Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 14
MiOvikudagur 1. október 1980. LlTTU ÞÉR NÆR! 4890-4505 hringdi: Nú hefur litiö annaö verið i blööunum en málefni Frakkans Gervasoni og ég er ekkert að lasta það. Ég er persónulega ekk- ert á móti honum. En ég hef jafn- framt tekið eftir þvi að einn dygg- asti stuðningsmaður hans er Guð- rún Helgadóttir. Við höfum hér fjöldann allan af öryrkjum, sem eiga að lifa af rúmum tuttugu þúsund krónum á mánuði. Væri ekki nær, að Guðrún Helgadóttir færi aö einbeita sér að þeim með útifundum og tilheyrandi'? Guð- rún littu þér nær! Stjornarslil vegna Fransmannsins meðan skútan er að sðkkvai Grétar skrifar: „Alveg finnst mér það yfir- gengilegt að manneskja sem vill teljast ábyrgur alþingismaður eins og Guðrún Helgadóttir hlýtur að vilja, skuli hóta stjórnarslitum út af einum Frakka. Meöan allt logar hér i innbyrðisdeilum og átökum á vinnumarkaði, efna- hagsmálin að fara i rúst og annað eftir þvi, þá hótar hún ekki stjórnarslitum ef ekki verði eitt- hvað gert. Nei, þá er þagaö. En hvort einhver Frakki skuli vera hér eða ekki þykir næg ástæða til hótana. Guörún Heigadóttir, alþingis- maður. Ég tek enga afstöðu i máli Fransmannsins. Það er mál dómsmálaráðherra aö afgreiða það en ekki rikisstjórnarinnar i heild eða fólks úti i bæ. En yfir- lýsingu Guðrúnar Helgadóttur get ég ekki kyngt þegjandi. Hvers vegna ris hún ekki upp og berst fyrir hag kartöfluþjófanna sem sitja á Litla-Hrauni meðan há- karlarnir ganga lausir? Veit hún að þessir fangar njóta ekki einu sinni almennra mannréttinda? Ég held að hún og aðrir þingmenn ættu að byrja á að taka til hend- inni á heimavigstöðvum áður en allt er sett á annan endann út af einum Fransmanni”. Var ekki áfengishækkunin bara 9 prósent? Nam ekki áfengis- hækkunin 9 prósentum? Hafsteinn Þorbergsson, Ránargötu 11, Akureyri hringdi: Mig langar aö koma meö fyrir- spurn. Var ekki siöasta áfengis- hækkun 9 prósent? Ég allavega man ekki betur. En það vill svo til að ég hef orðiö var við aö þessi hækkun hafi orðið 20 prósent. Ég kaupi mér stundum rauövins- flösku. Fyrir hækkunina kostaði hún um 5.600krónur, en eftir 7.600 krónur. Samkvæmt minum reikn- ingi nemur hér um 20 prósent hækkun. Hvernig stendur á þessu? Barbara ósk ólafsdótt- ir, 0969-9732 skrifar: Ég er akkúrat á fataaldrinum (eða fjórtán ára). Þessi hugmynd um skiptiverslun fyrir ungar fatalausar stúlkur, finnst mér al- veg æði. Þessi kona er snillingur. Skiptiverslun leysir ekki bara fataleysi, heldur leysir hún lika nokkuð, sem heitir peningaleysi. Þetta er alveg frábær hugmynd og ætti einhver að koma henni I framkvæmd og það fyrr en seinna. Takk fyrir. Annars er ég hér með orðsend- ingu til „Aðdáanda góðrar tón- listar: „Ég legg til að hann hætti þessum heiipskulegu skrifum sin- um og fari til sálfræðings. Það hlýtur að vera eitthvað að mann- inum að skrifa svona meinleg og klikkuð bréf. Barbara vill skiptiverslun fyrir ungar stúlkur. FRABÆR hugmyno Smáhugleiðing eftir trábært sumar Þetta einstæöa góða sumar sem nú er að liða, hafa margir is- lendingar notað til að ferðast um sitt eigiö fagra land, þvi hvergi er fegurra og tærara loft en hér á landi, þegar vel viðrar. i byrjun júli fórum við hjónin i ferð sem við höfðum lengi haft hug á að fara. Það var 24 manna hópur eftirlaunafólks Landsimans sem fór þessa ferð. Feröaskrifstofa rikisins sá um feröina. Meö á- gætis bll, fylgdu 2 frábærir menn, ökumaöur og leiðsögumaður. Viö fórum Vestfirðina