö okkar Gerð heimildamynda hefur alveg verið i lágmarki hér á landi, þótt einstakar slíkar kvikmyndir hafi náð töluverðum vinsældum. Heimildamyndir eru skemmtilegt viðfangsefni# og oftar en hitt áhugaverðar. Þess höfum við dæmin m.a. frá Bretlandi, en þar hafa menn lagt sig mjög eftir gerð margvislegra heimildamynda með mjög góðum árangrí. Má raunar segja að Bretar hafi nokkra forustu um gerð þeirra. Þekktastir tökumenn heimildamynda hér á landi voru um langan aldur þeir óskar Gíslason, ósvaldur Knudsen, Vigfús Sigurgeirsson, og Magnús Jóhannsson og bárust sumar myndir Osvalds víða um lönd viðgóðanorðstír. Má raunar merkilegt heita hvað þessum mönnum og öðr- um, sem við gerð heimildamynda hafa fengizt, hefur tekist að gera,oft með heldur forneskjulegum tækjum og við slæmar aðstæöur. Eftir tilkomu sjónvarps hefði getað orðið breyting á þessu til batnaðar, en sú hefur ekki orðið raunin, enda hefur sjónvarpið mikið frekar keppt að því að tengja sig listum á sviði kvikmyndunar en heimildum, sem eiga þó einkar vel við í þeim miðli. Má vera að þar hafi ráðið miklu að hvorki hefur veriö til mannafli eða fé til að sinna hvorttveggja, bæöi listinni og heimildinni. N\1 er þab stabreynd, aö tölu- vert kostar aö gera heimilda- mynd, þótt þaö sé hvergi nærri eins dýrt og gera leikna mynd meö öllum þeim umbúnaöi sem henni fylgir. Heimildamyndir þýöir litiö að sýna i kvikmynda- húsum, og raunar er eina markaöinn fyrir þær aö hafa i sjónvarpi og á snældum. Heimildamyndir eru yfirleitt ekki lengri en nemur fimmtiu minútna sýningu, og svo þaðan af styttri, og miöaö við þá taxta sem gilda a.m.k. hér, er alveg vonlaust aö það svari kostnaði að fá hana sýnda. Annað og meira veröur aö koma til, og mætti i þvi sambandi hugsa sér aö útvarpsráö geröi samninga viö einstaklinga eöa fyrirtæki um gerö heimildamynda. Heimildamynd gerö samkvæmt samningi yröi auðvitað ekki dýrari en tilkostnaöi nemur. Aftur á móti mundi taka þeirra efla kvikmyndageröina, venja starfsmenn við þessa iöju, og heimildamyndir mundu koma sem þægileg viöbót viö þá kvik- myndagerö, sem nú er hafin af fullum krafti í landinu og er annars eölis. Hægt væri aö gripa til þeirra þegar stærri verkefni kölluöu ekki aö og framleiösla þeirra gæti ööru fremur orðið til þess aö kvikmyndagerð hér yröi nokkur atvinnuvegur. Tvær heimildamyndir á ári. Auövitaö yrði þaö aldrei nema takmarkaö, sem sjónvarpið gæti keypt af heimiídamyndum samkvæmt samningi. En ein til tvær slíkar myndir á ári gætu orðib sú lyftistöng, sem þessi grein kvikmyndalistar þarfnaö- ist. Það er þvi ástæöa fyrir út- varpsráð aö athuga þetta mál vel, ef þaö mætti veröa til þess aö náð yröi hagkvæmum samn- ingum um áhugaverð efni. Sjón- varpið eyðir miklu fé í stór verkefni, og skal þaö ekki lastað, og sýnir okkur svo ágætar erlendar heimilda- myndir. En það er alveg vist aö kvikmyndagerðarmenn, jafnt og áhorfendur, mundu fagna þvi aö eiga þess kost aö framleiöa eina til tvær innlendar heimildamyndir á ári. Þaö vill svo til aö hér er af nógu aö taka, og ætti því ekki að þurfa aö skorta verkefnin næstu árin. Og um fjárhæöir er það að segja, aö jafnvel væri hægt að hugsa sér aö gera fimmtiu minútna heimildamynd, sem þyrfti ekki aö kosta mikið yfir tuttugu milljónir. Má á þessu sjá aö út- varpsráö og sjónvarpið stæöu nokkurn veginn jafnrétt eftir, þótt slikur baggi yröi bundinn stofnuninni árlega kvikmynd- unum til ávinnings. Ekki er heldur fráleitt að hugsa sér aö hægt veröi aö selja erlendum sjónvarpsstöövum eitthvað af framleiöslunni. Eins og þessum málum er háttað nú, örlar varla á gerð heimildamynda, alveg eins og þarflaust sé aö lita við svo smáu. Breskur aðall. Þessar hugleiðingar eiga m.a. rætur aö rekja til kvikmyndar um lax og laxveiöar á íslandi, sem undirritaður sá nýlega, og gerö hefur veriö af tveimur ís- lendingum. Þessi mynd var aöallega tekin á árinu 1978, en litill hluti hennar tveimur árum áöur. Myndin uro laxinn var gerö án þess nokkur vissa væri fengin fyrir sölu hennar, og má Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur gerir að um- talsefni gerð heimilda- kvikmynda hér á landi og möguleika þá# sem eru á að koma slíkum myndum á framfæri erlendis. Hér þurfi aftur á móti að finna leið til að efla gerð þeirra. það kallast mikil bjartsýni. Siðan hefur þab gerzt, aö Björg- unarsjóöur Atlantshafslaxins i