Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 21
VÍSIR •1 ‘ '21 sandkasslnn Gisli Sigur- geirsson, blaðamaður Visis á Akur- eyri, skrifar. Ævinlega sæl og blessuð. • „Eftirlitsflugfreyjur völdu til ráðningar“, segir Mogginn á sunnudaginn. Með leyfi að spyrja. hverjir höfðu gert eitthvað það af sér, að ástæða væri til að veita þeim ráðningu? • Ég las það líka í Mogg- anum; „Á dagskrá hljóð- varps í dag kl. 10.25 er er- indi. Markús Á. Einarsson talar um veðurspár. Þetta er fyrsta erindið af sjö ...“. Þetta á ég erfitt með að skilja. Ég man ekki betur en ég læsi í Dagblaðinu í dag- skrárumsögn kollega míns, að erindið hafi verið flutt á sunnudaginn var — og verið bæði fróðlegt og skemmti- legt. Það hefur kannski verið með það eins og svo margt annað í Dagblaðinu?! • Það eru tvö íþróttafélög hér á Akureyri, Þór og KEA, nei fyrirgefiði, KA, og er stundum heitt í kolunum. Þórsarar voru að þekja íþróttavöllinn sinn í sumar. Sögðum við þá frá því, að þeir hefðu haft einn KA mann sér til aðstoðar. Hann hefði hrópað í sífellu yfir mannskapnum á meðan verið var að þekja, „þetta græna upp, drengir, þetta græna upp ...“ Þórsarar voru heldur seinir til svars, en þeir hafa loks gefið skýr- ingu á þessu. Þeir segja að KA hafi nefnilega haft reynsluna. Þeir hafi snúið þessu brúna upp. Þess vegna sé ekki stingandi strá á þeirra velli. • Þegar ráðherrar og ráða- menn Flugleiða voru að stússast úti í Luxemburg á dögunum, vildu ráðamenn þar sýna gestrisni. Þeir gáfu því öllum gestunum nýja og fína harðkúluhatta. En vitiði hver þurfti stærsta númerið? Sá höfuðstærsti. % „Tvö þúsund krónur nægja fyrir daglegri máltíð í heilan mánuð,“ segir Mogginn. Ég hef alltaf þessa áráttu. að trúa Mogg- anum, en þarna fór ég flatt á því. Tvö þúsund kallinn dugði ekki einu sinni fyrir einni ýsu. • „Hvernig myndast vöru- verð“? spyr Mogginn. Bara vel held ég, en á þessum síðustu og verstu tímum held ég það sé réttara að vera með breið- linsu. L • „Innviðir flokksins fún- ir,“ segir Mogginn og nú hélt ég að hann ætlaði að taka Sjálfstæðisflokkinn á beinið og heimta endurbætur á þessum fúaskemmdum. Nei. nei, það var þá bara blað- auki um Pólland. Hvenær skyldi Mogginn gefa út blaðauka um innviði Sjálf- stæðisflokksins? • Málshátturinn: Margur verður svikinn í sæti, en síður á fæti. • Prófessorar hafa löngum verið utan við sig. Ég veit um einn sem átti Skoda, sem var stirður í gang. Eitt sinn fékk hann nokkra nemendur sína til að ýta Skodanum og sjálfur ætlaði prófessorinn að létta undir á meðan bíll- inn væri að ná ferð. Þegar Skodinn var kominn á gott skrið þakkaði prófessorinn nemendunum innilega fyrir hjálpina og vatt sér upp í bílinn, — en því miður í aft- ursætið. Þegar síðast fréttist var bíllinn á hraðri leið niður Bókhlöðustíginn. Og það sem meira er, þetta er sönn saga. • Beinagrind er fatafella sem hefur gengið of langt. • „Ekkert um herinn“, segir Þjóðviljinn á forsíðu. Það er gott að „Viljinn" læt- ur mann vita, hvað er ekki í blaðinu. • „Þeir græða vel á tipp- inu“, segir Vísir á íþróttasíðu á föstudaginn og á við þrjá ágæta vinnufélaga mína. Hummmmmmmmm • „Skattbyrðin hefur aukist um sex milljarða“, segir Dagblaðið og Karl Steinar Guðnason bætir við: „Krafan að láglaunafólkið fái til baka af þessum fjár- munum“. Sammála, hjart- anlega