Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 31
Mánudagur 22. september 1980 Umsjón: Axel Ammendrup POPP Þaö er rétt að minna popp- áhugamenn á poppþætti dagsins, en þeir eru hvorki fleiri né færri en tveir i dag! Þorgeir Ástvaldsson sér um þáttinn „Popp”, sem er á dagskrá kíukkan fimmtán (þrjú), og i kvöld klukkan 20:40 sér Hildur Eiriksdóttir um þáttinn „Lög unga fólksins”. * Hér er stutt í það að hinn siungi fyrirliði Roiiing Stones, Mick Jagger, missi niður um sig, en fuiivíst má telja að lag þelrra Emotional Rescue hljómi i lögum unga fóiksins i kvöld. Siónvarp kl. 22. Hnignun og hrun Brelaveldis „I þessari mynd eru leiddar likur aö þvi, aö Bretar séu nú á leiö inn i mikla kreppu, sem ekki gefur eftir kreppunni sem varö upp úr 1930”, segir Sonja Diego, en hún þýöir breska heimildamynd sem nefnist „Hrun Bretaveldis” (Decline and Fall). „Þaö er hópur hagfræöinga, sem kennir sig viö Cambridge, sem kemur fram i myndinni. Hópurinn hefur starfaö saman i mörg ár og gefur árlega út spár um efnahagsþróunina á komandi mánuöum og árum. Þessir hagfræöingar hafa þótt mjög svartsýnir i spám sin- um, en þvi mibur fyrir breskt efnahagslif — yfirleitt nokkuð sannspáir. Þeir spá þvi sem sagt núna, að stefna sú, sem rikisstjórn Margaret Thatchers fylgir, og er mjög i anda Milton Fried- mans, muni leiöa Breta út i miklar ógöngur og jafnvel efnahagslegt hrun”, sagöi Sonja Diego. — ATA útvarp 10.00 Fréttir. 10.10 VeÖur- fregnir. 10.25 lslenskir elnsöngvarar og kórar syngja. 11.00 Morguntónleikar. Kvartett Tónllstarskólans i Reykjavik leikur 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vebur- fregnir. Tllkynningar. Tónleikasyrpa. Leikin létt- klasslsk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 M iðdeglssa gan : „Slgurður smali” eftir Benedikt Gislason frá Hof- teigi Gunnar Valdimarsson les fyrsta le9tur af fjórum. 15.00 Popp. Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tdnleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. Gerard Souzay syngur arfur úr óperum eftir Lully með Ensku kammersveitinni, Raymond Leppard stj. / Louis Kaufman og George Alés leika meö L’Oisseau- Lyre hljómsveitinni Kon- sert nr. 4 i B-dtlr fyrir tvær fiölur og hljómsveit eftir Giuseppe Torelli, Louis Kaufman stj. / Eugenia Zukermin, Pinchas Zuker- man og Charles Wadsworth leika Trlósónötu i a-moll fyrir flautu, fíölu og sembal eftir Georg Philipp Tele- mann / Rosalyn Tureck leikur á sembal Ariu og til- brigbi og Tambourin eftir Jean-Philippe Rameau / Leon Goossens og Filharmoniusveitin i Liver- pool leika óbdkonsert i c- moll eftir Domenico Cimar- osa: Sir Malclom Sargent st j.. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (23). 17.50 Tdnleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldisns. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 (Jm daginn og veginn. Þorsteinn Ingi Sigfússon eölisfræðinemi talar. 20.00 Aö skoða og skilgreina. Þátturinn var áöur á dag- skrá I mars 1975. Stjórn- andl: Björn Þorsteinsson. Rætt viö nokkra unglinga um gildi iþrótta, áhuga- mennsku og keppnisiþróttir o.fl., — einnig viö Jtín Asgeirsson og Bjarna Felix- son. 20.40 Lögunga fólkslns. Hildur Eiriksdóttir kynnir. 2Í.45 Ctvarpssagan: „Hamraðu járniö” eftlr Saui Bellow Arni Blandon les þýöingu sina (7). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Raddlr af Vesturlandl. UmsjónarmaÖur þáttarins, Arni Emilsson i Grundar- firöl, talar viö Zdphania9 Pétursson á Arnarstapa um Snæfellsjdkul og áhrif hans. 23.00 Kvöldtónlelkar. Barokk- sveitin i Lundúnum leikur, Karl Haas stj. a. Litil sinfónia eftlr Charles Goun- od. b. Serenaöa i d-moll op. 44 eftir Antonin Dvorák. . 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvaip 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 tvar Gull Sænsk teikni- mynd. Ivar er einn af þess- um náungum, sem taka stórt upp i sig og veröa aö taka afleiðingunum (Nord- vision — Sænska sjón- varpiö) 20.40 lþróttir Umsjónarmaöur Jón B. Stefánsson. 