Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 24
vtsm Miðvikudagur 24. september 1980. síminner 86611 Bjðrgunarmenn sækja lík hinna látnu: Sffelll grlðlhrun er við flugvðlarflakið veðurspá dagsins Um 700 km suövestur af Reykjanesi er minnkandi 980 mb. lægö, sem hreyfist litiö. 1000 mb smálægö viö Mel- rakkasléttu, hreyfist noröur. Hiti breytist fremur litiö. Suöurland til Breiöafjaröar: hægviöri og siöar sunnan suö- vestan gola eða kaldi, skýjað og viöa dálitil rigning eöa skúrir einkum er liöur á dag- inn. Vestfirðir: hægviöri, eða noröaustan gola eöa kaldi rigning meö köflum. Strandir og Noröurland vestra og eystra: Austurland aö Glettingi: hægviöri, viöa dá- litil rigning i fyrstu, en styttir siðan að mestu upp. Austfirðir: sunnan gola eöa kaldi, dálitil súld, viða þurrt inn á fjörðum. Suöausturland: hæg sunnan eða suðvestan átt, skýjað og viöa dálitil rigning eöa skúrir, einkum er liöur á daginn. Veöriö hér ogpar Klukkan sex i morgun: Akureyri rigning 8, Bergen þokumóða 12, llelsinki létt- ksýjaö 3, Kaupmannahöfn þokumóöa 13, Osló þokumóða 13, Reykjavík skýjaö 6, Stokk- hólmur þokumóða, Þórshöfn hálfskýjaö 10. Klukkan átján i gær: Aþena þokumóöa 23, Berlin þokumóöa 16, Chicago létt- skýjaö 16, Feneyjar létt- skýjaö 21, Frankfurt léttskýj- að 18, Godthaab léttskýjað 8, London skýjað 17, Luxemburg léttskýjað 16, Las Palmas hálfskýjaö 23, Malaga létt- skýjað 23, Montreal léttskýjað 17, New York léttskýjaö 30, Paris léttskýjað 19, Róm þokumóða 23, Vin mistur 18, Winnipeg skúr 6. Tólf menn úr Flugbjörgunar- sveitinni i Reykjavik og tiu menn úr lljálparsveit skáta, allt þaul- vanir fjallamenn, lögöu af staö frá Egilsstöðum aö slysstaönum f Smjörfjöllum klukkan þrjú i nótt. Var búist viö. aö hópurinn yröi kominn aö flugvélarflakinu rétt fyrir hádegi I dag. Fjallamönnun- um var ætlað aö sækja lik mann- anna þriggja, sem fórust I flug- slysinu i fyrradag, þeirra Einars Björgvinssonar, flugmanns, Hrafns Hermannssonar og Friö- riks Skúlasonar. Einar, sem var 31 árs, lætur eftir sig konu og þrjú börn, en Hrafn 15 ára og Friðrik 21 árs, voru báöir ókvæntir og barnlausir. Skúli Jón Sigurösson hjá Rann- sóknarnefnd flugslysa var á slys- staðnum I gær, en hann varöist allra frétta. Sagöi hann aö rann- sókn væri rétt hafin og þvi ekkert hægt aö segja á þessu stigi máls- ins um tildrög slyssins. „Aðstæöur allar eru hrikalegar á þessum slóðum”, sagöi Einar Rafn Haraldsson, fréttaritari Visis á Egilsstööum og einn þeirra, sem tóku þátt i leitinni i gær. „Frá slysstaðnum til Egils- staöa eru góöir átta timar, þar af fjögurra tima erfiö ganga. Fyrstu leitarbilarnir lögöu af staö um klukkan 18 á mánudag, alls um 80 manna hópur frá Egils- stöðum og Vopnafirði. Viö fórum upp nálægt bænum Hvanná I Jökuldal og upp á Smjörvatns- heiöi. Flokkarnir af Egilsstööum settu upp búöir viö Beinavöröu, en þaöan eru 7-8 kilómetrar i loft- linu aö slysstaönum. 