Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 12
vísm Þri&judagur 23. september 1980. BÉINA ÞflRf LÁNVÉrT- INGUM TIL IÐNAÐAR EN DRAGA ÚR ÞEIM TIL SJAVAROTVEGS Gísii Sigupgeípsson. blaðamaður Vísis á Akureyrl, skrífar um gerð iðnðröunaráætlunar fyrlr Norðurland, sem nú er lokið, en áætlunin á eftir að fá blessun yfirvalda „Ef það á að halda i unga fólkið, sem nú er að vaxa upp á Norðurlandi, og kemur inn á vinnumarkaðinn á næstu árum, þarf að skapa 75-100 ný atvinnutækifæri árlega, til viðbótar þeirri aukningu, sem reikna má með hjá þeim atvinnufyrirtækjum, sem nú eru i gangi”, sagði Sigfús Jónsson, i samtali við Visi, að afloknu Fjórðungsþingi Norðlendinga á dögunum. Sigfús er sérfræðingur byggðadeildar Framkvæmdastofnunar rikisins. Hefur hann, ásamt Sigurði Guðmundssyni unnið að iðnþróunaráætlun fyrir Norðurland, sem byggðadeildin og FSN hafa staðið að i samvinnu. Hér á eftir verður leitast við að skýra þessi mál ögn nánar, út frá þeirri spurningu: hvernig á að skapa þessi atvinnutækifæri sem skortir? í megindráttum er byggt á upplýsingum frá Sigfúsi Jónssyni, nema annað sé tiltekið. Þá er stuðst við kafla úr iðnþróunaráætlun fyrir Norðurland, sem þeir Sigfús og Sigurður hafa lokið við, og lagt fram til umfjöllunar i F'ramk væmdastof nuninni. Dregið hefur úr brottflutningi af Norðurlandi Til skamms tima byggöist vöxtur þéttbýlis á Noröurlandi á sjávarútvegi, þjónustu viö land- búnaö og sjávarútveg, ásamt úrvinnslu landbúnaöarafuröa. Siöustu áratugi, þá sérstaklega eftir 1970, hefur vöxturinn hins vegar byggst á eftirfarandi þremur þáttum.aö mati Sigfús- ar: 1. Meö aukinni sókn á fjarlæg togaramiö. Togurum hefur fjölgaö um 17 sl. 10 ár á Noröur- landi, á kostnaö bátaflotans. Sjómönnum hefur fjölgað um 100-150 og 700-750 ný störf hafa skapast i fiskiönaði. 2. Iönaöur fyrir markaöi i öör- um landshlutum, eöa erlendis, hefur stóraukist, sérstaklega fataiönaður. Má nefna fjöl- margar nýjar prjóna- og saumastofur, sem ekki voru til fyrir 10 árum, en skapa nú rúm- lega 200 manns atvinnu. 3. Opinber þjónusta og stjórn- sýsla hefur aukist verulega á sl. 10 árum. eöa um 800 störf. Þessi vöxtur, samfara bætt- um lifskjörum, hefur dregið úr brottflutningi fólks frá Noröur- landi frá 1970—1979 og var fólks- fjölgunin örlitið yfir landsmeö- altali á Norðurlandi og þaö sama er að segja um atvinnu og meðaltekjur. Þessar greinar hafa tekið út vöxtinn Þessir atvinnuþættir hafa tek- ið út mestan vöxtinn. Slæmt á- stand fiskistofna, fyrirsjáanleg framleiöniaukning i frystihús- um, rekstrarerfiöleikar sauma- og prjónastofa og offramleiösla á landbúnaöarafuröum sjá til þess.aö ekki má búast viö mik- illi aukningu i þessum greinum á næstu árum. Auk þess bætist þaö viö varöandi fiskiönaöinn, aö erfitt er aö fá islensk vinnuafl til aö taka aö sér þessi störf. Þaö heföi einhvern tima þótt saga til næsta bæjar, að erfið- lega gangi aö fá Islendinga til fiskvinnslu. Allir kannast viö stúlkurnar, sem komiö hafa frá Astralfu, Nýja-Sjálandi og við- ar. til aö vinna hér i fiski um tima, mest i smærri sjávar- plássum. Þaö hefur ekki verið karlpeningi viökomandi sjávar- plássa til leiðinda og