sammála. Hvar verð- ur borgað út? 0 „Sjálfstæðismenn bjóða samstarf í Flugleiðamálinu“ segir í Vísi. Kom ekki á óvart. þar sem ekki er alveg ólíkt á komið með Sjálf- stæðisflokknum og Tlugleið- um. 0 Kunningi minn sendi konuna sína á kvöldnám- skeið í matreiðslu í fyrravet- ur. Síðan hefur bara verið kvöldmatur á því heimili. Nú hefur kunningi minn lagt á ráðin til að komast á há- degisnámskeið í vetur. # Það er alltaf gaman af bjartsýn- ismönnum. Ég veit um einn. sem stóð fyrir framan af- tökusveitina. Liðsforinginn kom til hans og bauð honuni síðustu sígarettuna, en sá dæmdi svaraði: „Nei takk. ég er að reyna að hætta. Bless. bless. Líf og íist um helgina Leiklist Iðnó. Laugardagskvöld kl. 20.30: Ofvitinn eftir Kjartan Ragnarsson og Þórberg. Sunnudagskvöld kl. 20.30: Að sjá til þín maður eftir Franz Xaver Koetz. Þjóðleikhúsið: I kvöld og annað kvöld: Snjór eftir Kjartan Ragn- arsson kl. 20.00. Tónlist Laugardag: Orgeltónleikar á vegum TónliStarfélagsins í Krists- kirkju kl. 14.30. Almmut Rössler leikur verk eftir Back (þ.á m. Passacagliuna) Bruhns og Messiaen. Sunnudag: Almut Rössler leikur í Akureyrarkirkju kl. 20.30. Köbenhavns Strygekvartet heldur tónleika í Bústaðakirkju kl. 20.30. Á efnisskránni: Mozart, Gade og Beethoven. Myndlist Sigurjón og Gylfi sýna teikningar af leikmyndum í Torfunni.M.a. myndir af leikmynd Óvitanna og Flug- leiks. (Ljósm. Kristján) Þegar blaðið fór í prentun var vitað um þessar myndlistarsýningar: Ástþór Jóhannsson sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Gallery Landlyst, Eyjum. Jóhanna Bogadóttir grafík og olíumyndir á göngum Landspítalans. Jóhannes Jónsson sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Gallerí Landlyst, Eyjum. Jónas Guðvarðarson sýnir lágmyndir og skúlptur úr tré í kjallara Norræna hússins. Ketill Larsen sýnir í Eden, Hveragerði. Kristján Jón Guðnason sýnir vatnslitamyndir í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sigurður Örlygsson sýnir að Hamraborg 5, Kópavogi. Örn Ingi.sýnir í FÍM salnum. í dag að Kjarvalsstöðum: Haustsýning Félags íslenskra myndlistarmanna opnuð. Torfan: Sigurjón Jóhannsson og Gylfi Gíslason sýna leikmynda- tekningar. Listmunahúsið: Skúlptur og vefnaður frá Danmörku: Margaret Agger, Anette Höllesen, Kim Inaver og Anders Tinsbo. Opið 19—18 alla virka daga. Enn fremur er: Ásgrímssafn opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Ásmundarsafn opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá 13.30— 16. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30— 16.00. Listasafn fslands opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.00. Svör 1. Á Sauðárkróki. 2. Livcrpool. 3. Kvikmyndin átti að heita „Leitin að eldinuin" og það var 20th Century Fox sem ætlaði að fjár- magna kvikmyndagerðina. 4. Alberl Guðmundsson, Guð- laugur Þorvaldsson, Pétur Thor- steinsson og Vigdís Finnboga- dóttir. 5. Davíð Seheving Thorsteinsson. 6. Elisabet Traustadóttir. 7. Valsmenn. 8. 17. ágúst. 9. í úrslit. 10. Auglýstir voru 300 japanskir bílar á afar hagstæðu verði. 11. Jóhann Hjartarson. 12. Valsmenn. 13. Silfursjóður frá víkingaöld. 14. Um 51 prósent. 15. Suleyman Dcmirel. Jóhanna Bogadóttir sýnir grafíkmyndir á göngum Landsspitalans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.