7-8 leitar- flokkar leituöu á svæöinu, sem var um 4-500 kilómetrar. Flakið stendur tæpt Skyggnið var afleitt og til merkis um þaö má nefna, aö leitarflokkar frá okkur leituðu svæöiö, þar sem flugvélin fannst, tvisvar án þess aö sjá flakiö. Um sex leytiö i gærmorgun fann svo flugvél frá Flugfélagi Austurlands vélina syöst i Smjör- fjöllum. Flakiö var rétt undir bungu, sem er um 1230 metra hjá. Flugvélin hefur flogið inn i mjög háan klettavegg, rétt undir brún- um fjallsins, en hrapað svo niöur á klettasyllu nokkru neöar. Flakið stendur mjög tæpt og slútir snjóhengja yfir þaö 30-40 metrum ofar. Brattinn i hllðinni er um 70 gráöur og er stfellt grjót- hrun. Sáralitiö þarf til aö vélin hrapi og yrði falliö þá hundraö metrar. Ég álit aö þaö sé stór- hættulegt aö fara um borö I vél- ina”, sagöi Einar Rafn. —ATA Björgunarsveitarmenn úr Reykjavlk héldu til Egilsstaöa siödegis i gær. t dag klifa þeir upp aö flaki flugvélarinnar og sækja llk hinna látnu. (Visism. KAE) Fréttamenn óánægðir með aö Sigmar taki við Víðsjá? „Kom á óvart” - seglr Kárl Jónasson Loki segir Eftir aö Alþýöubandalagiö hætti aö berjast fyrir brottför varnarliösins, hefur þaö tekiö upp haröa baráttu fyrir þvi aö erlendir liöhlaupar, sem hing- aö koma á fölsuöum papp- irum. fái að vera hér áfram. „Ég tek þaö fram, aö leggi fréttastofan á þaö mikla áherslu aö halda Viösjár-þættinum úti, þá held ég, aö þaö veröi aö koma bein yfirlýsing frá þeim, hvaö þeir geta hugsað sér aö gera við þessar aöstæður”, sagöi Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri hljóö- varpsins. 1 vor töldu fréttamenn sig ekki geta haldiö Viösjár-þættinum úti nema til kæmu breyttar og bættar ytri aöstæður. Lagöi Hjörtur Pálsson þá til, að Sigmar B. Hauksson tæki aö sér „maga- sin”þátt meö blönduöu efni. „Mér fannst á fundi með frétta- mönnum hljóövarpsins um dag- inn, að þeir væru ekki of hrifnir af tillögunni, sögöu, að hún hefði komiö þeim á óvart. Fréttamenn virtust vera á þeirri skoðun, aö hægt væri aö kippa I liöinn þeim hlutum, sem þeir settu aö skil- yröi. Þess vegna áttu þeir ekki von á, aö annar þáttur kæmi i staöinn. En þaö er svo, aö þegar einn þáttur hættir, veröur annar aö koma i staöinn”, sagöi Hjört- ur_ „Skortur á starfsmönnum og húsnæöisekla voru aöalástæö- urnartil þess,aðvið treystum okk- ur ekki til aö halda úti Viösjár- þættinum”, sagöi Kári Jónasson, aðstoöarfréttastjóri hljóövai'ps- ins. „Sem dæmi má nefna, aö það eru einir þrir starfsmenn á frétta- stofunni, sem ekki hafa eigið skrifborö eða ritvél”. — Hafiöþiö lýst andstööu viöþá hugmynd, aö Sigmar taki viö um- sjón þáttar, sem kæmi i staö Viö- sjár? „Viö vissum ekkert um þetta fyrr en um helgina og viö höfum enga afstöðu tekiö i málinu”ATA FORSETINN TIL Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, heldur til Hamborgarnk. sunnudag. Fer hún þangað i boði þýska sjón- varpsins, Nord Deutscher Rundfunk, til að vera viðstödd hátiðarfrumsýningu á kvik- myndinni Paradisarheimt eftir skáldsögu Halldörs Laxness. Vigdis Finnbogadóttir er væntanleg aftur til landsins laugardaginn 4. október. 1 fylgd meö forsetanum veröur Vigdis Bjarnadóttir, fulltrúi á forsetaskrifstofunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.