jafnvel mun það hafa boriö viö, að ein- hverjir þeirra þægju atvinnu- leysisstyrk á sama tima og nauðsynlegt reynist aö fá út- lendinga til aö bjarga fiskinum. Af framansögðu, með hliðsjón af mannaflaspá, sem byggö er á ákveönum forsendum um þróun einstakra atvinnugreina, þykir ljóst aö efla veröur iönþróun á Noröurlandi. Ella mun iðnaður ekki veröa sá vaxtarbroddur, sem þarf, til þess aö öllum ný- liöum á vinnumarkaðinum gef- istkostur á atvinnu heima fyrir. Hafist handa við iðnþróunaráætlun Byggöadeild Framkvæmda- stofnunar rikisins gerði 1976 út- tekt á starfandi iðnfyrirtækjum á Noröurlandi, m.a. til aö meta hver gæti veriö vöxtur þeirra á næstu árum. Smám saman hlóð þetta verkefni utan á sig og i kjölfar ráöstefnu FSN um iön- bróun. sem haldin var á Húsa- vik 1977, var ákveðið að ráöast i gerö iðnþróunaráætlunar. Fjóröungsþing Norölendinga samþykkti 1979 eftirfarandi ályktun: „Fjóröungsþing Norö- lendinga haldiö á Dalvik 2.-4. september 1979, bendir á, að uppbygging iönaöar og efling þeirra iönaöarfyrirtækja, sem fyrir eru á Norðurlandi, sé á- hrifarikasta leiöin til að taka viö þvi vinnuafli, sem leitar inn á vinnumarkaöinn á næstu árum og koma þar meö i veg fyrir bú- seturöskun, sökum einhæfs at- vinnuframboðs, sem um of hefur einkennt mörg byggðar- lög á Noröurlandi. Þingiö lýsir stuöningi við undirbúning sam- ræmdrar iðnaðarstefnu i land- inu og leggur i þvi sambandi sérstaka áherslu á, aö lokið verði við iönþróunaráætlun fyrir Noröurland og henni fylgt eftir meö samstilltu átaki heimamanna og njóti verulegs stuönings stjórnvalda og lána- stofnana”. Markmið i þremur þáttum 1 framhaldi af athugunum byggöadeildar á vandamálum starfandi iönfyrirtækja á Noröurlandi, ályktun Alþingis um þörf fyrir smáiönaö i sveit- um og i samræmi viö ályktanir heimamanna, voru sett fram eftirfarandi markmið um iðn- þróun á Noröurlandi: 1. Iönaður veröi i vaxandi mæli vaxtarstofn framleiðsluat- vinnuvega svæöisins, og tryggi þar meö vöxt i viðskiptum og þjónustu. 2. Lögð veröi áhersla á aö iðn- þróun auki atvinnuval, tækni- þekkingu, verkkunnáttu og samkeppnishæfni norölensks iðnaöar á innlendum og erlend- um mörkuöum. Þannig yrði iðn- þróun undirstaða enn frekari framfara i atvinnulifi þegar til lengri tima er litiö. Jöfnum höndum skal efla nýjar greinar iönaöar og starfandi iönfyrir- tæki. 3. Smáiðnaö i sveitum skal efla aö þvi marki.aö hann veiti þvi fólki atvinnu, sem þar býr nú, og óskar eftir atvinnu utan bús. Hvernig á að ná þessum markmiðum? Þessum markmiöum veröur helst náö meö aögerðum til framfara i eftirtöldum mála- flokkum: 1. Lánamál iönaöar. 2. Menntun, verkkunnátta, tækniþekking og ráögjöf. 3. Flutningastarfsemi. 4. Athuganir á möguleikum til nýiönaöarog á vaxtarmöguleik- um starfandi iönfyrirtækja. 