Vísir - 01.10.1980, Page 1

Vísir - 01.10.1980, Page 1
 'o ***9t a - ~ .• ~ y , í' Miövikudagur 1. október 1980, 229. tbi. 70. árg. 1 Nokkrir Fríhafnarmenn játa hjðfnað og smygi:1 Slarfsmenn logreglu og tolls í vitorði? Fimm starfsmenn Frihafnar- innar eru viöriönir þjófnað á vörum af lager verslunarinnar, sem þeir siöan smygluöu út af vallarsvæðinu. Þrir þeirra munu þegar hafa játaö, en málið er enn til rannsóknar. Er þetta samkvæmt heimildum sem Visir telur áreiöanlegar. Þjófnaðurinn hefur farið þannig fram, að tolllás á lager- dyr hefur verið opnaður með lykli, sem aðrir en tollverðir eiga ekki að hafa til umráða, og vörur teknar af lagernum sem er að baki verslunarinnar. Ekki er ljóst um hversu mikið magn hefur verið að ræða, en menn telja að hér sé komin skýringin á því, með hvaða hætti sú rýrn- un hefur orðið i Frihöfninni, sem Visir hefur áður greint frá. Rannsókn málsins hefur stað- ið yfir lengi, en það var fyrst i fyrrakvöld og gærmorgun sem starfsmenn Fríhafnarinnar voru kallaðir til yfirheyrslu og nafa tveir þeirra verið úrskurðaðir i gæsluvarðhald og er búist við, að minnsta kosti einn til við- bótar verði settur i gæsluvarð- hald i dag. Talið er útilokað annað en að lögreglu- og/eða tollþjónar hafi verið i vitorði með afbrota- mönnunum og beinist rannsókn- in nú einkum að þvi atriði. Kristján Pétursson, deildar- stjóri i tollgæslunni á Kefla- vikurflugvelli, vildi i morgun ekkert um málið segja annað en það, að það væri mjög alvarlegt og rannsóknin á viðkvæmu stigi. —P.M. Sex auöir stólar blöstu viö sjónvarpsáhorfendum I gærkvöldi i umræöuþætti Sigrúnar Stefánsdóttur fréttamanns um málefni Fiugleiöa. Þetta voru stóiar fuiltrúa starfsmannafélaga Fiugleiöa, sem höföu þegiö boö um aö koma og spyrja Sigurö Helgason um málefni félagsins, en hættu siöan viö þátttöku. Eins og fram kom i Visi I gær, gáfu þessir fulltrúar starfsmanna engar marktækar skýringar á þessum þversnúningi. Rald- ur Oddsson, formaöur félags Loftleiöaflugmanna, vildi engar skýringar gefa i morgun en sagöi aö fulltrúar starfsmanna kæmu til meö aö gefa út yfirlýsingu i dag. — SG (Visism.GVA) „Svona KeOiuöréfa- starfseml élögleg” Lang kemur til Reykjavikur. Vantar tæki í flugvél Langs Vestur-þýski skrifvélavirkinn, Lang, sem hingað kom á mánu- dag, reyrður niður á þaki flugvél- ar, er enn hér á landi. 1 samtali við kappann, við komuna hingað, ráðgerði hann að halda til Græn- landsstrax i gærmorgun. Nú hef- ur hins vegar komið i ljós, að i vélina vantar fjarskipta-og tiðni- tæki, sem verða að vera um borð til að vélin fái leyfi til að fljúga yfir hafið. Lang mun nú vera að reyna að útvega sér þessi tæki hérlendis, en fyrr getur hann ekki haldið héðan. —KÞ Engln Vfösjá: Sigmar með kvöldpóst „Það var ákveðið á útvarps- ráösfundi á föstudag aö ég tæki við „magasinþætti” fjórum sinn- um i viku, og á hann að vera á sama tima og Viösjár-þátturinn var i fyrra vetur”, sagöi Sigmar B. Hauksson i samtali viö Visi i morgun. „Ég er að hugsa út grindina að þættinum og enn vantar mig nafn. Likast til fæ ég nokkra menn til að koma með efni og stutta þætti og ég býst við aö fá aðstoðarmann”, sagði Sigmar. Fréttamenn hljóðvarpsins höfnuðu á föstudaginn að halda Viðsjá úti i vetur, að óbreyttum ytri aðstæðum, en þeir fóru fram á að fréttamönnum yrði fjölgað og aðstaðan bætt. —ATA Áskrlftar- verð Vísis „Ég held, aö þaö sé alveg ljóst, að svona keðjubréfastarf- semi er ólögleg og mál, sem rekin hafa veriö fyrir nokkrum árum af svipuöu tilefni, hafa stutt þaö”, — sagði Bragi Steinarsson, vararikissaksókn- ari, er Vísir spuröi hann um lög- mæti keöjubréfa, sem borið hefur á hér á landi aö undan- förnu. Bragi sagðist að visu ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál, en ljóst væri, að tilgangur- inn leyndi sér ekki, þótt reynt væri að breiða yfir hann með breyttum aöferðum við útbreiðslu bréfanna. Tilgangur- inn væri að ná peningum út úr fólki með keðjuverkandi aðferð- um, en eins og dæmin hefðu sannað, væri slikt ólöglegt. Fyrir nokkrum árum var starfsemi keðjubréfahrings stöðvuð af yfirvöldum og rann- sókn hafin af þvi tilefni, sem leiddi til málaferla. I hinum nýju bréfum er mönnum heitið allt aö 20 milljón króna hagnaði ef beir gerast þátttakendur, en þau eru að þvi leyti frábrugöin þeim, sem áður hafa verið i um- ferð, að kaup og sala á upplýs- ingum um nöfn fara fram per- sónulega en ekki með aðstoð póstþjónustunnar. Er Visir hafði. samband við Þóri Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóra rikisins, i morg- un, sagði hann, aðenn hefði ekki verið tekin ákvörðun um rann- sókn þessa máls. —Sv.G. Vegna verkíallsdagana i sept- ember verður áskriftarverð blaðsins þann mánuð kr. 5.000 i stað kr. 5.500. Þvi miöur reyndist þó ekki hægt að gera þessa leið- réttingu við innheimtu áskriftar- gjaldsins nú / þar sem útskrift allra reikninga var lokið fyrir verkfall. Verður þvi áskriftar- gjaldið fyrir október i þess staö lækkað um kr. 500.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.