Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 6
VISIR 6 Johnny er sloltur er hann sýnir tattó- veringuna á öxlinni á sér. „Þessi er flottari, hann er yngri á henni.“ Þann 16. ágúst í sumar voru liðin þrjú ár frá dauða rokksöngvarans fræga Elvis Presleys. Þeir eru margir sem enn þann dag í dag syrgja rokk- kónginn mikla og þús- undum saman hópast þeir að Graceland Mansion í Memphis þar sem Elvis bjó og er grafinn, ásamt foreldrum sínum. Á þriggja ára dánar- afmæli Presleys voru mik- il „hátíðahöld“ í Memphis. Þennan eina dag komu um 30 þúsund manns að gröf hans til að votta honum virðingu sína og ást. En það voru fleiri, sem heimsóttu Memphis um þetta leyti. Þeir eru margir sem lifa á því að selja aðdáendum Presleys alls konar minja- gripi um hann og þennan dag voru sölumenn á hverju horni og auglýstu Presley-vörur sínar: EIvis- bækur, blöð, boli, hljóm- plötur, töskur og svona mætti lengi telja. Einn að aðdáendunum sem komu til að minnast Presleys þennan dag var Johnny frá Billingham í Englandi. Hann var einn af 350 breskum aðdá- endum Elvis Presleys er voru komnir til að vera viðstaddir minningarathafnirn- ar sem haldnar voru i Memphis þennan dag. Það var Ferðaskrifstofa aðdá- endaklúbbs Elvis Presleys í Englandi sem skipulagði þessa ferð og hér var hópurinn loks kominn á áfangastað. Johnny sat á gangstéttarbrúninni og var að velta þvl fyrir sér hvort hann ætti að eyða 500 dölum til að fara að skoða grafirnar og hvort hann ætti að fara niður að söluturnunum og kaupa minjagripi. í hvert sinn sem syrgjandi aðdáendur komu út á götuna byrjuðu sölumann að kalla og hrópa til að laða þá til sín. Og aðdáendurnir kaupa næstum hvað sem er, jafnvel líkön af Elvis Presley, búin til úr pappa, renna út eins og heita lummur á 50 dali stykk- ið. Einn af yfirvörðunum við hliðið er föðurbróðir Presleys, Vester. Hann segir frá því að stöðugur straumur aðdáenda sé að gröfinni, en auðvitað komi flestir í kring um afmælis- og dánardag söngvarans mikla. Inni í garðinum stendur tuttugu og fjögujga herbergja húsið sem rokk- stjarnan átti heirna í. Til vinstri við það eru grafirnar og ekki langt frá er sund- laugin og frá gosbrunninum berst stöð- ugur niður. Þeir sem vilja gefa tárum sínum lausan tauminn, leita gjarnan í skuggann af súlnagöngunum sem setja svip á umhverfið. Allt er þakið blóm- Aödáendur hans og sölumenn halda upp á þriggja ára dánarafmæli söngvarans Lofræður um goðið mikla Ekkert áfengi á laugardögum um, og blómaskreytingarnar sýna, að þeir sem hafa blómaskreytingar að at:_ vinnu, lifa góðu lífi hér í Memphis. Um kvöldið var haldinn mikil veisla í hátíðarsal háskólans. Þar voru mættir ýmsir fyrirmenn borgarinnar og aðrir gestir. Heiðursgesturinn var á ný Jerry Lee Lewis. Eftir stutta bæn, þar sem þakkað var fyrir þá hæfileika sem Elvis, og aðrir, hefðu fengið og deilt með almenningi — amen — var haldið að veisluborðinu og krásunum síðan skolað niður með istei. (Á Iaugar- dögum drekka menn ekki áfengi í Memphis). Síðan hófust ræðurnar. Aðeins varaborgarstjórinn Bill Morris, aðdáandi Elvis sígði fá, en velvalin orð, hinir allir töluðu og töluðu. Daginn eftir fóru bresku ferðalang- arnir til Tupelo, fæðingarbæjar Elvis. Fyrir marga var þetta hápunkturinn á þessu minningarferðalagi. í Tupelo er búið að hanna sérstakan Elvis Presley