5. Stefna opinberra aðila i uppbyggingu grunngeröar og i 12 13 VÍSIR Þriöjudagur 23. september 1980. ' Ef Norölendingar ætla aöhalda í unga fólkiö þarf aö skapa ný atvinnutækifsri. (Ljósm. Stúdló). innkaupum á vörum, bein og ó- bein þátttaka i atvinnurekstri og annars konar stuðningur. Hér er ekki rúm til aö skil- greina þessa málaflokka frekar. Hins vegar veröur vikið aö til- lögum þeirra Sigfúsar og Sig- uröar um framkvæmd iðn- þróunar fyrir Noröurland. Verða þær tiundaðar hér á eftir, en nokkuð styttár. Draga þarf úr lánveitingum til sjávarútvegs Stjórn Framkvæmdastofnun- ar rikisins samþykkti á árinu 1979 lán aö upphæö 879 m. kr. úr Byggðasjóði til Norðurlands. Af þeirri upphæð var 233 m. kr., eða 26,5% varið til iðnaðar, en 387 m. kr., eða 44% til sjávarút- vegs. Þetta eru mjög svipuð hlutföll og tvö næstu ár þar á undan. Þar sem ekki er fyrir- sjáanleg nema mjög litil aukn- ing atvinnu i sjávarútvegi á Noröurlandi á næstu árum, er eðlilegt að Byggðasjóður dragi úr lánveitingum til fyrirtækja i sjávarútvegi. I staðinn þarf að beina lánveitingum i mun meiri mæli til iönaðar, þar sem mögu- leikar á uppbyggingu eru meiri. Siöan segir orörétt i tillögum þeirra Sigfúsar og Siguröar: „Þar sem verulegt átak þarf til uppbyggingar iönaðar á næst- unni er lagt til að byggðasjóður veiti á hverju ári næstu þrjú ár- in fjárhagslega fyrirgreiðslu að upphæö 500 m. kr. til iönaðar á Norðurlandi á verðlagi 1. september 1980. Dregið veröi úr lánum til sjávarútvegs á Noröurlandi sem þessari aukn- ingu nemur”. Byggðasjóði er ætlað sam- kvæmt lögum um Fram- kvæmdastofnunina, „að stuöla að jafnvægi I byggö landsins með þvi aö veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og efl- ingar atvinnulifs meö hliðsjón af landshlutaáætlunum, og til aö bæta aðstööu til búsetu i ein- stökum byggöarlögum og koma sigfús Jónasson. (Vfsism. Ella). i veg fyrir að lifvænlegar byggð- ir fari i eyöi”. Ekkert eftir þessum lögum farið Um þessilög og starfsaðferöir byggöasjóðs sagði Askell Einarsson, framkvæmdastjóri FSN, á nýafstöönu Fjóröungs- þingi: „Staöreyndin er sú aö lög Framkvæmdastofnunar eru i raun brotin viö hverja áætlun- argerö, þar sem til þess er ætl- ast i lögum stofnunarinnar, aö hún láni i samræmi við áætlan- ir. Reynslan sýnir, að ekkert er fariö eftir þessu. Þeir, sem ráöa ferðinni i málefnum Fram- kvæmdastofnunar rikisins, vilja ekki binda hendur sinar i lán- veitingum, eftir meginlinum markaöra áætlana. Þaö eru geröar atvinnumálaáætlanir fyrir afmörkuö svæöi, þar sem lagt er til aö ákveðnum fjölda atvinnutækifæra sé komið á fót i tilteknum vanþróuöum atvinnu- greinum á svæöinu. Hins vegar er hvorki lagt fram fé eöa aö- stoö viö þaö fólk, sem búa á viö áætlunina, til aö nýta sér hana, t.d. meö þjálfun starfsliös og meö ráögjöf. Þegar menn biöja um lán meö skirskotun til áætlunarsjónarmiöa er ekki heldur aö finna aö fjármagni sé haldiö til þess i samræmi viö markmiö áætlanageröa. Þaö er ekki aö undra þótt menn hætti aö taka alvarlega þessar svo- nefndu byggðaáætlanir”. Með hliösjón af framansögðu, hafa þeir Sigfús og Sigúröur lagt til, aö skipuð veröi sérstök framkvæmdanefnd til að annast umsjón aögeröa i samræmi viö áætlunina, þannig aö hún verði ekki ónýtt pappirsgagn engum til góöa. Leggja þeir félagarnir til aö stjórn Framkvæmdastofn- unar, stjórn Fjórðungssam- bands Norölendinga og iönaöar- ráöherra, skipi hver um sig einn mann i nefndina. Skal nefndin gera tillögur um alla þá aðila, sem njóta skulu stuönings sjóös- ins, til stjórnar