Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 23. september 1980. I * 1 14 7160-7879 hringdi: Mig langar til að þakka sand- kornsmanni Visis kærlega fyrir helv...gott skot á valdsmanninn okkar, menntamálaráðherra. Þetta voru orð i tima töluð. Svo er annað, sem mig langar aö vekja athygli ykkar Visis- manna á en það er nefnilega þessi Visir spyr. Hvers vegna talið þið alltaf við unga fólkið? Af hverju dreifið þið þessu ekki meira og spyrjiö alla aldurshópa og fáið þannig meiri breidd i svörin? Þvi þarna er kjörinn vettvangur til að hefja umræður um ýmis mál. I sandkom i Sigurjón Valdimarsson skrifar: Mátturinn og Dýrðin Mogginn hefur nokkrar krass- andi setningar eftir mennta- málaráðherra á þriöjudaginn var: VALDID ER HJA MÉR. FÓLK A ENGAN RÉTT A AÐ VITA AF HVERJU MÉR FtVMST HIIJVLAP UJPAPI Viö í Kópa- vogi eigum ágæta sundiaug Kópavogsbúi skrifar: Eg hef nú aldrei séð aöra ein dómadagsdellu og klausu ein- hvers Reykvikings i Dagblaðinu um daginn um sundlaugarnar. Ég skal bara láta alla Reykvik- inga vita af þvi aö við i Kópavogi eigum ágæta sundlaug og hún hefur það fram yfir laugina ykkar að hún er vel þrifin, sem er meira en hægt er að segja um sýkla- stiuna ykkar i Laugardalnum. Ég hef aldrei fengið nein útbrot i Kópa vogslauginni,en oft i Laugardalslaugunum. Að Reykvikingar eru færri i Laugardalslaugunum sýnir bara aö þeir nenna ekki að hreyfa sig, en viö Kópavogsbúar erum þém mun duglegri við það. Aðdáandi góðrar tón- listar hringdi: Það er aldeilis, að bréfið mitt um daginn hefur komið við kaunin á poppæskunni! Það er ef til vill ekkert undarlegt, þvi það eru margir menn sem græða reiðarinnar býsn af peningum á poppinu. Þetta er heil verk- smiðja, og árangurinn eftir þvi: Verksmiðjuframleitt prump. Þaö er náttúrulega ekki orðum eyðandi á fulltrúa þeirra, sem hlusta aö staöaldri á þessa hljóð- mengun, sem i daglegu tali kall- ast popp. Ég sá mig þó knúinn til að svara einu atriði. Það er nátt.úrulega ekki orðum eyðandi á fulltrúa þeirra, 1 svarbréfum við bréfi minu er mér-legið á hálsi fyrir að skrifa ekki undir nafni. Staðreyndin er sú að ég vissi nokkurn veginn hver viöbrögð „talsmanna popps- ins” yrðu og að mér yrði vart vært á eftir. Ég kaus þvi að láta bréfið birtast nafnlaust. Ég hef hins vegar heyrt manna á meðal, að bréfið hafi vakið töluverða athygli. Loksins var þarna kominn maður, sem þorði að segja skoðun sina hispurs- laust. Ég hef einnig orðið var við, að min skoðun er skoðun megin- þorra skynsamra manna. Ég las i blöðunum að nýlega hafi verið haldin svokölluð „Rokk gegn her” hátiö. Ég er næstum á þvi aö-núa ætti þessu viö og segja: ,Her gegn rokki! ”. Eru ráðamenn Reykja- víkurhorgar gjör- sneyddir áiyktunargáfu? Borgari skrifar: Hvernig er þetta með ráðamenn i Reykjavik, eru þeir gjörsneyddir allri ályktunargáfui Ætla þeir virkilega að loka Læra- gjánni endanlega vegna þess að dauðaslys hafa orðið i nágrenni hennar. Ætla þeir þá ekki að loka öllum götum, þar sem dauðaslys hafa orðið i umferðinni, öllum flugvöllum þar semflugvélarhafa