garð. Hann er í kring um litla húsið sem hann fæddist í. Þar er líka kapella og leikvöllur og fleira. allt þetta var gert fyrir peninga sem Elvis sjálfur gaf, eða aðdáendur hans söfnuðu eftir dauða hans. Tupelo er lítill bær, þar er aðeins ein aðalgata en tveir bankar. Allir í bænum þekktu Elvis, voru skólafélagar hans, leikfélagar, kennarar eða kærustur. Athöfnin í Tupelo byrjaði eins og allar hinar athafnirnar á bæn. Bæjarstjdrinn Fleiri tóku til máls og fluttu lof- ræður um goðið mikla. Sam Philips, maðurinn sem uppgötvaði Presley, hélt langa ræðu um kynni sín af þessum góða manni. „Minning hans mun lifa áfram í hjörtum okkar“ sagði hann. Þess má geta að tónlist hans lifir annig áfram og þennan dag var þáttur um Elvis Presley i útvarpsstöðinni sem Sam Philips rekur. Heiðursgesturinn Jerry Lee Lewis, annar af þeim sem Philips uppgötvaði. í öðrum enda bæjarins voru haldnar samkomur þar sem fyrrverandi líf- verðir Presleys töluðu frjálslega um starf sitt fyrir hann og líf hans. í salnum þar sem minningarathöfnin hafði farið fram um morguninn var haldinn fyrirlestur. Dr. Jhon Bakke hélt fyrirlestur um Elvis PresLy og bluesinn. Af öllum þeim sem töluðu um líf Presleys þennan dag komst hann næst sannleikanum, að Presley hafi opnað augu millistéttarfólksins fyrir tónlist svarta fólksins „Rythm n’blues". Það að áheyrendur voru aðeins tólf virtist ekki hafa nein áhrif á dr. Bakke. Fyrirlesltur hans var sá síðasti i röð af fyrirlestrum sem haldnir voru til að skýra þátt Memphis í þróun tónlistar í Bandaríkjunum. Margir vildu halda því fram að Memphis væri miðpunkturinn í þessari þróun meðal annars vegna Elvis Presleys. Aðdáendur virða fyrír sér grafreit Elvis Presley og foreldra hans. A leiðunum eru stórar plötur úr marmara. I Memphis verður allt, sem er tengt nafni Elvis Preslcys eða ber nafn hans, að peningum. Guði þakkaðir hæfileikar Presleys Memphis tók svo sannarlega vel á móti gestum sínum þennan laugardag. í út- varpinu var stöðug dagskrá um Elvis Presley og í sjónvarpinu voru sýndar kvikmyndir með honum í aðalhlut- verki. I stað auglýsinganna, sem alltaf er skellt inn á milli, voru sýndar þriggja ára gamlar fréttamyndir frá þvj er fréttist að Elvis væri dáinn. Snemma þennan morgun var minn- ingarathöfn um Elvis í háskólanum í Memphis. Gamall og gráhærður prest- ur sr. C.W. Bradley hóf athöfnina með stuttri bæn. í henni þakkaði hann fyrir þá Guðsgjöf sem Elvis Presley var, og þá hæfileika sem Guð gaf honum. Sonny Mashburn er meðlimur í bæjar- stjórn Memphisborgar. Hann er einnig sá sem sá um útför móður Elvis Presley árið 1958. Hann steig upp í ræðustól- inn þennan morgun og sagði frá því að' Elvis hafi alltaf verið fyrirmyndar sonur og að miklir kærleikar hefðu alltaf verið á milli hans og móðurinnar. Hann sagði frá því hve mikil sorg það hafi verið fyrir Elvis að missa hana, en að mitt í þeirri miklu sorg þá hafi hann ekki gleymt aðdáendum sínum. „Við jarðarför móður Presleys voru meira en tiu þúsund aðdáendur hans við- staddir og tóku þátt í sorg hans. Presley sagði, að hann vildi óska þess að hann gæti tekið í hendina á öllu þessu fólki.“ í Elvis Presley garðinum í Tupeio. Bænir og tár syrgjandi aðdáenda hans kvikmynduð fyrir breska sjónvarpsáhorf- endur. lifir áfram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.