Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriöjudagur 23. september 1980. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Eskihlíö 22A, þingl. eign önnu ólafsdóttur o.fl.fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 25. september 1980 kl. 13.-45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 39., 41. og 44. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á eigninni Breiövangur 12, 3. h.t.h., Hafnarfiröi, þingl. eign Jóhanns Bjarnasonar fer fram eftir kröfu Landsbanka ís- lands á eigninni sjálfri föstudag 26. sept. 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 37., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Bergstaöastræti 45, þingl. eign Geirs Hreiöarsson- ar, fer fram eftir kröfu Sparisj. Rvikur og nágr., Sigur- mars K. Albertssonar hdl., Veðdeildar Landsbankans, Benedikts Sigurðssonar hdi. og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri finuntudag 25. september 1980 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem augiýst var i 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Baldursgötu 19, þingl. eign Siguröar Ottóssonar, fer • fram eftir kröfu Guömundar óla Guömundssonar hdl. og Gjalclhcimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtu- dag 25. september 1980 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð STORU BERJAST FLUGFELOGIN ÖLL í BÖKKUM sem auglýst var i 39., 41. og 44. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á eigninni Mávanesi 13, Garöakaupstað, þingl. eign Guö- mundar Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl., á eigninni sjálfri föstudag 26. sept. 1980 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 39., 41. og 44. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á eigninni Markarflöt 47, Garöakaupstaö, þingl. eign Helga Þ. Jónssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Garðakaupstaöar á eigninni sjálfri föstudag 26. sept. 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 39., 41. og 44. tbl. Lögbirtingabiaös 1980 á eigninni Iiraunkambur 5, cfri hæö, llafnarfirði, þingl. eign Sveins Arnasonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkis- sjóös á eigninni sjálfri föstudag 26. sept. 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Ilafnarfiröi. HSSH HSSH HUGRÆKTARSKÓLI Sigvalda Hjálmarssonar Gnoöarvcgi 82, 104 Reyk|avík Sími 32900 • Almenn hugrækt og hugleiðing • Athygliæfingar • Hugkyrrð • Andardráttaræfingar • Hvíldariðkun • Slók.un Næsta námskeið hefst 4. okt. Innritun alla virka daga kl. 11-13. Igs Smurbrauðstofan 4- 4- 4 BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 4- 4- 4- 4- 4- I t f ! Flugleiöir eru siöur en svo eina flugfélagiö, sem berst í bökkum um þessar mundir. Flest öli stærri flugfélög heims eiga viö efnahagsöröugleika aö strföa I kjölfar harönandi samkeppni um farþegana, hærri eldsneytis- kostnaðar og mikils viöhalds á gömlum vélum. Stórtap miðað við í fyrra British Airways, sem hefur mest umsvif flugfélaga heims i alþjóðlegu flugi hefur tapað 40 milljón dollurum það sem af er þessu ári, en hafði á sama tima i fyrra 100 milljón dollara i gróða. Flugfélög i Bandarikjunum sem sum hver eru stærri en British Airways, ef innanlands- flugið i USA er talið með, horfa fram á tap á árinu 1980, sem sam- tals mun nema eitthvað um 250 milljónum dollara. — Ein eða tvær undantekningar eru þar á, eins og Delta-flugfélagið. Haltærisár 1980 Alþjóðlegu flugsamtökin (IATA), sem aðalstöðvar sinar hafa i Genf, búast við þvi, að þetta veröi mesta hallærisár i rekstri félaganna innan þeirra samtaka. Félög utan samtakanna hafa einnig orðið hart úti. — Innan IATA eru 104 flugfélög, sem hafa á sinum snærum um 70% allra flugflutninga i heiminum. Þeim er spáð samtals aðeins 1.2% i rekstrarafgang umfram reksturskostnað sem mundi langt frá pvi hrökkva til greiðslu vaxta og enn siður skilja nóg eftir til endurnýjunar á vélakosti. Senni- legast munu þau þvi sitja uppi með gamlar vélar og bensinfrek- ar. Knut Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri IATA, varaði for- seta aðildarflugfélaganna við þvi á dögunum, að farþegaaukning árið 1980 verði naumast meir en 4,5% sem er ekki nema helmingur af meðaltalsaukningu milli ára. veröstríð í algleyml Eftir þvi sem horfurnar hafa minnkað á farþegafjölgun hefur „verðstriðið” harðnað milli flug- félaganna, sem reyna að lokka til sin fleiri farþega með lægri far- gjöldum. „Sætanýting, sætanýt- ing”... er orðið sem glymur i eyr- um forstjóranna jafnt i svefni sem i vöku, og leitast er við að stilla verðinu i það hóf, sem fólk er talið geta ráðið við. Glöggt dæmi þar um, er flug- leiðin London — Hong Kong. Þar höfðu British Airways lengi einkaleyfi og kostaði þá farseðill- inn aðra leiðina 165 sterlings- pund. Breska flugmálastjórnin veitti siðan Cathay Pacific og British Caledonia leyfi til þess að fljúga þessa leið. Ódýrasta far- gjaldið aðra leiðina er nú komið niður i 99 sterlingspund. Laker Airways sem stofnað var af sir Freddie Laker, brautryðj- anda lægri fargjalda yfir Atlants- hafið hefur einnig sótt um að hefja samkeppni á Hongkong- leiðinni. — Hin ódýra „skytrain”- þjónusta Lakers milli London og New York hófst 1977 og hefur nú náðundirsig 22% afmarkaðnum. (British Airways hefur 33%). — Farseðill aðra leið i „skytrain” kostar 77 sterlingspund, en British Airways hefur nýlega lækkað sitt ódýrasta fargjald og undirboöið Laker um 1 pund. Bú- Eins og hestasveinn Anna Bretaprinsessa nældi sér i efsta sætiö á lista bandarisks timarits yfir „verstklædda” fólk i heimi. 1 tlmaritinu „People” var sagt, aö þau laun, sem prinsessan þægi hjá þvl opinbera, ætti hún aö geta foröast aö fylgja i fótspor frænku sinar, Margreíar prinsessu og er þá átt við klæöaburöinn. „Opinberlega er hún I klæö- skerasaumuöum fötum og skyn- sanilegum skóm, en heima fyrir hjá hrossunum er hún eins stall- svcinn til fatanna”. Ofarlega á listanum var banda- riski skemmtikrafturinn, Sammv Davis, jr„ sem þótti full glys- gjarn. Hlrtu 4 lonn af ffiabeini af veiðihiófum Lögreglan i Miö-Tansanfu lagöi hald á eina af bifreiöum þess opinbera og fann í henni 928 flla- bein, sem samtals voru 4.423 kg,—NáÖi hún um leið bDstjóran- um og þrem öörum, sem þykja iiklegir til þess aö geta visaö henni á veiðiþjófana. „Kis, kis Bengaltígrisdýr sleit I gær handlegg af konu, sem klifrað haföi yfir öryggishandriöiö og teygt.sig inn I búriö I dýragaröin- um I Róm. Umsjónarmenn dýragarösins sögöu aö venjulegast væri „stóri kisi” hálfsofandi — og nánast fulldaufur aö mati margra gesta — en konan heföi senniiega æst hann upp meö þeirri ófyrirgefan- legu heimsku aö teygja handlegg- inn inn á milli rimlanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.