og Strandir og var ferðin i alla staði vel heppnuð og fegurðin ólýsan- leg. Gisting og viðurgerning yfir- leitt góð, þó skaraði þar frammúr „Flókalundur”. Þar var gist i 2 nætur og var allt eins og best veröur á kosið, góð herbergi, ágætis matur og elskuleg þjón- usta. Nú kemur það sem fékk mig til að pára þessar linur og það er hin svokallaða „Salernismenning” okkar íslendinga. Ég verð að segja að hún er vægast sagt' léleg, þó hún hafi batnaö eitthvað seinni árin. Þar eigum við sjálf mikla sök, þó þaö sé leiðinlegt að viður- kenna, við látum sem við sjáum ekki, þegar t.d. einhver tekur handklæðin og þurrkar skóna sina með þeim eöa fyllir vaskana með sigarettustubbum. Nú langar mig til að koma á framfæri hugmynd sem ég hef lengi haft, það er að hafa konu á staðnum, sem hefur eftirlit með að allt sé vel um gengið og láta greiða eitthvað gjald fyrir afnot af salernum, að minnsta kosti á stöðum eins og Þingvöllum Laugarvatni og yfirleitt þeim stöðum sem mest eru sóttir yfir ferðamannatimann. Ég geri ráð fyrir, að það séu fleiri en ég, sem vildu með glöðu geði greiða þókn- un fyrir að koma inn á hreinlegan stað, frekar en að taka þvi sem alltof oft blasir við manni. Með von um að hugmyndin verði að veruleika. Agnes Kragh Bréfritari leggur til, að greitt sé fyrir afnot af salernum úti á landsbyggðinni, þegar ferðamanna- straumurinn er sem mestur. sandkorn Milla í veitingar Kristjana Milla Thorsteins- son, viðskiptafræðingur og Flugleiðahrellir, er stjórnar- formaður i nýju félagi er ann- ast veitingarekstur i Hótel Heklu á Rauðarárstignum. Þar eru höfuðstöðvar Fram- sóknarflokksins sem kunnugt er enda er Eirikur Tómasson annar af endurskoðendum hins nýja félags. Kannski að Milla ætli að skáka veitingarekstri Flug- leiða fyrst henni hefur ekki tekist að ná völdum i loftinu. ölæsir menntamenn t ieiðara Stúdentablaðsins er sett fram sú krafa að hætt verði að gefa einkunnir i skól- um hér, heldur fái nemendur bara vottorö að afloknu mámi. Með þvi að gefa einkunnir sé nemendum nefnilega innrætt samkeppni i anda hins borgaraiega rikisvalds. Við þennan iestur datt mér í hug frétt sem dönsku biöðin birtu á dögunum. Þar var greint frá þvi.aö dönsku rikis- járnbrautirnar hafi ákveðið að setja á stofn skóla. t þeim skóla á að kenna nýjum starfsmönnum að lesa og skrifa. Það hefur komið i ljós, að fóik sem sækir um vinnu hjá járnbrautunum og veifar hinum og þessum skólavott- orðum reynist oftar en ekki óiæst og óskrifandi. Forráöa- menn járnbrautanna kenna um skólakerfi, þar sem ekki eru gefnar einkunnir og eng- inn samanburður eða sam- keppni megi eiga sér stað. Kannski að þróunin verði sd hér, að háskólaborgarar veröi að setjast I tsaksskóla áður en þeir halda út i atvinnulifið? Lægstu fargjöldin Þjóöverji einn vinnur sér það nú til frægöar að fljúga milli Evrópu og Bandarikj- anna standandi uppi á litilli flugvél. Mér var að detta f hug hvort Flugleiðir gætu ekki notfært sér þessa hugmynd. Setja stórar auglýsingar I blöð: FLJÚGIÐ FRA LUXEM- BORG TIL NEW YORK FYR- IR 50 DOLLARA Siðan mætti standa með smáa letrinu að farþegar sem keyptu miða á þessu fargjaldi yröu bundnir niöur á þak og vængi á DC-8 þotunum. Kiippt og... — Var þessi meö rauöan hálsklút þegar hann kom hingað inn? spurði rakara- lærlingurinn hugsandi.um leið og hann horfði á eftir kúnnan- um út um dyrnar. — Nei, svaraði meistarinn stutt. — Nú, þá hef ég vist klippt fullnærri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.