Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 2
vtsm Miðvikudagur 1. október 1980. .« « ; i « < ♦ — i Árneshreppi á Ströndum. Er gott að búa hér i sveitinni? Arnar Gústavsson, Steinstúni: Já, þaö er svo gaman aö vera i sveitinni. Ég hef fariö tvisvar til Reykjavikur en ég vil ekki eiga heima þar, þar er svo leiöinlegt. Páll Pálsson, Reykjafiröi: Ég er hér nú bara á sumrin, en jújú, mér finnst ágætt aö vera hér. Hvort ég vildi vera allt áriö? Ja, þaö er hæpiö en þó alveg eins. Baldur Sigurösson, Bjamarfiröi: Jú, mér likar bara vel, hvaö á maöur aö segja... Mér fellur ekki fyrir sunnan en hef þó ekki kynnst þvl mikiö. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Noröurfiröi: Já, þaö er ágætt. Ég held ég vildi ekki búa I þéttbýlinu, ég kann ekki viö þaö aö vera bundinn klukkunni. Margrét Jdnsdóttir, Kaupfélag- inu, Noröurfiröi: Ég hef nú búiö hérallatíö og þaö er allt annaö en aö koma bara I heimsókn. Ég veit heldur ekki eftir hverju er aö sækjast fyrir sunnan. ÍSÍdÓ'ugiækkUriTeméridáíl igpunnskólum borgarínnari Töluverö fækkun á nemend- um I grunnskólum Reykja- vikurborgar hefur átt sér staö undanfarin ár. Þá lætur nærri aö um 50% nemenda séu búsett- ir i nýrri hverfum borgarinnar þ.e. Arbæjar- og Breiöholts- hverfi. betta kom m.a. fram hjá Kristjáni J. Gunnarssyni fræöslustjóra á fundi sem hald- inn var meö fréttamönnum nú fyrir skömmu. Ekki liggur ljóst fyrir um hve mikla fækkun nemenda veröur að ræöa á skólaárinu 1980-1981 en skv. áætlun sem nú liggur fyrir veröa samtals 11.600 nemendur i grunnskólum borgarinnar á þessu skólaári. Er þaö 180nemendum færra en i fyrra. Þetta er heldur minni fækkun en verið hefur á undan- förnum árum, þvi þá hefur nemendum fækkaö að um 300-500 árlega. Þó eru ennþá um 160 færri nemendur i 7 ára aldursflokknum en i 15 ára flokknum. Þá kom fram hjá fræðslu- stjóra, aö full nýting er á skóla- húsnæöi i eldri hverfum borgar- innar, þótt þessar tölur gætu Kristján J. Gunnarsson fræöslustjóri segir frá fyrirhuguöu skóla- starfi i grunnskóium Reykjavikur á nýhöfnu skólaári. gefið annaö til kynna. Kemur þar ýmislegt til, en einkum þó það, aö þrengsli i þessum skól- um hafa minnkaö. auk þess sem nú þarf ekki að margsetja skól- ana, eins og áöur var gert. Þá hafa nokkrir skólar verið teknir til afnota fyrir aðra en grunnskólanemendur. Loks hafa verið gerðar breytingar á húsnæði nokkurra eldri skóla, og hefur kennslustofum m.a. verið breytt i húsnæði fyrir ýmsa starfsemi og kennslu sem áöur var ekki hægt að halda uppi i skólum vegna þess að ekki hafði verið gert ráð fyrir sliku þegar viðkomandi skóla- hús var byggt. Þrátt fyrir þetta myndi, að sögn fræðslustjóra, þurfa veru- lega fjárfestingu i ýmsum eldri skólum borgarinnar ef koma ætti á samfelldum skóladegi fyrir nemendur og i sumum hverfum eru húsnæðismál við- komandi skóla alls ekki leyst til frambúöar. Sem fyrr sagði eru um 50% nemenda búsettir i nýrri hverf- um borgarinnar. Farið er að bera á þvi að talsverður fólks- flutningur er farinn að eiga sér stað milli hverfa i Breiðholti. Eru nú fyrirhugaðar frekari framkvæmdir viö 3 skóla i Breiðholti, þ.e. ölduselsskóla, Seljaskóla og Hólabrekkuskóla, sem miöa að þvi aö bæta úr vandamálum vegna ónógs hús- næðis. _jss Björgunarnet Markúsar sannar gíldi sitt Nú þegar hafa björgunarnet Markúsar B. Þorgeirssonar sannað gildi sitt. Við björgunar- æfingu á rúmsjó hvolfdi gúmmi- bát af Herjólfi frá Vestmanna- eyjum og var björgunarnetinu kastað til eins skipsverja er fór i sjóinn er hinir þrir fengu bjarg- hringi. A tveimur minútum var skipverjinn er náöi til björg- unarnetsins dreginn inn fyrir boröstokk. Aö sögn skipverja þessa. Friösteins Vigfússonar, vélstjóra átti atburöurinn sér stað 27. júli. ,,Ég var hvergi þvingaöur og fór aö öllu leyti vel um mig i netinu” segir Friö- steinni yfirlýsingu þar sem' hann staöfestir gildi björgunar- netsins. A sjómannadaginn i Vest- mannaeymum var björgunar- netið sýnt og var það mat manna, að gildi þess væri svo mikiö aö lögbjóöa ætti það i öllum skipum. Markús Þorgeirsson hefur nú unnið að björgunarneti sinu i 3 ár og hópur þeirra sem telja netið nauðsynlegt á öllum skip- um, eykst stöðugt. „Fyrir hvatningu Eyjamanna og Slysavarnafélaga gekk ég á fund forsætisráöherra og óskaöi eftir fjárstuöningi frá alþingi varðandi þetta verkefni. Tók hann vel i min mál, en nauösyn er á aö kynna meöferö þessara neta itarlega.” sagöi Markús i stuttu spjalli viö Visi. Björgunarnetið er þannig út- búið að öðrumegin i enda nets- ins er flotholt en i útenda er blý- teinn, þannig aö auðvelt er aö stiga i netiö. A þeim enda er einnig kastlinan fest. Þegar maöurinn hefur náö taki i net- inu, er kastlinu hent til hans og netinu er sleppt. Viö það kemur bjargkarfan til þeirra sem standa að björguninni i sjónum. Tveir menn geta staöiö hvor viö sinn enda netsins og þvi er fljótlegra og léttara aö draga manninn upp. Efnin sem notuö eru i björgunar- netin eru létt og meöfærileg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.