Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 16
V VÍSIR ['galdra- i NORNIN ILEYSTI , IMORÐGAT- jUNA I Árum saman hvíldi hið óupplýsta morð Alicc Lau/ Gilchrist eins og | mara á móður hennar og systrum. Eiginmaður hennar hengdi sig í fangelsi, en konurnar þrjár trúðu því aldrei að hann væri sekur. Við banabeð móður sinnar hétu systurnar því að þær skyldu hafa upp á morðingjanum og í örvæntingu sinni leituðu þær á náðir galdranornarinnar í litla húsinu með stráþakinu í Sussex. Anna Hankins, djöfladýrkandi og galdranom eins og formæður hennar höfðu verið k.vnslóð effir kynslóð. IVIeð skyggnigáfu sinni hafði hún oft aðstoðað lögreglu við leit að horfnu fólki og eins við að koma upp um morðingja. Eitt skilyrði urðu lögreglu- menn þó alltaf að samþykkja, að henni yrði hvergi getið. Systurnar Doris Law Ciayburn og Enid Law Wydell vissu að þriðja systirin. sú elsta Alice Law Gilchrist hafði verið myrt. Þær vissu auk þessað Anne Adrienne Hankins var galdrakerling, og þar sem þær voru guðhræddar og trúræknar konurvar það hár þröskuldurefasemda og ótta sem þær urðu að yfirstiga áður en þær gátu fengið sig til þess að leita á náðir hins svokallaða svartagaldurs. Anne Adrienne Hankins var hjart- anlega sama um það rót sem var á til- finningalífi systranna. Ekki hafði hún gert boð eftir þeim. En ef ætlunin varað afhjúpa morðingja þriðju systurinnar þá var hún sú eina sem það gat gert. Anne Hankins býr í litlu húsi með stráþaki I Sussex í Englandi og í kven- legg ættar hennar hafa alltaf verið frægar galdranornir kynslóð eftir kyn- slóð. Ein formæðra hennarlauk lífi sínu á bálkestinum. En það er liðin tíð að galdrakonur þurfi að óttast yfirvöldin. Það eina sem Anne Hankins óttast er almannarómur. Ilún vill fá að vera I friði. I þau skipti sem hún hefur aðstoðað lögreglu við leit að horfnu fólki eða við að hafa upp á morðingjum, hefur hún ávallt sett það skilyrði að hennar verði hvergi getið. Hún falast ekki eftir viðskiptavinum og ekki er gestkvæmt hjá henni. Eina leiðin til þess að fá hana til þess að beita hæfileikum sínum er ef hægl er að sannfæra hana um að fólk líði sálar- kvalir vegna þess máls sem hún er beðin að taka að sér. Reikningur sá sem fylgir lausn hvers viðfangsefnis er ætíð himinhár. Þessi dularfulla og lítt þekkta kona tók vingjarnlega á málaleitan systr- anna. Hvort tveggja var að þær áttu við erfitt vandamál að striða og jafnframt að hér myndi reyna á skyggnihæfileika galdrakonunnar. Skyggnst inn í fortíöma Systumar höfðu skrifað Anne Hankins og gert grein fyrir erindi sínu í stórum dráttum. Fyrir mörgum árum síðan var systir okkar myrt á hroðalegan hátt. Morð- inginn fannst aldrei, en við banabeð móður okkar fyrir nokkrum árum siðan hétum við henni þvi að við myndum ekki létta leitinni fyrren morðingi syst- ur okkar væri fundinn. Anna svaraði um hæl og sagðist myndu láta til leiðast að aðstoða syst- urnar að því lilskildu að þær hefðu meðferðis eitthvað af fatnaði hinnar myrtu og Ijósmynd af henni. Auk þess mættu þær ekki nefna það við nokkurn lifandi mann hvert ferðinni væri heitið og þær yrðu að koma einsamlar. Systurnar fóru í einu og öllu eftir því sem af þeim var krafist og galdranornin tók á móti þeim á heimili sínu, leiddi þær til stofu og bar fram te. í um það bil stundarfjórðung sat hún og virti fyrir sér Ijósmyndina sem syst- urnar höfðu haft meðferðis, síðan tók hún til við að handfjatla föt hinnar látnu. Að lokum tók hún til máls: „Ekki á ég von á að ykkur liki alls- kostar það sem þið fáið nú að heyra.“ „Við viljum aðeins fá að heyra sann- leikann", svaraði þá önnur systirin. „Mál þetta hefur legið eins og mara á okkur. Ef þú séreitthvaðgreindu okkur þá frá því án tillits til þess að það kunni að verða okkur þungbært." Anne Hankins sat hreyfingarlaus smástund og starði stíft á vegginn fyrir L Hcrmennimir þrir sem voru i ibúðinni þegar morðið var framið. Þcir voru teknir til yfirheyrslu en siðan sleppt lausum. Það var svo ekki fyrr en 36 árum síðar að sann- leikurinn kom í Ijós. Fyrir miðju er Wrensey sá eini sem komst lifs af úr hildarleik stríðsins. Hann vissi hver morðinginn var. Þessi mynd var tekin af Alice Gilchrist þegar sagt nei við neinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.