Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 1
 fe*8 Þriöjudagur 23. september 1980/ 225. tbl. 70. árg. r ^FÍak Tlugvélarinnar TFHrFo lannst í snVtTpöíumTiTíoum "* Smjörfjalla klukkan 6.33 í mopgun: Flugmaður 09 tveir far- pegar fórust er vélin skall í bverhnípt bergið Flak flugvélarinnar TF-RTO fannst í hlíðum Smjörfjalla suður af Vopnafirði klukkan 6.33 í morgun. Flugmaðurinn og báðir farþegar voru látnir þégar áð var kom- ið. Flakið fannst úr leitarflugvél en fyrstu björgunarmennirnir voru komnir á staðinn tveimur tímum siðar. Nöfn hinna látnu voru ekki gef in upp í morgun, en farþegarnir komu um borð í flugvél- ina á Vopnafirði. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Egilssonar, flugum- ferðarstjóra á Egilsstöðum, var Islander vél Flugfélags Austur- lands i áætlunarflugi er slysiö varð. Vélin fór upp klukkan 13.20 i gær, i áætlunarflug Vopna- fjörður — Bakkaf jörður og aftur tilEgilsstaða. Um klukkan 15.00 átti vélin að vera komin til Egilsstaða en þegar svo reynd- ist ekki, var þegar farið að grennslast fyrir um vélina, að sögn Gunnars. „Veður var ágætt á Egilsstóð- um en það er ljóst að á þvi svæði sem vélin brotlenti, var þung- skýjað'Slydda og hvassviðri", sagði Gunnar Egilsson enn- fremur. Að sögn JóhannsD. Jónssonar umdæmisstjóra Flugleiða á Austurlandi, var flugmaður vélarinnar búinn að starfa hjá Flugfélagi Austurlands um tveggja ára skeið, á þessu svæði og með umrædda vél, sem er 10 manna. Umfangsmikil og erfið leit Þegar vélin kom ekki til Egilsstaða á réttum tima hófst eftirgrennslan. Flugvél Land- helgisgæslunnar var á flugi ekki langt frá þessum slóðum og heyrði áhöfn hennar i neyðar- sendi hinnar týndu flugvélar. Benti allt til að hún hefði lent i hlíðum Smjörfjalla suður af Vopnafirði. Björgunarsveitir af Héraði, Vopnafirði og viðar bjuggust þegar til leitar. Leit úr lofti var ekki framkvæmanleg i gær vegna ókyrrðar og þoka huldi efstu hliðar Smjörfjalla. Um 50 manns tóku þátt I leit- inni i gærdag og nótt. Voru öll hugsanleg farartæki notuð af leitarmönnum, bilar, dráttar- vélar, snjóbílar og hestar, en aðstæður voru allar hinar verstu, hvasst og hriðarveður. Flakið finnst 1 morgun var skyggni orðið skárra og fóru þá flugvélar á loft til leitar. Komu menn úr vél frá Flugfélagi Austurlands auga á flak TF-RTO i snarbröttum hliöum Smjörfjalla i um 1200 metra hæð kl. 6.33. Björgunarþyrla frá varnar- liðinu hafði beðið tilbúin I alla nótt og fór hún þegar i loftiö er fréttist af fundi vélarinnar. Lenti þyrlan i um mflu fjarlægð frá slysstaðnum, en þar er um 70 gráða halli. Tveir Islendingar og þrir Bandarikjamenn voru um borð i þyrlunni og klifu þeir snarbratt bergið að flakinu. Er þangað kom var enginn með lífsmarki og hafði flugvélin rekist þarna á snarbrattan klettavegg. Sem fyrr segir var veður slæmt á þessum slóðum um það leyti sem flugvélin fórst. —AS/ATA B B B B B B B B B fl m eiui( Flugvélin sem fórst, en hún var af gerðinni Britten Norman Islander, 10 manna. Prentarar fara sér íisgt: Engin helgarblðð? #/Það var rætt við fólkið í gærkvöld og þvi gerð grein fyrir hversu alvarlegar þessar deilur væru/sagði olafur Emilsson, formað- ur Hins íslenska prentara- félags/ í viðtali við Vísi í morgun. 1 gærkvöld áttu forystumenn fund með prentiðnaðarfólki i blaðaprentsmiðjunum, þar sem málin voru rædd og var ákveöið þar, að prentarar færu sér hægt i starfi, þar til verkfall hæfist nk. föstudag. Er þetta gert til að helgarblöð dagblaðanna veröi ekki unnin jafnhliða öðrum blöð- um þá daga, sem eftir eru, þar til verkfall hefst. Allt útlit er þvi fyrir, aö engin helgarblöð komi út að þessu sinni. „Menn vinna þau blöö, sem koma út dagana fyrir verkfall, en ég býst ekki við, að þeir séu að vinna blöð, sem eiga að koma út verkfallsdagana, þ.e. helgarblöö- in", sagði Ölafur Emilsson. Verkfallið i blaðaprentsmiðjun- um hefst sem áður sagði á föstu- dag og stendur yfir laugardag og mánudag. —JSS Landsbankamálið: Málflutning- ur enn ekki ákveðinn Enn hefur ekki fariö fram mál- flutningur i máli ákæruvaldsins gegn Hauki Heiðari, sem uppvis varð að stórfelldum fjárdrætti i Landsbanka tslands i desember 1978. Rikissaksóknari gaf út ákæru á hendur Hauki Heiðari 12. mars 1979 og var máliö þá sent Saka- dómi Reykjavikur til meðferðar. Gunnlaugur Briem, sakadómari, sagöi i samtali við VIsi i gær, aö málflutningur hefði enn ekki farið fram og er hann var spurður um ástæður fyrir þessum drætti á málsmeðferð kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. —Sv. G Bpeytlngar á FPíhðfnínni um ápamótin: Verður verslunin boðin út? Breytt verður um rekstrarform á Frihöfn- inni á Kef lavikurf lugvelli um næstu áramót og lík- legast er, að farin verði sú leið að skipta verslun- inni niöur í ákveðna þætti og bjóða þá sioan út, hvern fyrir sig. Er þetta samkvæmt heimildum, sem Vísir telur áreiðan- legar. Stjórnunarnefnd Frlhafnar- innar, sem i eiga sæti þeir Hannes Guðmundsson frá utan- rikisráðuneytinu, Gunnlaugur Sigmundsson frá fjármálaráðu- neytinu og Guðmundur Magnússon frá rlkisendurskoð- un, hefur lagt fyrir utanrikis- ráöherra hugmyndir um breytt fyrirkomulag varðandi rekstur- inn og nefnt ýmsa valkosti i þeim efnum. Telja heimildar- menn blaðsins Hklegast, að ráðherra velji þann kostinn að bjóða starfsemina út, en slikt fyrirkomulag hefur til dæmis verið tekið upp á Kastrup-flug- velli i Kaupmannahöfn og þykir gefa góða raun. Talið er, að þetta myndi auka tekjur rikisins af Frihöfninni verulega frá þvi sem nú er. Eins og áður sagði, er hug- myndin sú að skipta versluninni i ákveðna þætti, þannig að snyrtivöruverslun verði boðin út sérstaklega, verslun með ljós- myndavörur I öðrum „pakka" og svo framvegis. Onnur viöhorf gilda i sambandi við sölu á á- fengi og tóbaki, en liklega verð- ur hún i höndum Afengis- og tó- baksverslunar ríkisins. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.