Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 30
vlsm Mánudagur 22. september 1980 Dodge Royal Monaco árg. 1976 ekinn 40 þús. km Sérlega fallegur og vel með farinn glæsivagn. Allar nánari upplýsingar Ármúla 7 — Sími 81588 ■; fWVWWIWWWW Nauðungaruppboð sem auglýst var í 100., 103. og 108. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á eigninni Hellisgata 25, Hafnarfirði, þingl. eign Val- geröar Björgvinsdóttur fer fram eftir kröfu Landsbanka lslands á eigninni sjálfri fimmtudag 25. sept. 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð anjnaQ og siðasta á eigninni Hamarsbraut 9, neðri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Þorleifssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 25. september 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108. 1979 1. og 5. tölublaði Lögbirtinga- hlaðsins 1980 á eigninni Asparteigur 1, Mosfellshreppi þingl. eign. Björns Gislasonardb.,fer fram eftir kröfu Inn- heimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriöjudaginn 23. sept. 1980 kl. 15.30. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. 30 ..Ritstjóri Alþýðublaðsins hefur I þessu máli sýnt, að hann er fyrst og fremst málsvari þeirra, sem kapltalið eiga...” staða Fiugieiöa - sjúkleiki Jóns Hannibalssonar Mikið fjaðrafok hefur verið aö undanförnu út af málefnum Flugleiða. Þó hagur Flugleiða og flugsamgöngur við útlönd hangi vissulega saman þá hefur miklu meira veriö um rætt hvernig Flugleiðir standa helduren hina almennu þýðingu sem öruggt millilandaflug hefur fyrir þjóðarhag. Menn hafa rok- iö upp til handa og fóta og brigslað öðrum um aö þeir vilji drepa Flugleiöir, annað skipti ekki máli. Menn verða að gera sér grein fyrir þvi aö þeir erfiðleikar sem nú koma upp á yfirborðiö i rekstri Flugleiða eru ekki nýir af nálinni. Þeir hófust strax viö sameiningu Flugfélagsins og Loftleiöa. Rikiö gekkst fyrir þvi að þessi félög yrðu sameinuð. En rikið vann þar ekki nema hálfverk. Sameiningin varð ekki nema nafnið tómt. Ekki var sjáanlegt að neinn verulegur sparnaður yrði af þessari sameiningu og olli þar fyrst og fremst ósamkomulag um hver hlutur hvors félags ætti að vera. Flugfélagsmenn stóðu þar miklu betur saman en Loftleiða- menn voru óánægðir með sinn hlut og innbyrðis ósammála. Af þessum einföldu ástæðum var ekki hægt að koma við veruleg- um breytingum til hagræðis. Aö þessu leyti var fyrirtækið látið reka á reiðanum. Og nú var allt aö stoppast. Þá fyrst reif forystan sig upp i þaö að reyna að gera eitthvað og ætlaði sér að gera þaö að mestu án samráðs við starfsfólkið og láta kné fylgja kviði. En nú var þetta of seint. Timinn sem félagið hefði þurft að nota til þess að aölaga sig breyttum aðstæöum var liðinn. Fjárfestingar A meðan á þessu stóð voru eignaraðilar i Flugleiöum önn- um kafnir við aö stofna dóttur- fyrirtæki úti í heimi. Þaö læðist aö sá grunur að þeir hafi með þeim hætti verið aö bjarga sinu skinni eignalega séö. Það er reyndar furða að samgöngu- ráðuneytiö skuli ekki hafa óskað eftir rannsókn á þvi nú hve miklir fjárflutningar hafi átt sér staö úr rekstri Flugleiöa til útlanda i þessu skyni. Flugleiðir hafa einnig staðið i umfangs- miklum rekstri öörum og