Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Dansinn stiginn I Hollywood. ,,Má ég sjá nafnskirteiniö þitt?” ég næ mér í píu” hvort maður þekkir ekki ein- hvern og yfirleitt er svo. Suma hittir maður aldrei nema á þessum stöðum. Við reynum að dreifa þessu svolitið og fara ekki alltaf á sama staðinn, þvi það er mikill munur á skemmtistöðun- um.” i hverju felst þessi munur? ,,Ja, ef við ætlum að dansa, förum við i Sigtún, en hingaö komum við til aö labba um og horfa á fólkiö.” Er ekki hægt að dansa hér? „Það býður okkar bara enginn upp,” svöruðu þær stöllur. ,/Kem stundum hingað sjálfur að skemmta mér." Viö stilltum okkur næst upp við barinn til að spjalla við Guðmund Sigtryggsson, barþjón. ,,Ég hef unnið hér i tæpt ár og kann þessu mjög vel, svaraöi hann spurningu okkar um starfiö. Kemst þú þá nokkurn timann sjálfur út að skemmta þér, ef þú ert hér öll kvöld? ,,Já,þaðgeriég,þviég vinn hér ekki nema 7 til 8 kvöld i mánuði.” Kemur þú hingað til að skemmta þér eða ferðu eitthvaö annaö? „Ég kem yfirleitt hingað,” svaraði hann, og nú kom viö- skiptavinur, svo við gátum ekki tafið hann lengur. „Ég kem hingað fyrst og fremst til að dansa." Við gengum að dansgólfinu. bar tókum við eftir ungri stúlku, sem sýndi mikil tilþrif á gólfinu. Við fórum til hennar og spuröum hvort við mættum aðeins trufla hana, og tók hún þvi vel. Það mætti halda að þú værir atvinnudansari, sögðum við og mikið rétt. „Já, ekki get ég neitað þvi,” svaráði Fanney Gunnlaugs- dóttir, en það er nafn hennar. „Enda kem ég hingaö fyrst og siöast til að dansa. Annars er ég danskennari hjá Jass-balletskóla Báru.” Ferðu oft á skemmtistaðina? „Ég fer yfirleitt svona einu sinni i viku.” Og kemurðu alltaf hingað? „Já” Af hverju hingað fremur en eitthvað annað? „Hér er skemmtilegasta stemningin, og á við mann meira en annars staðar.” Og nú var Fanney farin að iða i skinninu eftir að komast aftur út á dansgólfið, svo við þökkuðum henni spjallið og létum þetta nægja. „i mínum verkahring að ráða skemmtikraf ta hingað." Skemmtanastjóri er starfsheiti eins starfsmanna i Hollywood, en hvað þýðir það? „Ég sé um að ráöa skemmti- krafta hingað og hef yfirumsjón með öllum skemmtunum, sem hér eru, svo sem tiskusýningum og öðrum uppákomum á okkar vegum,” svaraði Magnús E. Kristjánsson, þessari spurningu okkar. „Stundum þarf ég að taka þátt i þessum skemmtunum sjálfur til dæmis með þvi að vera kynnir.” Og er þetta skemmtilegt starf? „Já, mjög svo.” Mikil örtröð. Þegar hér var komið við sögu, var klukkan farin að halla i eitt og orðin mikil þröng á þingi, nánast hvergi hægt að tylla sér niður. Dansgólfið var svo pakkað að vart var hægt að hugsa sér að fleiri kæmust þar fyrir. Þeir sem ekki voru þar voru ýmist á hring- sóli um staðinn eða sátu og spjölluðu saman, nema hvort tveggja væri. Ásigkomulag gest- anna var með ýmsu móti, þótt i heildina litið væri ekki áberandi drykkjuskapur. Starfsmennirnir voru iðnir við kolann að koma þeim, sem höfðu fengið sér of mikið neðan i þvi, á réttan kjöl aftur. Sumir tóku það óstinnt upp og var þeim umsvifalaust varpaö á dyr. Okkur fannstnúkominntimitil að kanna aðrar slóðir, þökkuðum Hollywood-mönnum góðar mót- tökur og fórum út. En það var hægara sagt en gert, slik örtröð varutan dyra. bað tókst þó og við tókum stefnuna i Klúbbinn. „Ég hætti ekki fyrr en ég næ mér i piu." Þegar við komum i Klúbbinn var allt rólegt þar, nánast engir biöu utan dyra, og engin örtröð fyrir innan heldur. Fljótlega rákumst við á ungan pilt, sem þar ráfaði um staðinn. Viö svifum á hann, og spurðum, hvað hann væri að gera. „Ég er að leita mér að piu,” svaraði hann að bragði. Og gengur það eitthvaö? „Ekkert of vel. Þetta er þriðji staðurinn, sem ég kem á i kvöld og ekkert gengur.” Hvernig berðu þig að? „Maður býður þeim upp i dans og siðan verður það að ráöast með framhaldið. Ég gefst ekki upp fyrr en ég hef náð mér i ein- hverja,” sagöi hann og þar með var hann rokinn. „Verö aldrei leiður á lög- unum." Gisli Konráðsson heitir einn plötusnúðanna i Klúbbnum. Við tókum hann tali milli laga. Er ekki þreytandi að snúa plötum á svona stað, kvöld eftir kvöld og kannski meira og minna alltaf sömu lögin, sem spiluð eru? „Nei, þetta er alls ekki þreyt- andi. Ég reyni að komast hjá þvi að spila mikið sömu lögin, þannig að ég verð aldrei leiður á þeim. Auðvitað biðja margir um ein- hver ákveðin lög og maður reynir að verða við sem fiestum þeím kröfum, en annars ræð ég hvaö sett er á fóninn.” Er þetta alltaf sama fólkið, sem kemur hingað? „Þaö fer nú nokkuð eftir kvöldum. Til dæmis á fimmtu- dögum er mun yngra fólk hér, en á föstudögum og laugardögum. En auðvitað eru hér fastagestir eins og annars staðar.” Vísir heimsækir nokkra skemmtistaói borgarinnar Nú þurfti Gisli að fara að skipta um plötu, svo við kvöddum hann og þökkuðum spjallið. „Getur verið þreytandi til lengdar" Ferð þú mikið á skemmtistað- ina? spurðum við mann einn, sem sat einn og sér úti i horni. „Já, svona þrisvar I viku,” sagði hann. Ertu einn, þegar þú ferð? „Já, oftast.” Er það ekki leiðinlegt til lengdar að fara alltaf einn á þessa staði? „Jú, það getur verið það, enda missi ég stundum úr helgi.” Kemurðu alltaf hingað? „Já, Klúbburinn þjónar mér alveg. Hér fæ ég allt, sem ég þarf.” Til hvers kemurðu hingað? „Mér finnst leiöinlegt að hanga einn heima og svo er alltaf sjens á að ná sér i stelpu.” Heldurðu, að þér takist það i kvöld? „Nei, ég býst ekki við þvi, klukkan er orðin of margt. Væri varla timi til að bjóða henni upp I dans.’” Byrja kynnin alltaf þannig? „Já, allavega hjá mér. Má kannski bjóða þér upp i einn?” Þegar Visismenn höfðu kvatt þennan kappa var klukkan langt gengin i þrjú og Klúbburinn eins og aðrir skemmtistaöir borgar- innar, að loka, svo við fórum út I myrkrið og létum þetta gott heita. —kÞ. „Ég kem hingað fyrst ogsiöast til að dansa”, sagði Fanney Gunniaugs- Rabbað saman yfir glasi. dóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.