Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 14
14 vtsnt Miðvikudagur 24. september 1980. Skrýtin lykt af Flugleiöum Ferðalangur skrifar: Mér finnst nú dálitið skritin lykt af þessu Flugleiöamáli öllu saman. Ég skil ekki hvernig mennirnir geta verið að barma sér og kvarta um að hafa ekki nógaðgera, þegar þeireru bún- ir að hneppa alla Islendinga i átthagafjötra, nema þá sem eru i skemmtiferðum. Ég átti erindi til Kaupmannahafnar um dag- inn og varö að bíða svo lengi eftir fari út aö ég hélt að eitthvað væri að skilrikjunum hjá mér. En það tökst nú fyrir rest. Þegar ég ætlaði svo að koma heim tók ekki betra við. Ég varð aðbiða þrjá daga í Kaupmanna- höfh eftir fari heim og það kost- ar hreint ekki svo litið. Aö end- ingu var hópurinn svo fluttur til Luxemburg til að komast I flug þaðan hingaö heim. Ég spyr nú bara, geta Flug- leiðir ekki reynt að sinna sæmi- lega þeim leiðum sem nóg er að gera á, heldur en að vera stöðugt að rella útaf þessu Atlantshafsflugi? Góð hug- mvnd! 5 barna móðir skrifar: Mér líst bráðvel á þessa hug- myd hjá „klikkaðri móður,” (sem getur nú varla talist mjög klikkuö) i Visi 19. september siðasliðinn um skiptiverslun fyrir ungar piur. Ansi held ég að mörg heimili eigi viö þetta vandamál að striöa. Ég á þrjár dætur á þessum aldri, 14—19 ára og það er ekkert spaug, þegar fatakaup eru annars vegar. Um daginn fékk sú i miöiö mig út með sér að kaupa buxur, hún mátar einar, ber þær undir mig, sem segi, að mér finnist þær allt of þröngar, hún kaupir þær samt, ég er svo klikkuð og gamaldags. Siðan er hún hin ánægöasta i þeim til kvölds. Daginn eftir er ekki farið i þær. Svo kemur laugardagur og nú skal farið út að skemmta sér. Þá er ekkert til að fara i. En buxurnar, sem þú keyptir i fyrradag? Buxurnar? - ég er ekkert nema rassinn i þeim, þú sagðir þaðsjálf. Þvi miður eru umræddar bux ur of litlar á allar minar dætur. Þaö merkilega er, að ekki bara mér einni, heldur öllum stelpunum leist jafnvel á hug- myndina að koma upp einhvers- konar skiptiverslun fyrir ungar piur. Enskur texti á Línu og Gelra Útvarpshlustandi hringdi: Ég heyrði i útvarpinu fyrir örfáum dögum einstaklega fal- legt lag. Það var lagiö Lina og Geiri, nema hvaö það var sung- iö á ensku. Nú langar mig óskaplega mikið til þess að þessi texti verði birtur. Með fyrir- fram þökk. SNIÐUGT AÐ SKIPTAST A FÖTUM Systa (bráðum 17 ára): Gasalega fannst mér þetta sniðugt hjá kéllingunni i Visi um daginn, að stelpur gætu skipt á fötum sin á milli. Ekki bara við vinkonur sinar, það er svo lummó, heldur lika ókunnugar, sem maður er aldrei með.Nú er skólinn byrjaður og ekkert kaup framundan og maður á ekkert til að fara i. Ég segi fyrir mig og minar vinkonur: Við komumst varla i skólann fyrir fataleysi, hvað þá út að skemmta okkur. Svo er þetta eilifa pip heima, að allir skápar séu að springa og pabbi heldur að hann sé eitthvað fyndinn og ætlar að smiða hillu fyrir 80 pör af skóm, áður en hann hálsbrotnar. STUDENTAR SAMEINIST Stúdent skrifar: Ég varð stórhrifinn, þegar ég sá greinina i Visi á laugardag- inn um ljósritunaratiö. Ég er i Háskólanum og þarf oft að ljós- rita ýmis gögn og þá meö ærn- um tilkostnaöi og fyrirhöfn. Nú séég fram á auövelda leið til aö sleppa viö þennan kostnaöarlið allan. Þaö væri til dæmis mjög þægilegt aö skreppa i Búnaöar- bankann á Sögu eöa Lands- bankann i Háskólabiói. Sjálf- sagt væri best aö skipta alltaf viö sömu stofnunina. Ég er þess fullviss, aö þetta veröur auö- velt, þvi aö ég er alltaf mjög borgaralega klæddur og geng með haröa svarta skjalatösku (eins og Gylfi) og svo er háriö farið að þynnast, en þaö er nú önnur saga. Starfsfólkiö álitur auðvitað strax að hér sé heiðar- legur maöur á ferð, sem er rétt eins og fulltrúi hjá aöalbankan- um, sem er rangt en þarf aldrei aö komast upp. Ég vil að lokum þakka blaðamanninum kærlega fyrir þessa mjög svo þarflegu grein. sandkorn Sigurjón Valdi- marsson skrif- ar. Allur munurlnn — Hvað ertu gamall? — Þaö veit ég ekki. — Ertu sex eöa ertu sjö? — Hva, é veit þakki. — Ertu skotinn i stelpu? — Nohoj, ég er sko ekki skotinn i steipu. — Þú ert bara sex ára.vinur. Ég er sjö. Getur bað verið? Enn eru ungu sjálfstæöis- mennirnir aö deila um ráön- ingu framkvæmdastjóra flokksins sins og rökræöa hin- ar ýmsu hliöar málsins. Einar K. Guöfinnsson upplýsir eftirfarandi í Mogganum: „Mér myndi til dæmis ekki detta i hug, aö ólafur Ragnar Grimsson eöa Steingrimur Hermannsson yröu ráönir framkvæmdastjórar Sjálf- stæöisflokksins. Þeir eru þó báöir duglegirmenn og röskir, en aldeilis óhæfir menn til starfans af pólitiskum ástæö- um.” Þaö skyidi þó ekki hafa vcrið þetta, sem vakti fyrir Ólafi Ragnari um daginn, þegar hann bauð Moggarit- stjórunum samfélag sitt. Það sem við bráðum örn Erlendsson brá sér til sólarstranda og sendi vini sin- um heima kort meö eftir- farandi texta, þegar hann haföi skoöaö sig um. Hér er sól á heitum sandi, hér er margur fölur landi, hvitur, eins og hundaskitur, hvert sem maður fer og litur. Hér er gott aö dufla og dansa, drekka, éta, aldrei stansa. Fyrir henni er gott aöfalla, freistingunni, er sækir alla. Fara héöan sæll og snauður, saddur, fullur, brúnn og rauöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.