bund- iö i honum mikið fjármagn. Þar er fyrst aö nefna hótelrekstur, en þeir reka tvö hótel i Reykja- vik og eru eignaraðilar aö hótel- um annars staðar á landinu. Þeir reka lika umfangsmikla bilaleigu. Skyldu ekki þeir fjármunir sem þarna hafa veriö festir betur hafa verið notaðir til þess aö bæta aðstööu til aö ann- ast samgöngur? Viða annars staðar eins og td.i Bandaríkjun- um er flugfélögum bannaö að hafa með höndum slikan hliðar- neöanmóls Kári Arnórsson fjallar um mál- efni Flugleiða, ákvarðanir rikisstjórnarinnar til þess að styrkja stöðu fyrirtækisins og afstöðu Alþýðuflokksins og mál- gagns hans til félagsiegrar aðildar að Flugleiðum. rekstur. Slikt skapar lika mikla einokunaraðstöðu gagnvart ferðamönnum. En rikisstjórn islands sem er að bjóðast til að leggja hluta af skattbyrði íslendinga i tap- rekstur Flugleiða gerir engar kröfur til þess að þessir þættir séu athugaðir. Og stjórnarand- staöan brýst um á hæl og hnakka til að verja eignamenn- ina I Flugleiðum. Sjúklegt hatur Morgunblaðið og Jón Baldvin Hannibalsson hafa gengið lengst i þvi að berjast gegn athugun á starfsemi Flug leiða.Afstaða Morgunblaðsins er skiljanleg þvi eigendur þess eru jafnframt stórir eignaraöil- ar að Flugleiðum. Þeir hafa lika alltaf verið þvi fylgjandi aö tap stór-fyrirtækja væri þjóðnýtt án þess að rlkiö fengi nokkuð að hafa afskipti af rekstrinum. Þetta er alþekkt dæmi m.a. úr útgerð og fiskvinnslu. Hinu hljóta menn aö veröa meira hissa á aö ritstjóri Alþýöublaösins skuli vera á algerum mála hjá Morgun- blaösmönnum aö þessu leyti. Hann hefur i skrifum sinum i þessu máli, og reyndar fleirum, sýnt þaö aö hann er fyrst og fremst málsvari þeirra sem kapitaliö eiga. Hann hefur nú pint þingflokk Alþýöuflokksins til þess aö lýsa þvi yfir að þeir séu á móti opinberri rannsókn á málefnum Flugleiöa. Þetta ger- ir þingflokkurinn þrátt fyrir aö talsmenn hans hafi sinn eftir sinn talaö um það i þingsölum að nauðsynlegt sé að koma upp opinberum rannsóknarnefnd- um. Þetta er gert i skjóli frumhlaups Baldurs óskars- sonar. Auövitað var sjálfsagt að skamma Baldur. En krefjast þess aö samstarfsflokkar Alþýöubandalagsins slitu sam- starfi viö þaö i rikisstjórn vegna ummæla Baldurs er sjúklegt. Þetta er sjúklegt hatur Jóns Hannibalssonar á Alþýðu- bandalaginu og öllu sem þvi viö kemur. Þaö kemur nú fram i Flugleiöamálinu og þaö löngu áöur en tillögur rikisstjórnar- innar lágu fyrir. Þaö birtist reyndar i flestum skrifum rit- stjórans. Afleiöingarnar veröa svo þær aö lyfta Alþýöubanda- laginu upp á stall. 1 umræðúnni um Flugleiöamálið er Svavar Gestsson félagsmálaráöherra á margfalt hærra plani heldur en Jón Baldvin. Svavar fór ekkert dult með aö Alþýðubandalagiö vildi félagslegan rekstur á flug- samgöngunum en sagði jafn- framt aö slikt væri ekki til um- ræöu nú heldur væri verið að fjalla um aöstoð við núverandi rekstur Flugleiða. En þing- flokkur sem kennir sig við alþýðuna lét pina sig til aö lýsa andstöðu viö félagslega aöild, en þó mætti rikið taka á sig greiöslur aö þvi marki aö það yrði óviðráðanlegt, og vera á móti opinberri rannsókn. Þessi samþykkt hlýtur að lifa lengi. Kári Arnórsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.