Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 6
vísm Miðvikudagur 1. október 1980. ummMmmwmtfíiwmmfmmmwmu Hvliði úr 3. llokKi í lanflsliðinu í kðriu - Mikið um verkefni hjá isienska landsliðinu í körfuknailleik Jón SigurOsson veröur fyrirliöi iandsliösins f komandi landsleikj- um I körfuknattieik. Hann hefur leikiö 77 iandsieiki fyrir island og leikur því aö öllum iikindum sinn 80. landsleik gegn Kinverjum. Islendingar og Kinverjar leika i næstu viku tvo landsleiki i körfu- knattleik og fer fyrsti leikurinn fram á fimmtudaginn 9. október. A blaöamannafundi, sem landsliðsnefnd Körfuknattleiks- sambandsins boöaði til i gær, var landsliðshópurinn tilkynntur og eru i honum eftirtaldir leikmenn: Gunnar Þorvaröarson UMFN Guðsteinn Ingimarsson UMFN Jónas Jóhannesson UMFN Július Valgeirsson UMFN Valur Ingimundarson UMFN Jón Sigurðsson KR AgústLindal KR Jón Jörundsson ÍR Kolbeinn Kristinsson IR Simon ólafsson Fram Þorvaldur Geirsson Fram Viðar Þorkelsson Fram Torfi Magnússon Val Kristján Agústsson Val Rlkharður Hrafnkelsson Val Valdimar Guðlaugsson Armanni Axel Nikulásson IBK Eins og sjá má á þessari upp- talningu vantar ýmis þekkt nöfn i hópinn að þessu sinni og ber þar hæst þá Pétur Guðmundsson, Kristin Jörundsson og Flosa Sigurösson. „Það er mjög slæmt fyrir okkur að missa Pétur út úr þessu. Við munum sakna hans mjög enda hefur undirbúningur landsliðsins mikið miðast við veru hans i landsliöinu Þá er einnig mjög bagalegt að missa þá Kristin Jörundsson og Flosa Sigurðs- son”, sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari, á blaðamanna- fundinum i gær. „Kristinn er sem stendur i Bandarikjunum, en er væntan- legur heim bráölega og þá vonumst við til þess að hann hefji æfingar. Flosi hefur verið við nám i Bandarikjunum undanfarið og hann fær sig ekki lausan,” sagði Einar. 1 landsliðshópnum eru 17 leik- menn og er búist við að þeir muni allir fá tækifæri gegn Kinverjum. I hópnum eru fimm leikmenn, sem aldrei hafá leikið i islensku landsliðspeysunni. Það eru þeir Agúst Lindal KR, Valdimar Guð- laugsson, Armanni, Valur Ingi- mundarson, UMFN, Axel Nikulásson, IBK og Viðar Þor- kelsson úr Fram, en hann er fyrsti islenski körfuknattleiks- maðurinn sem valinn er i lands- liðið og leikur i 3. flokki, en hann er aðeins 17 ára gamall. Eins og fyrr sagði fer fyrsti leikurinn fram þann 9; þessa mánaðar og verður þá leikið i Laugardalshöll. 11. október verð- ur leikið i Borgarnesi og daginn eftir i Njarðvik. A mánudaginn 13. október leika Kinverjar siðan SÍÐBÚNIR MEISTARAR _ Fyrir stuttu fór fram heldur | slöbúinn úrsiitaleikur i m.fl. mm kvenna I körfuknattleik áriö | 1979. b Einhverra hluta vegna fór ■ leikurinn ekki fram I fyrra, en i ■ gærkvöldi var sem sagt leikiö tii ll I úrsiita og ÍR sigraði KR meö 58! stigum gegn 56 eftir aö staöan I haföi veriö 29:24 i leikhtéi IR iZ vil. | Þjálfari IR-stúiknanna er- Einar ólafsson. | -sSK.a gegn úrvaldsliði KKI og er ætlun- in að nokkrir af þeim erlendu leikmönnum, sem leika hér i vet- ur leiki þá með islenska landslið- inu. Mikil verkefni eru framundan hjá islenska landsliöinu. Frakkar koma hingað um ára- mótin og leika hér tvo landsleiki og i byrjun janúar 1981 tekur Island þátt i fjögurra landa keppni i Wales. Þá er stefnt að fjórum landsleikjum hér á landi i mars og loks verður haldið til Skotlands 3.-7. april og tekið þátt i alþjóðamóti, þar sem landslið Wales, Austurrikis, Noregs, Irlands og Englands verða meðal keppenda auk Islands. Þá eru fyrirhugaðir tveir landsleikir gegn Belgum 9.-10. april. Rúsinan i pylsuendanum og raunar það mót, sem allir þessir leikir og undirbúningur landsliðs- ins miðast við, verður svo þátt- taka Islendinga i heimsmeistara- keppninni, en tsland er i c-liði ásamt Sviss, Skotlandi, Alsir, Portúgal og Luxemburg. Ættu möguleikar tslendinga að vera nokkuð góðir á að vinna sig upp i B-riðilinn, ef vel tekst til. —SK. Utborgun allt niður í 25% og eftirstöðvar fánum við allt að 10 mánuði RYMINGARSALA Opið föstudaga til kl. 22 laugardaga kl. 9-12 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.