Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 7
VISIR Alltaf Elvis, Elvis lifir ennþá, úrvalið af minjagripum um Elvis er ótrúlegt í Memphis. Þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar, allt fra áprentuðum bolum niður í innkaupatöskur með nafni hans. Clyde Wittaker drúpti höfði ásamt syrgjandi aðdáendum og öllum hinum sem þarna voru samankomnir, og flutti bænina. Orðin komu jafn sjálfkrafa af vörum hans eins og hefði hann verið að biðja borðbænina, sem hann hefur farið með á hverjum degi í mörg ár. Og síðan var haldið í sjoppurnar. Ensku pilagrímamir drukku kók, keyptu minjagripi og létu tattóvera sig. Johnny sýndi hreykinn myndir af Elvis á sitthvorri öxlinni á sér. „Þessi hérna er betri hann er yngri á henni og myndarlegri“. Aron Straht var samt sá sem fékk flottustu myndina. Á bringu hans var dansandi Elvis Presley með gítarinn. Milljon lítrar af kók Einn af bæjarbúum Tupelo sagði, að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því hvað garðurinn var mikilvægur fyrir fjárhag bæjarins fyrr en eftir dauða Presles þegar aðdáendurnir byrjuðu að streyma. Aðdáendurnir eru mikilvægir fyrir fleiri en bæjarbúa í Tupela. í Memphis halda þeir lifinu í meira en tíu minja- gripavöruverslunum, lítrarnir af kók sem þeir hafa drukkið eru taldir í mill- jónum og sömuleiðis hamgorgararnir. Vörumarkaðurin sem er staðsettur ekki langt frá heimili hans gengur mjög vel eins og allt annað sem tengt er nafni EIvis. Til dagsins í dag hefur selst meira en einn milljarður af hljómplötum hans. Fyrir marga var það mikið áfall þegar fréttist um dauða rokkstjörn- unnar miklu. Carol Ratcliff, sem kom frá Minneapolis til Memphis til að votta minningu hans virðingu sína vegna þess að hún elskaði hann, segir frá því að þegar henni var sagt frá dauða hans hafi hún ekki trúað því. „Ég hélt að þetta væri bara illa fundið grín.“ Nei, dauði hans var ekki grín hann var eins raunverulegur og líf hans hafði verið óraunverulegt. En hann þýddi að draumar þúsunda manna voru brostnir. í Elvis Presley sáu menn drauma sína rætast. Þeir voru ekki bara aðdáendur raddar hans heldur einnig staðreyndarinnar að hann var einn af þekktustu Bandaríkja- mönnunum. Frægð hans jafnast á við frægð manna eins og John F. Kennedys, Muhamed Ali og Andrésar Andar. Hann náði til jafn margra og Kóka Kóla gerir. Aðdáendur hans eru flestir á fertugsaldri og þar yfir. í EIvis sá fólkið allt það sem það langaði til að vera en gat það ekki orðið. Hann var allt í senn mömmudrengur og kyntákn, popptónlistarmaður og trúarsöngvari, ljúfur og góður og síðan hamslaus. Hann náði langt í listinni að safna peningum, hann hafði útlitið og kyntöfrana með sér. Öll þau ósköp af bananasplittum, gosdrykkjum, hamborgurum og pylsum sem fóru ofan í hann, allir fínu bílarnir sem hann átti, reiðhestarnir, vinirnir og vinkonurnar, — réttara sagt sníkjudýrin og ástkonurnar —, já og þess vegna gæti maður talið með öll þau róandi iyf sem hann innbyrti, allt er þetta bara margfaldaður skammtur af því sem aðdáendurnir óskuðu sér til handa. Og ekki var það erfitt fyrir þá að ímynda sér sig í hans sporum, vegna þess að enginn vissi i raun og veru hvaða persónu hann hafði að geyma. AUan feril sinn fékk elnginn að taka almennilegt viðtal við hann. Frá skósveini til konungs Hann lét aldrei neitt uppi um skoðanir sínar á málum sem voru efst á baugi. Hann var sá spegill sem allir gátu speglaði sig í. Og eins og pílagrím- arnir á miðöldum fóru til hinna helgu staða til að leit-ahins góða, þá fara hinir miðaldra aðdáendur Elvis nú til bústaðar hans til að spegla sig í auð- æfunum hans. Það sem hann gerði er draumur almenningsins; að vinna sig upp úr sárustu fátækt sem vörubíls- stjóri í sofandi smábæ upp í það að verða kyntákn og gulldrengur með gítar, fyrirmynd alls hins vestræajt heims. í stuttu máli fara veginn frá skósveini til konungdóms. ÁB Góð greiðslukjör A A SIÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Notið helgina og skoðið íslensk úrvalshúsgögn Húsgögn sem standast fímans tönn P/uto Amigo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.