Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 23.09.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR Þriðjudagur 23. september 1980. Axel Ammendrup skrifar Leiðtogar verkfallsmanna f Lenin-skipasmiðastöðinni á fundi með framkvæmdastjórn verksmiojunnar. Verkfðllin í Póllanfli Sjö dagar i Gdansk er á dag- skrá sjónvarpsins i kvöld klukkan 22.Sjö dagar i Gdansk, eða „The Impossible Strike” eins og hún heitir á ensku, er bresk heimildarmynd, tekin i Póllandi á meðan verkföllin þar stóðu yfir. Pólsk yfirvöld meinuðu bresk- um sjónvarpsmönnum að fylgjast með gangi verkfallanna miklu, sem skóku sjálfar máttarstoðir hins sósialiska þjóöskipulags. Þeir fóru engu að siöur á vettvang sem skemmtiferöamenn, tóku kvikmyndir i skipasmiðastööinni Gdansk og ræddu viö verkfalls- menn. Morgunveröur meistaranna „A hljóöbergi” er aö vanda á dagskrá hljóövarpsins klukkan 23 i kvöld. Umsjónarmaöur er Björn Th. Björnsson, listfræö- ingur, en Björn hefur séö um þennan þátt árum saman. Aö þessu sinni les Kurt Vonne- gut sögu sina, „Morgunveröur meistaranna”, eöa „Breakfast of Champions”. Björn Th. Björnsson er um- sjónarmaöur þáttarins „A hljóð- bergi”. útvarp Þriðjudagur 23. september 12.00 Dagskráin. Tdnleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni. Margrét Guö- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Sig- uröur smali” eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi.Gunn- ar Valdimarsson les (2). 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úr ymsum áttum og lög leik- in á ólfk hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskráin. 16.15 16.20 Siðdegistónleikar.Melos- kvartettinn i Stuttgart leik- ur Strengjakvartett nr. 3 i D-dúr eftir Franz Schubert/Janet Baker og Dietrich Fischer-Dieskau syngja „Fjóra dúetta” fyrir alt og baritón op. 28 ettir Johannes Brahms: Daniel Barenboim leikur meö á pianó/Lazar Berman ieikur á pianó Konsertetýöur nr. 10,11 og 12 eftir Franz Liszt. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P. C. Jersiid. Guðrún Bachmann þyddi. Leifur Hauksson les (12). 17.50 Tónleikar. Tilkvnningar. 18.45 Veöuríregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tiikynningar. 19.35 A frumbýlingsárunum. Jón R. Hálmarsson ræöir viö Drtfu Kristjánsdóttur, ólaf Éinarsson, Ingu . Stefánsdóttur og Sigurö •v Ragnarsson 20.00 24 prelúdfur op. 28 eftir Frédéric Chopin. Alexander Slobodnjak leikur á pfanó. 20.40 Ekki fór það I blýhólkinn. Erlingur Daviösson rithöf- undur les frásögu, sem hann skráöi eftir Jóni „goöa” Kristjánssyni. 21.10 Frá tönlistarhátíöinni I Schwetzingen 1980. Kamm- ersveitin iPforzheim leikur. Stjórnandi: Paul Angerer. Einleikari: Joachim Schall. a. „Fjórar fúgur” um nafn- iö Bach eítir Robert Schu- mann. b. Fiöiukonsert i E- dUr eftír Johann Sebastian Bach. 21.45 Ctvarpssagan: „Hamr- aðu járniö” eftir Saui Bell- ow. Arni Blandon ies þýö- mgu sina 18). 22.15 Veöurfregnir. Frétbr. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Cr Austfjarðaþokunni. Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egilsstöö- um ræöir viö Guölaueu Siguröardóttur fyrrum far- andkennara frá Otnyrðings- stöðum á Völlum. 23.00 A hljóðbergi. Umsjónar- maöur: Björn Th. Björns- son listfræöingur. „Morgun- verður meistaranna” (Breakfast af Champions) eftir Kurt Vonnegut. Höf- undur les. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fra'iðSyning Leikbrúöu- lands. Aður i Stundinni okkar29. október 1978 20.40 Dýrðardagar kvikmynd- anna Vitskertu vlsinda- mennirnir Þyöandi Jón O. Edwald. 21.15 Sýkn eða sekur? 1 heima- högum Þyöandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Sjö dagar I Gdansk (The Impossible Strike) Bresk fréttamynd, Pólsk yfirvöld meinuöu breskum sjón- varpsmönnum aö fylgjast meö gangi verkfalianna miklu, sem skóku sjálfar máttarstoöir hins sósialiska þjóöskipulags. Þeir fóru engu aö síöur á vettvang sem skemmtiferöamenn, tóku kvikmyndir i skipa- smiöastööinni I Gdansk og ræddu viö verkfallsmenn. Þyöandi Bogi Arnar Finn- bogason. 