farið á loft og farist, öllum höfnum þaðan sem skip hafa fariö án þess að eiga afturkvæmt og öllum sjúkrahúsum, þar sem fleiri dauðsföll hafa orðið en annars staðar, að maður ekki segi dauðaslys. Ráöamennirnir ættu að opna augu sin og gera sér ljóst að slys geta orðið hvar sem er, þau hafa orðiö i sundlaugum hér á landi og þau hafa orðið á baðströndum er- lendis, sem Islendingar sækja. Samt dettur engum i hug að loka sundlaugunum eða banna sólar- landaferðir. Lækurinn reyndist afar vinsæll baðstaður. Ráðamönnum væri nær að opna augu sin fyrir þeim smáu hlutum, sem varpa birtu á hversdagsleika borgarbúa og bæta aðstöðuna við lækinn — t.d. með þvi að tyrfa næsta nágrenni og sjá um að hreinsa umhverfið, jafnvel bæta öðrum læk við — heldur en að vera stöðugt að slá um sig með smásmugulegum bönnum.sem gera ekkert gott, én auka á gráma hversdagsins og skapa mönnum leiða. Skyldu þeir vera gjörsneyddir allri ályktunargáfu, eins og bréfritari vill halda fram? sandkorn Sigurjón Valdi- marsson skrif- ar. Alllr hekkja forsetann Luxemborgarar vita næsta litið um tsiand. ef undan er skilið flug Flugleiða sem allir þekkja. Frá þessu eru þó undantekningar. Þegar Sæmundur Guðvins- son biaðamaður Visis var i Lux á dögunum lenti hann i erfiöleikum meðaðpanta mat á veitingahúsi, þar sem gengilbeina talaði ekki stakt orð i ensku, heldur vildi láta samræðurnar fara fram á frönsku. Af einhverjum orsök- um féilst Sæmundur ekki á þá kröfu. Horfði nú tii vandræða með lausn þessa vandamáis þegar upp stóð eldri maður frá nálægu borði og bauð aðstoö sina á frönskuskotinni ensku. Þegar hann komst að raun um að Sæmundur var íslendingur spurði maðurinn og virtist undrandi: „Hvað, talar þú ekki frönsku eins og hún Vigdls?” Of eða van? Vikurbiaðiðá Húsavik tekur landbúnaðarmálin fyrir i leið- ara á föstudaginn var. Þar segir að nú um skeið hafi bændur og búaliö lagt af áhlaup sin á kvóta- kerfið og aðra óþurftargeml- inga hinnar umdeildu rikis- stjórnar og þess i staö hlaupið uppi sauökindir sem nú skuli drepnar „eftir öli kúnstarinnar reglum og á hinn visindalegasta og snyrtilgasta hátt.”. Siöan segir: „Frá sjónarhóli mannsins á Dag- blaðinu, sem sumir kalla Dracula bændastéttarinnar, er þarna um yfirgripsmikiö umframdráp aðræða, þar sein aö hans dómi mætti fækka bændum og kindum um allt að þrem fjórðu, án þess að þjóðin bæri skaða af og væri jafnvel til hagsbóta fyrir flesta og þá ekki sist bændur.” Ójá, það má nú segja; þetta er mikill táradalur þetta jarö- lif og hverjum bónda gott að losna þaðan. En ég kem ekki almennilega heim og saman þessu með umframdráp og fækkun á bændum og sauð- kindum. Getur verið að þarna hafi orðið hugsanaruglingur, að meiningin sé að ekki sé nóg að gert? Nei annars, ég þori ekki að hugsa þetta iengra. Seinagangur atvinnu- rekenda Sunnudagsblað Þoðviljans upplýsir: SEX AFGREIDDAR OG TIU ERU VEL A VEGI, HINAR SEX SNtlA AÐ ATVINNU- REKENDUM.. Getur það verið, stendur nú á atvinnurekendum einu sinni enn?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.