Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 11
VÍSIR hœ krakkar! » » * n ♦ i * • » ♦ II Ljóðid í dag velur Hulda Sigrún Bjarnadóttir# 9 ára# Hóla- braut 6, Höfn í Horna- firði. Hún sendi líka teikningu af þvi, þegar hún var í sumarfrii í sumar með fjölskyldu sinni. Fjölskyldan fór i sumarferð í Hallorms- staðarskóg og Vaglaskóg, þar sem verið var í tjaldi. Hulda Sigrún velur sér Ijóöið Skynjun, en það lærði hún, þegar hún var í ísaksskólanum i Reykja- vík, en þar var hún í 5 ára bekk. Gaman er að sjá allt, sem ég á. Fiðrildið mitt, leiktu þér, en láttu ekki í þig ná Ef ég væri fiðrildi, ég flygi um loftin blá Gaman er að heyra í úrinu, sem ég á. Ég held á því við eyra og hlusta svo á. Það getur sagt tí, tí, tí en það kann ekki að Slá. Ó, hvað þú angar, elsku rósin min. Nefið á mér langar í lifrauð blöðin þín. Lyktin kemur langar leiðir til mín. Gaman er að smakka graut og skyr og mjólk og brauðið af bakka, bakað í tólk. Af því verða krakkarnir fullorðið fólk. Lof mér að str-úka, litli kisi minn, kroppinn þinn mjúka, kaf loðinn. Ég þreifa á þér með hendinni og hlýjuna finn. •m Gátur 1. Ég hef enga fætur, en fer þó fram og til baka. Ég hef engan munn, en bít þó með tönnom.Hver er ég? 2. Hvað er verra en gír- affi með hálsbólgu? 3. Hvert sem þú snýrð þér, snýr það beint fram. Hvað er það? 4. Presturinn og dóttir hans, hringjarinn og frú hans,fylgdust að til kirkj- unnar. Þau voru samt að- eins þrjú. Hvernig gat það verið? Skrýtlur Ferðamaður í bæ nokkrum: Það eru engin minnismerki eða styttur héríbænum. Hafa engin stórmenni fæðst hér? Drengur: Nei, hér fæð- ast aðeins smábörn. Siggi: Hvað myndirðu gera mamma, ef einhver bryti stóra kristalsvas- ann þinn? Mamma: Ég myndi flengja duglega þann, sem hefði gert það, og reka hann síðan i rúmið. Siggi: Pabbi braut kristalsvasann. Viðskiptavinur: Ég keypti hérna tvær f löskur af hármeðali til að auka hárvöxtinn, en hárið vex ekki neitt meira en áður. Kaupmaðurinn: Það er skrýtið. Þetta hármeðal hefur hjálpað svo mörg- um. Viðskiptavinur: Jæja, ég get þá reynt að fá eina flösku í viðbót, en það verður sú síðasta, því að þetta er bannsettur óþverri á bragðið. Svör viö gátum. B-stykkið. • 1. Sögin 2. Þúsundfætla með llkþorn á hverjum fæti. 3. Nefið. 4. Kona hringjarans var dóttir prestsins. Umsjón: Anna Brynjólfsdóttir Hver nær i ostinn, Jennieda Torfi? Hvaða stykki hæfir nákvæmlega til að bæta buxur apans? Krossgáta pu, SIMIP'- rti-AC (T IllA f t> trt.cuH Pt ei.fcejj HbP- AtJ A iTUT ATfirK 'opcm RööÐ KEMKE-'I któÉUR M4 NtJ I X 51lif t 3 Ul £ WAklK írUK Ui £ J2US sbu/t-- FOCi. mo \; A. VEiK mu X

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.