Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 2
Haftindur á leiö út úr Sandgeröishöfn. Trolliö er dregiö inn af handafli og sjórinn sýöur af fugli, sem býöur eftir æti. Hann Gunnar# vinur minn, Jónsson í Hafnarfirði keypti sér bát í sumar og fór að gera út á rækju. Þetta er 19 tonna koppur, og heitir Haf tindur.Gunni hefur gert ýmislegt á lífsleiðinni, hann hefur unnið í vélsmíði, hann er hertur togarajaxl og hann hefur sökkt sér niður i bílarall, svo eitthvað sé nefnt. En hann hefur ekki fyrr veitt rækju né gert úf. Allt er einu sinni fyrst. Við þurfum að fíla græj- urnar Ég hitti Gunna, þegar hann kom aö norðan með bátinn nýkeyptan og sagði að mikið skratti gæti verið gaman að fara með honum einn róður, eða svo. Allt i finu með það, sagði Gunni, en komdu ekki strax. Við þurfum fyrst aö „fila græjurnar” og komast almennilega i gang, áður en við tökum blaðamann með okkur. Svo liðu nokkrar vikur og veiðin gekk ekki neitt, það þurfti að laga nótina, það þurfti að gera við spilið, það þurfti að fá nýja nót og hitt og annað þurfti að lagfæra og kaupa og aö lokum voru keypt- ir nýintrollyirar.Þá varallt klárt og Gunni sagði að ég mætti koma. Við förum út klukkan fjögur i fyrramálið, sagði hann, og það er best fyrir þig að koma bara i kvöld og sofa hjá okkur um borð, þá sefurðu ekki yfir þig. Ljóshærður og úfinn á hár og skegg Eins og aðrir, sem veiða rækju við Eldey, leggur Gunni aflann upp i Sandgerði, og rétt fyrir mið- nættið rölti ég niður eftir bryggj- unni þar, með regngallann minn undir hendinni — ég á ekki virðingarverðan sjógalla, frekar en aðrir landkrabbar — og leitaöi að bát, sem gæti staðið undir nafninu Haftindur. Það voru margar raðir af bátum við bryggjuna, þeir lágu þarna hver utan á öðrum og högguðust ekki á lognsævinu, og það tók mig tölu- verða stund að finna rétta skipið. Hann lá utan á fimm eða sex öðr- um og það var dauöakyrrð um borð. Ég kallaði niður i opinn lúkarinn, en fékk ekki svar. Ég kikti á stýrishúsiö, það var læst, og’klifraöi siðan upp á bryggju aftur og spurði mann hvort hann heföi séð Gunna. Hann þekkti ekki Gunna. Ég klöngraðist yfir bátana aftur, um borð I Haftind og niður i lúkar, án þess að kalla. Þar niðri voru fjórar kojur, ein full af matvöru önnur af veiðar- færum,i hinum tveim voru teppi og svefnpokar og maður i annarri, sofandi. Hann rumskaði og umlaði eitthvað. Þetta var ekki Gunni, þessi var úfinn á hár og skegg, ljóshærður og viking- legur og þegar ég hafði i frammi tilburöi i þá veru að kynna mig, sagði hann mér að fara að sofa þarna á bekknum. Siðan sneri hann sér upp I horn og hélt áfram að sofa. Um morguninn spurði hann hvort mér væri ekki kalt — mér sýndist hann vera glottandi — og bætti við að sá sem heföi reynt að sofa þarna siðast heföi verið eins og vibrator þegar hann vaknaði. Ekki beinlínis hrós Svo var haldiö á veiðar. Gunni hafði skilað sér um borð einhverntima um nóttina og það kom i ljós að sá vikinglegi var Lárus Grimsson úr Hafnarfirði, aflaskipstjóri á loðnu, haföi áður fengist við að kenna frumstæöum þjóðum suður i heimi aö veiða fisk og þar áður verið á hafrann- sóknarskipum og vissi eitt og annaö um störf og hætti fiskifræð- inga. Hann sagði mér sitthvað af þvi, en bannaði mér að hafa það eftirsér, enda voru það ekki bein- linis hrósyrði, sem hann notaði. Lalli tók stýrið og Gunni fór niður i vél. Vel fyrir utan höfnina var stoppað. Helvitis astikið var i einhverju ólagi, datt út öðru hvoru, og það var ómögulegt að treysta á þaö. A miðunum var allt fullt af flökum og alls konar drasli á botninum og voðinn er vis, ef maður lendir innan um það og festir nótina. Þess vegna var beðið fyrir utan, eftir bát, sem gæti visað veginn. Það .■ fóru heldur fáir rækjubátar út þennan dag, það var eitthvert stopp á móttöku hjá annarri stöbinni sem kaupir rækjuna, en þaö varð þó ekki svo löng bið, einn þeirra kom svamlandi út úr höfninni og þá var keyrt á fullu út á miðin. 4 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.