Framkvæmda- stofnunar rikisins. Jafnframt skal stjórnin koma upplýsingum á framfæri um alla þá aðstoö sem i boöi er og skila árlegri skýrslu um framgang áætlunar- innar. Meginhlutverk nefndar- innar skal vera aö hafa yfirum- sjón meö framkvæmd eftirfar- andi 5 stuðningsaðgeröa Byggöasjóös, sem þeir Sigfús og Siguröur leggja til aö veröi eftirfarandi: Fimm boðorð Menntun starfsfólks: Ein- stökum fyrirtækjum veröi veitt fjárhagsleg aöstoö sem nemur allt aö 50% af námskostnaöi starfsmanns. Ráðgjafaþjónusta: Iðnaöar- fyrirtæki, sem hafa færri en 20 starfsmenn, og leita til viður- kenndra stofnana og fyrirtækja með ráögjafaþjónustu, tækni- legs eöa fjárhagslegs eðlis, geta sótt um greiðslu á allt aö 50% af kostnaöi viö slikt til fram- kvæmdanefndar áætlunarinnar. Námskeiöahald: Fram- kvæmdanefnd áætlunarinnar skal koma á fót ýmiss konar námskeiöum sem aö mati nefndarinnar stuöla að framför- um I iönaði á Norðurlandi. Varöandi námskeiöahald þetta ber nefndinni aö hafa samráö viö iönaðarráðunaut Fjóröungs- sambands Norölendinga, ein- stök iönþróunarfélög, sveitar- stjórnir og hagsmunasamtök i iönaöi. Námskeiö þessi skulu ætluö fyrir starfsfólk i iönaöi, iönrek- endur og almenning. Skulu þau m.a. vera á sviöi rekstrar og stjórnunar, og einnig tæknilegs eölis. Þá er nefndinni heimilt aö gangast fyrir námskeiöum i ýmsum greinum heimilisiön- aðár. Kostnaöur viö kennslu, uppihald og feröakostnaö kennara er greiddur aö fullu, en nemendur bera eigin feröa- g dvalarkostnaö, svo og efnis- kostnaö ef einhver er. Efling nýiönaðar: Hlutverk þessa verkefnis er að veita fjár- hagslega fyrirgreiðslu til áhugaaöila um nýiðnað. Fyrir- greiöslan er veitt i þvi skyni að viökomandi aöilar láti rannsaka einhverja hugmynd aö nýiönaöi, allt til þiess er tillögur um hönn- un á iönaðarhúsnæöi og áætlanir um stofnkostnað og rekstrar- kostnaö liggja fyrir. Skal allt að 50% kostnaöar greitt af fram- kvæmdanefnd áætlunarinnar, og helmingur þess vera styrkur en helmingur lán. Einungis sveitarfélög, iðnþróunarfélög eöa hlutafélög, sem sveitarfélög hafa a.m.k. 25% eignarðild að, geta fengiö slíka fyrirgreiöslu. Undirbúningur iðnaöarlóöa meö lögnum : Mjög skortir á aö sveitarfélög á Norðurlandi hafi tilbúnar lóöir meö lögnum þeg- ar iönaöarfyrirtæki þurfa á aö halda. 1 áætlanagerð þessari er lagt til aö Byggðasjóður iáni einstökum sveitarfélögum til þessa verkefnis. Iönaðarlóöir þessar verða að falla aö samþykktu skipulagi og skal gera þær fullkomlega bygg- ingarhæfar. Hér hefur i mjög grófum dráttum verið greint frá hug- myndum Sigfúsar Jónssonar og Siguröar Guömundssonar um iönþróunaráætlun fyrir Noröur- land. Tillögur þeirra eru nú til afgreiöslu hjá Framkvæmda- stofnuninni og Fjóröungssam- bandinu. Síöan þarf hún blessun rikisstjórnarinnar áður en framkvæmdir geta hafist sam- kvæmt áætluninni. A næstunni mun Visir gera grein fyrir hugmyndum iðn- þróunaráætlunarinnar um nýiðnaö á Noröurlandi. Gisli Sigur- geirsson skrifar ttj frá Akureyri. ® ,,1 staöinn þarf aö beina lánveitingum I mun meira mæli til iönaö- ar”. BM BB B RH JBi Hi BB Hi B9B RD BB Ki U KB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.