22.30 Dagskrárlok Siónvarp klukkan 22. Hliöðvarp klukkan 23. m ER MUNUR AÐ VERA MANNESKJA Það er mikil dásemd að vera Svava Jakobsdóttir. Nú fyrir helgina las hún eftir sig smá- sögu I útvarpið, bæði stutta og ómerkilega og fékk til þess tim- ann eftir kvöldfréttir og til- kynningar, en sá timi er einkum ætlaöur allt aö þvi þjóðhöfðingj- um. Yfirleitt hafa engir rithöf- undar fengið að lesa upp á þess- um kjörtima nema Thor Vil- hjáimsson og Stefán Júlíusson og þá við miklar stunur i dag- skrárstjórn. Að þessu sinni var Svövu boðinn þessi besti timi fyrir smásögu sem áður er kom- in á prenti I litlu kveri, sem átti aö fara langleiðina til heims- frægðar i Skandinaviu. Til skýringar skal þess getið að dagskrárstjóri telur, aö nauðsynlegt sé að troöa áður birtum smásögum aftarlega í dagskrána, vel inn á sjónvarps- tima.tii aðtrufla ekki neinn við lesturinn. Að vfsu eru svona atvik engin ný tiðindi í rikisfjölmiölinum. Hann sér um sina, einkum þeg- ar um er að ræða fyrrverandi þingmenn, sem nú eru atvinnu- lausir nema hvað þeir föndra við að bjarga menningunni með upplestri á stórverkum. Annars hefur brottför Svövu af þingi og inn i menninguna veriö fagnað mjög af rithöfundasamtökun- um. Hún hugsar sýnilega til aö vekja upp aftur daufan rithöf- undaferii með þvf aö kynna að nýju sin gleymdu verk á kjör- tima rikisfjölmiðils. Verður þá aftur hægt að uppgötva snilli- gáfu hennar meö öllu þvi bram- bolti sem fyigir I Þjóðviljanum og ánnars staðar. Og I rithöf- undasamtökunum á hún vinum að mæta, enda eru þegar að hefjast boðsferðir til útianda. Það nýjasta er heimsókn til Búlgariu I fylgd Njarðar P. Njarðvik. Annars héldu menn aö Búlgarar létu sér annast um Framsóknarmenn. Sú er þó ekki raunin, þegar um menningar- boö er að ræða. Þá viröast þeir ekki treysta framsóknarmönn- um inn fyrir þrepskjöldinn. jafnvel þótt Kristinn Finnboga- son, flugmarskálkur, sé eins- kon’ar konsúll fyrir þá, og hálf- dauður bændaflokkur Búlgarfu sitji i samsteypustjörn meö kommúnistum, svona til aö sýna framsóknarmönnum og afganginum af Vestur-Evrópu hve frjáislyndið er mikið i land- inu. Þetta samlyndi framsóknar- manna og Búlgara hófst meö heimsókn eins af æðstu mönn- um flokksins þangaö fyrir mörgum árum. Honum var ákaft fagnað en vegna ókunnug- leika vissi hann auðvitað ekki, hvort það voru búigarskir fram- sóknarmenn eða bara venju- legir kommúnistar, sem skál- uðu við hann. Það skiptisvo sem ekki miklu máii, þvi alkunna var, að bændaflokkurinn var þarna einhvers staðar og það var alveg nóg. Nú er sem sagt kotnið að menningarboðinu og þá þykir flugmarskálkinum ef til vili undarlegt, að gengiö er framhjá „kúltúrpersónum” Framsóknar. Skýringin er ein- faidiega sú, að Svava Jakobs- dóttir verður send austur I peysufötum. Annars er svolitið fyndiö aö verða vitni að sifelldum tilraun- um innan rithöfundaste'ttarinn- ar til aðeinangra sig við austan- tjaldslöndin. Yfirleitt kemur ekkert boö til þessa stéttar- féiags vinstri manna, sem ekki er nýtt af þeirri nýju stétt, sem nú hefur tekið aö sér aö lifa menningarlifi á lslandi. Aö vfsu hefur komið fyrir að þeim hefur veriö neitaö um áritun á vega- bréf til alvörulanda i pólitik, og hefur það verið skilmerkilcga tiundað i hvert sinn i fjölmiöl- um, sem meiriháttar menningarhneyksii. Þótt vinstri menn I rit- höfundastétt séu lagstir I feröa- lög og jafnvel gripnir til ferða- laga jafnótt og þeir taka aftur upp Hann starfa aö vera rithöf- undar og skáld eftir áraiangar fjarvistir á kjaftasamkundum, gengur erfiölega að komast tii almennings i iandinu. Til að ráða böt á þvl hefur nú verið ákveðið að skáldin fái aö flytja Ijóð sin I sjónvarpi. Þessari frétt er fagnað mjög I Morgun- blaðinu. Skáldin þurfa svo sannarlega aö komast i sjón- varpið meö varnarliðssöngva sina, innlegg I Chile-málið og annað pólitískt þref. Þess verður aöeins að gæta, aö eng- inn fari nú að yrkja um Afganistan án umsjónar frétta- stofu. Svarthöfði /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.