Bretlandi (Save the Atlantic Salmon Trust) hefur tekið þessa kvikmynd upp á arma sina, og hyggst nú sýna hana i Bretlandi og Kanada, þar sem áhuga- mannaklúbbar um laxveiðar og verndun laxins eru fjölmargir. Einnig er fyrirhugaö aö sýna myndina i sjónvarpi í báöum löndum. Til að gefa lesendum nokkra hugmynd um, hverjir standa aö þessari mynd i Bret- landi má geta þess aö þulur i henni er Arthur Ogiesby, kvæntur Alexöndru prinsessu, formála flytur dr. Wilfred Carter, formaður alþjóöasam- taka um vernd Norður-Atlants- hafslaxins. Brezka deild þess- ara samtaka er m.a. skipuö mönnum á borö viö (Douglas) Home lávarð, Hugh McKenzie og Cooper majór, sem hér haföi ár á leigu. islendingum hælt á hvert reípi. Aþessari upptalningu sést aö laxinn á marga mikilsháttar vini i Bretlandi ekki siöur en hér á landi. Og þaö hefur i langan tima skipt þjóðir, sem eiga lönd aö Atlantshafi, miklu máli aö laxinn nyti réttmætrar verndar. A þessu hefur oröiö mikill mis- brestur, sem kunnugt er. Nú vill svo til, aö hinir brezku aðilar vildu ekki nota uppruna- legan texta meö myndinni. Þeir vildu sjálfir fá að semja textann og segja til um hann aö flestu eöa öllu leyti. Framleiöendur, sem skuiduöu myndina aö mestu, töldu sig ekki vera i aö- stööu til aö mótmæla þvi aö textanum yröi breytt gegn góöu dreifingarboöi og nokkurri tekjuvon. En þeir bjuggust ekki viö að hann yröi á þá lund, sem hann siðar varö i höndum hinna brezku verndunarmanna. Sann- ast að segja roönáöi undirrit- aöur svolitiö undir lestrinum, þvi i textanum var ausiö sliku lofi á Islendinga fyrir framsýni þeirra hvaö vöxt og viögang laxins snertir, aö óvist er hvort nokkurn tima veröi eins vel um okkur taiaö i öörum málum. Menn eru stundum aö tala um landkynningu og eru að láta út- lendinga taka dýrar myndir I þvi skyni. Þá eru yfirleitt nógir peningar til. 1 laxamyndinni fær þjóöin mesta hól, sem hún hefur nokkurn tima fengið fyrir góöa meöferö á laxastofninum, og þaö hefur ekkert kostaö okkur nema fjárhagsáhyggjur tveggja manna, sem uröu svo djarfir aö leggja út i gerö heimilda- myndar. Lög til fyrirmyndar. Þaö er aö visu rétt, að viö sýndum mikla framsýni hvaö vernd laxastofnsins snertir, þegar lax- og silungsveiöilögin voru sett áriö 1932. Þýöingar- mesta ákvæöi þeirra laga þá var bann viö laxveiði í sjó. m Ekkert hefur fariö eins illa meö ■ laxastofninn i Atlantshafinu, ab I undanskilinni mengun, en ein- ■ mitt laxveiöi i sjó. Norðmenn mega nú horfa upp á ár sinar hálftómar, og þar viröist ekki I hægt af pólitiskum ástæöum aö ' banna sjóveiðina, vegna þess aö I nú oröiö lifa alltof margir á henni. Og hvarvetna annars staöar er laxveiði i sjó leyfö, eöa hefur veriö leyfð til skamms I tima. Þaö heyrist á Bretunum aö þeir telja bann okkar mjög | þýðingarmikiö atriöi, og hæla okkur á hvert reipi fyrir lax-og | silungsveiöilögin. Þeir vita auö- i vitaö minna um þaö, aö laxveiöi I hefur veriö stunduö hér undan m ströndinni til skamms tima ■ a.m.k., og gengiö erfiðlega aö fá m yfirvöld á hverjum staö til aö I hamia gegn þeim lögbrotum. i| Til verndar konungbornu kyni. Myndin um laxinn, sem er fyrst og fremst heimildamynd, hefur meö þessum hætti oröiö hin heppilegasta kynning á verndaraögeröum hér á landi til viöhalds laxastofninum. Þessi mynd á eftir aö fara um allar Bretlandseyjar og Kanada og ef til vill viðar, fyrst svo er komiö aö margir af helztu mönnum Breta hafi tekiö aö sér að koma henni á framfæri. Minnstu munaöi aö Charles erföarprins flytti formálann aö henni. Og þaö er satt aö segja ánægjulegt aö myndin skuli veröa til aö vekja athygli á þvi sem bezt hefur veriö gert hér á landi af framsýnum mönnum til verndar hinu konungborna kyni Atlantshafsins. Nóg hafa nú mistökin veriö samt hjá okkur hvað snertir eflingu ferskvatnsfisks og I fiskirækt. En á laxamyndinni sést aö heimildamyndir þurfa ekki alltaf aö vera eintómt peninga- mál eöa atvinnubótavinna kvik- my ndagerðarmanna, sem stundum hafa ekki alltof mikiö aö gera. Þær geta veriö mikiö áhrifameiri en dýrustu auglýs- ingamyndir, og þær flytja ákveöinn málstað og ákveöin verk til milljóna manna, takist vel til. Þess vegna þarf aö finna leiö til að efla gerö þeirra, komi fram góöar hugmyndir, sem ýmist geta orbið forvitnileg viö- fangsefni eöa eflt vitund ann- arra um land og þjóö. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.