21.15 Styrjaldarbarn Finnskt sjónvarpsleikrit, byggt á bók eftir Annu Edvardsen. Höfundur handrits og leik- stjóri Eija-Elina Bergholm. Aöalhlutverk RitVa Veps'á, 22.40 Hrun Bretaveldls (Decline and Fall) Bresk heimildamynd. Stefna sú, sem rikisstjórn Margaret Thatcher fylgir, er mjög I anda Nobelsverölaunahaf- ans Miltons Friedmans. Ýmsir hagfræöingar telja nú, aö hún muni leíða Breta út i miklar ógöngur og jafn- vel efnahagslegt hrun. Þýö- andí Sonja Diego. 23.10 Dagskrárlok NEYTENDUR: HÆTTIÐ AÐ KAUPA KJÖTIÐ Þá er farið að hækka kjötið á mánaöarfresti. Og þegar kaup- menn bjóða nú kjöt á gamla verðinu, má allt eins búast við aö þar sé týnda kjötið á ferðinni, sem hvarf fyrir næstsiðustu hækkun, en er nú selt á mánaðargömlu verði. Allir sjá að svona hringavitleysa veröur að taka enda. Ekki er endaiaust hægt að ieggja skattfé lands- manna í auknar niöurgreiðslur, enda virðist nóg með skattfé að gera, þótt það iendi ekki ailt f roilukjötinu. Stórfelldar hækkanir á kjöti á mánaðarfresti er slik óhæfa, aö engu tali tekur. Neytendasam- tök þykjast starfa hér I landinu, en það örlar aldrei á þeim nema í sæmilega kyrrum hiéum milii verðhækkana. Nú er kjörið tækifæri fyrir neytendasamtök- in að skipuleggja stöðvun á kaupum landbúnaðarvara frá rollubændum. Það er vel hægt að vera án kindakjöts í svona þrjár vikur, og nota þá heldur kjúklinga ogsvinakjöt á meðan. Einhvers staðar verða stjórn- endur þjóðarinnar að finna, að ekki er hægt að verðleggja kindakjöt að geðþóttalögum ár ogsið án mótmæia. Og hvergi er hægt að koma við neinni um- talsverðri stöðvun á þessari þróun nema einmitt með vei skipulögöum neytendamarkaði. Og þar eiga Neytendasamtökin að Iáta til sfn taka. Þau eiga að skipuleggja aðgerðir og gera sex daga vikunnar að fisk-eða grænmetisdögum og einn dag vikunnar að kjötdegi, að undan- skiidu þvi að ekki skuli keypt rollukjöt. Meö þannig aðgerðum gæti vel hugsast að eitthvaö þrengd- ist um sjálfvirknina hjá þeim aðilum, sem alltof lengi hafa vanist því aö taka sjálfir sinn rétt til launa. Vei mega iaunþegar hafa i huga, að ekki þurfa rollubændur að berjast vikum og mánuöum saman fyrir viðurkenningu á þörfinni á hækkun launa. Þeir taka þessa hækkun með sjálfdæmum mán- aðarlega ef þeim þurfa þykir. Nú vill svo til að kjöt er markaðsvara. Enn standa ekki kommissarar bændasamtakana inná heimilunum til að tryggja að þar sé borðað nóg af rollu- kjöti. Og af þvi um markaðs- vöru er að ræða ættu neytendur að eiga auðvelt með að ganga fram hjá rollukjötinu i frysti- gámum stórverslananna, og fá sér heldur eitthvert annað kjöt- meti. Það mætti byrja þessar aðgerðir einhvern daginn núna f vikunni, t.d. á miðvikudag, og láta þær standa í þrjár vikur til að byrja með. Veröi ekki orðið við lagfæringum, nota bene ekki lagfæringum, sem felast í því að greiða skattfé fyrir roliukjötið, má vel hugsa sér að framlengja kaupstöðvunina á roilukjötinu enn um nokkurn tima. Eins og þessi mál horfa nú við litur helst út fyrir að fram- leiðsluráð og rikisstjórn gangi út frá þvi sem visu aö neytendúr séu helberir aumingjar, sem megi sýna hvað sem er. Það er þeim mun brynni nauðsyn að setja á kaupstöðvun, þar sem ljóst er að samningar milli vinnuveitenda og launþega eru hvergi nærri komnir i höfn. Ætli væriekki nærað reyna aðleysa kaupgjaidsmái iaunþega áður en farið er aö hækka iand- búnaðarvörur upp úr öllu valdi I annað sinn á einum mánuði. En auðvitað er ekkert hugsað um það að launþeginn eigi þess einhvern kost aö kaupa hiö dýra rollukjöt. Roilan hefur algjöran forgang f þjóðfélaginu eins og alkunna er, og hverju máii skipta þá tugir þúsunda iaunþegaheimila i landinu. Það er m.a. af þessum ástæðum sem Neytendasamtökin eiga að til- kynna kaupbann 1 fjölmiðlum án tafar. Ekki stæði á fólki að hlýða þeim fyrirmælum, enda væri það þá visst um, að vegna tilkynninga Neytendasamtak- anna stæðu allir neytendur aö kaupbanninu. Og þótt svo ólfk- lega færi að stjórnvöld tækju ekkert tillit til þeirrar samstöðu sem næðist, mundi samstaöan f sjálfusér veita styrk i frekari á- tökum neytenda við úrræðalaus stjórnvöld og frekjulið markaðsmála. Nú er lag fyrir Neytendasamtökin, og engin á- stæða er lengur til linkindar. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.