Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 32
wtsm Mánudagur 22. september 1980 síminn eröóóll Veðurspá dagsíns Búist er við stormi á suð- vesturmiöum en 400 km SV i hafi er 970 mb. lægö, sem þok- ast NV, en minnkandi 1016 mb. hæðahryggur skammt norður af landinu. Hlýtt veröur áfram um allt land. Suðurland og SV miö: Suöaustan hvassviöri eöa stormur á miðunum. Viöa rigning. Faxaflói- Brciöafjöröur: All hvass eöa hvass s-austan, viöa rigning. Vestfiröir: Vaxandi S-a átt. Stinningskaldi þegar liöur á morguninn. Siild eöa rigning, einkum sunnan til. Noröurland: Suöaustan og sunnan gola eða kaldi. Skýjaö en úrkomulaust aö mestu. Austurland aö Glettingi: Sunnan gola eöa kaldi sumstaöar léttskýjaö til landsins, en skýjaö á miöum og viö ströndina. Suöausturland: Austan og suöaustan kaldi eða stinnings- kaldi. Viöa þoka eöa súld, einkum vestan til. Veðrið hér ogpar Klukkan 6 i morgun: Akureyri, léttskýjað 8, Hel- sinki léttskýjaö 7, Kaup- mannahöfn þokumóða 12, Rcykjavik, skýjaö 12, Stokk- hólmurþoka 12, Þórshöfn, al- skýjað 10. Klukkan 18 í gær: Aþena heiöskirt 23, Berlin þoka 17, Chicagoléttskýjaö 24, Feneyjar þoka 22, Frankfurt skýjaö 21, London hálfskýjað 18, Luxemburgskýjaö 17, Las Palmas skýjaö 22, Montreal skýjaö 17, New York heiðskirt 28, Róm þoka 22, Vin þoka 16, Winnepeg úrkoma 16. Loki segir Þeir sem sjá um póstinn i utanrikisráöuneytinu spyrja nú alltaf þegar þcim eru af- hent bréf til Frihafnarinnar: — A að senda þessi bréf eöa geyma? Nýtt verð á Kindakjðti: Kostnaöur viö slátrun yfir 10 milljarðar Samkvæmt upp- lýsingum Agnars Guðnasonar, forstöðu- manns Gpplýsinga- þjónustu landbúnaðar- ins, er áætiað að um 12.500 tonn af kinda- kjöti komi nú á markaðinn, og er það rúmlega 2600 tonnum minna en i fyrra. Heildarkostnaöur við slátrun, þar sem meðal annars eru inni- falin veröjöfnunargjöld, heild- sölukostnaöur og skattar, er um 720 kr. á hvert kiló. Heildar- kostnaöur slátrunar er þvi 9 milljaröar og viö þaö bætist kostnaöur við vinnslu á gærum sem er rúmir 1,3 milljaröar. Heildarkostnaöur viö slátrun fer þvi yfir 10 milljarða. Beinn kostnaöur viö slátrun að frádregnum hinum ýmsu gjöldum er hins vegar áætlaður 300krónur á kg af kindakjöti og 250 krónur á hvert gærukiló. Beinn kostnaöur er þvi yfir 4 milljarðar. Eins og Visir skýrði frá á föstudag, nemur hækkun á dilkakjöti, sem gengur i gildi i dag, 16-27%. 1 dag mánudag, kostar þvi súpukjöt frá 2.172 krónum upp i 2.582 krónur hvert kg. Niðursöguð og heil læri kosta 3.183 krónur hvert kg. Kótelettur kosta 3.451 krónu kg og heilir skrokkar sem skipt er eftir óskum kaupandans kosta nú 2.424 krónur kg en smásöluverð á ósundurteknum skrokkum er 2.239 krónur á hvert kg. Heilslátur meö sviðnum haus, 1 kg af mör og ódýrustu um- búöum kostar nú 2.528 krónur kg- —AS Fjölmargir áhorfendur fylgdust meö tilþrifamiklum torfæruakstri sem fram fór IGrindavik um helgina. Sjá nánar ábls.6. (Vfsism.KAE) UTANRÍKISRÁÐHERRA LUN: STYRKJUM EKKI ERLENT FÉLAG TIL LANGFRAMA! Barthel, samgönguráöherra Luxemborgar, sagöi á blaöa- mannafundi i Lux, aö hann teldi talsverðar likur á aö Flugleiöir héldu áfram Atlants- hafsfluginu i eitt ár enn. Hins vegar væri þaö eini raunhæfi möguleikinn til aö reka þessa leiö meö hagnaöi að sameina flug meö vörur og farþega og DC-8 þotur Flugleiöa nægöu ekki til sliks flugs. Þá kom fram aö Luxair heldur áfram athugunum á þvi hvernig halda má uppi flug- rekstri á þessari leið en niður- staöa þeirrar athugunar er ekki væntanleg fyrr en i lok október. Engar yfirlýsingar voru gefnar um hvaö Luxemborg- arar geröu, ef Flugleiöir teldu sig ekki getaö haldið áfram fluginu. Meöan beöiö er svars Flugleiöa eru engar slikar yfir lýsingar gefnar og jafnvel er taliö liklegast aö beöið veröi meö ákvaröanir þar til fyrir liggur svar frá Luxair. Meö Barthel á fundinum var Gaston Thorne, utanrikisráö- herra, og kom fram hjá þeim að rikisstjórnin væri ekki tilbúin til aö styrkja erlent flugfélag til langframa. Oöru máli gegndi um fjárfestingu i nýju flug- félagi, sem gæti sýnt fram á aö hægt væri að halda flugi á þess- ari leið úti án mikiis halla. Fresturinn til aö leysa vanda- mál flugsins milli Luxemborgar og Bandarikjanna er orðinn mjög skammur. Sagöi Barthel á blaðamannafundinum aö Flugleiöir hefðu skýrt islensku rikisstjórninni allt of seint frá þvi, aö erfiöleikarnir væru orðnir svo miklir að hætta yröi fluginu frá og meö 31. október. —SG Banaslys í ReykjavíK: ÚK Útí nöinina og drukknaði Banaslys varð aðfara- nótt sunnudags er 25 ára gamall maður ók út i höfnina i Reykjavik og drukknaði. Það var um fjögurleytið á sunnudagsmorgun aö lögreglan tók eftir bil sem var ekið nokkuð greitt i miðbænum. Héldu lög- regluþjónarnir á eftir bilnum og sáu þeir þá er hann fór fram af bakkanum fyrir framan Hafnar- húsið. Froskmenn fóru strax niður tii aö leita mannsins en þegar þeir komu að honum i bilnum var hann drukknaður. Hann hafði verið einn i bilnum. Rannsókn þessa máis erekki að fullu lokið og ekki er enn hægt að gefa upp nafn mannsins. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.