Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 12
4-++++++-M- +-+++++-M-+-M-4- Mánudagur 22. september 1980 F/3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Deildarverkfræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða raf- orkuverkfræðing til að veita verkfræðideild forstöðu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfsmannastjóra/ Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,4. hæð,simi 18222. Umsóknarfrestur er til 30. september 1980. ++♦♦++ + ♦++♦♦♦♦+♦♦+ MMMMMMMMMMMM + Smurbrauðstofan m BJORIMirSJN Njálsgötu 49 — Simi 15105 ; „Enginn islendlng- : : ur er hæfur sem ! ! prðfessor í dönsku": Cr hinum vistlegu salarkynnum Vesturslóöar.lVIsismynd EE). „Frá þvi aft prófessorsstaöa i dönsku var stofnuð hér, hefur aldrei fengist hæfur maður i hana”, sagði Guðmundur Magnússon háskóiarektor i samtali við Vfsi, en nýráöinn iektor við deildina,Peter Söby, starfar sem nokkurs konar stað- gengill prófessors. Aö sögn Guðmundar Magnús- sonar var staða þessi stofnuð fyrir um 15 árum og enginn hæf- ur íslendingur hefur sótt um hana frá þeim tima. „Mér þykir það miður, að enginn skuli hafa farið meir út i þetta nám. Maður hefur að visu heyrt um Islendinga sem gætu verið hæfir en hafa ekki sótt um, en sennilega er enginn hæfur fyrst að það hefur ekki komið i ljós á þetta mörgum árum”, sagði Guðmundur ennfremur. . Eins og kunnugt er hefja Is- lendingar mjög snemma nám i dönsku og má furðu sæta að enginn skuli hafa lagt þetta nám svo itarlega fyrir sig, að hann teljist hæfur i prófessorsstöð- una. —AS. Vesturslóð. nýr veitingastaður í Reykjavík Vínveitlngaleyflð á næstu grðsum Nýlega var opnaður nýr veit- ingastaður i Reykjavik undir nafninu Vesturslóð. Hann er til húsa að Hagamel og eigendur eru bræðurnir Sigurður og Anton Viggóssynir. Innréttingar allar eru i ame- riskum stíl, svo og innihald mat- seðilsins, en þar er fitjað upp á ýmsum nýjungum, sem ekki hafa áður verið á boðstólum á öðrum veitingastöðum borgarinnar. „Viö erum mjög ánægðir með aðsóknina enn sem komið er”, sagði Sigurður i samtali við Visi, „og á næstu dögum munum við að öllum likindum fá vinveitinga- leyfi”. „Við erum með margar nýj- ungar á matseðlinum meðal ann- ars hrátt hangikjöt, hörpuskel- fisk, djúpsteiktan skötusel, gellur og lúðukótelettur. Siðan erum við með fjölbreytt úrval kjötrétta, svo sem aligrisalundir, tornedo, og ameriskt grill, en þar eru allar tegundir af steikum, til dæmis minútusteik, piparsteik og fleira og fleira. A matseðlinum er ætið tilgreint allt, sem við á að éta með réttun- um og verðinu stillum við mjög i hóf”, sagði Sigurður ennfremur. Yfirkokkur Vesturslóöar er Anton Viggósson, og staðurinn er opinn alla daga frá klukkan 11 til 23.30 á kvöidin. —KÞ Níllán banasiys I umlerðlnni: Mun fielrl karlmenn slasast en konur I lok ágúst höföu orðið alis 19 dauðaslys i umferðinni það sem af er þessu ári en banaslysin voru 11 á sama tima i fyrra. Slys með meiðslum voru i lok ágúst orðin 317 en voru á sama tima i fyrra 320. Þessar upplýsingar koma fram i bráðabirgðaskrán- ingu umferðarslysa, sem gerð hefur verið á vegum Umferöar- ráðs. I skýrslunni kemur fram, að umferöarslys i þéttbýli eru á- berandi tiðari en i dreifbýli en i lok ágiíst voru þau orðin 253 i þéttbýli en 83 i dreifbýli. Þá kemur einnig fram, að mun fleiri karlmenn hafa slasast i umferðarslysum en konur,en þar eru hlutföllin 304 karlar en 165 konur. I ágúistmánuöi einum urðu slys með meiðslum 39 talsins og þar af tvö dauöaslys. Árekstrar þar sem einungis varð eignatjón voru i ágúst 542. Reykjavik hefur hæst hlutfail i slysatiðni og aldurinn 17-20 ára viröist einkum varhugaverður hvað varðar slysahættu, sam- kvæmt skýrslu Umferðarráðs. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.