Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram VÍSIR Miðvikudagur 1. október 1980. Gisli Halldórsson og Sigriöur Hagalin I hlutverkum slnum i Rommi. „Gamansemin i fypimjmi" Sýníngar á Rommí byrja aftur í Iðnó Annað kvöld hefjast aftur sýningar á bandariska verð- launaleikritinu, Rommi eftir O.L. Coburn sem Leikfélag Reykjavikur frumsýndi i vor. „Það verður ekki betur séö en að enn eitt rifandi gangstykkið sékomiðá f jalirnar f Iðnó þessa dagana. Leikritiö Rommi hefur fiest til að bera: efni sem flestir hafa hugleitt, og sumir þegar upplifað, það gerir ekki of mikiar kröfur til áhorfendanna en hefur þó djúpan undirtón, gamansemin er I fyrirrúmi en þó grunnt á gremjunni. (Gagn- rýni BS). Hlutverkin eru aðeins tvö, og eru þau leikin af Sigríði Hagalin og Gisla Halldórssyni, „þau fara bæði á kostum”. Þau leika Fonsiu og Weller, sem kynnast á elliheimilinu og hafa ofan af fyrir sér með þvi að spila Rommi. Weeler hefur alla tið verið haldinn spilafikn, og i Fonsiu finnur hann verðugan andstæð- ing, eða öllu heldur ofjarl sinn. Hún vinnur alltaf og það er óþol- andi, hún sem er bara kven- mður — og Weller missir vald á skapsmunum sinum i hvert skipti.” Leikstjóri Rommi er Jón Sigurbjörnsson, þýðingu gerði Tómas Zoega, leikmynd annað- ist Jón Þórisson og Daniel Willi- amsson lýsinguna. Fyrsta sýningin er á fimmtudag og sú næsta á sunnudagskvöld, i bæði skiptin kl. 20.30. MS. Nýjar bækur frá Setberg Meðal nýrra bóka frá bókaútgáfunni Setberg, sem út koma i haust má nefna ævisögu Jóhönnu Egilsdóttur, tæplega 100 ára gamallar konu, sem Gylfi Gröndal hefur skráð. Sagan eRtviþætt, annars vegar saga vinnumanns og konu sem koma fótgangandi til höfuðborg- arinnar árið 1904 og byrjuðu þar með tvær hendur tómar, hins vegar saga af fyrstu baráttuárum verkalýðshreyfingarinnar. Jóhanna var varaformaður Verkakvennafélagsins Framsókn i ein 11 ár og formaður þess i 29 ár. 1 bókinni verða lýsingar á mörgum þjóðkunnum körlum og konum, t.d. Jóni Baldvinssyni, Ólafi Friðrikssyni, Héðni Valdi- marssyni og Brieti Bjarnshéðins- dóttur og Ólafi Thors. í bókinni verður fjöldi mynda. Frásagnir og viðtöl . „Jarlinn af Sigtúnum og fleira fólk” er viðtalsbók eftir Guð- mund Danielsson. I bókinni veröa 11 þættir, viðtöl og frásagnir, t.d. við Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara, Guðna apótekara, Arna Arnason sjómann, Matthias Johannessen ritstjóra og skáld, en bókinni lýkur með viðamikilli frásögn um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi og er titill bókarinnar kenndur viö hann. Töfrar liðins tima”, fyrsta bók Torfa Þorsteinssonar bónda i Haga i Hornafirði. 1 bókinni eru 20frásagnarþættir frá liðinni stið, einkum úr Austur-Skaftafells- sýslu. Þýddar bækur. Onnur bók Setbergs i flokki Nobelsverðlaunahafa verður eftir Isaac Singer. Sögusviðið er Pól- land á fyrstu áratugum aldar- innar. Bókin lýsir þvi hvernig umhverfið sem Singer ólst ppp i mótaði hugarheim hans. Hjörtur Pálsson þýddi. Þá koma út tvær skáldsögur af léttu tagi, „Astin vaknar” og „Sumarauki”. Af öðrum þýddum bókum má nefna barna og unglingabækur- nar, „Húsið á sléttunni”, sem er i Láru-bókaflokknum, norska ung- lingabók: „Eg vil eignast barnið”. Setberg gefur lika út nokkrar teiknimyndabækur og smábækur fyrir þau allra yngstu. Matur og drykkur. Af matreiðslubókum má nefna „Nú bökum við”, þýdd kökubók, Almenna bókafélagið hefur gefið út tvær nýjar kennslubækur fyrir erlent tungumálanám, „a learner’s first dictionary” og Málfræði við Etudes Francaises Cours Intensif. Fyrri bókin er ensk-ensk orða- bók með itarlegum skýringum og myndum og er islenskt orðasafn aftast, þ.e. islenskt heiti er gefið fyrir þau ensk orð, sem bókin Guðmundur Danielsson rithöf- undur. „300 drykkir”, áfengir og óáfengir drykkir og verðlauna- drykkir, „Alltaf eitthvað nýtt”, kjöt- og fiskréttabók i sama flokki og Áttu von á gestum og Nú bökum við. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari þýddi,breytti og reyndi rétti þess- ara bóka. I það heila gefur Setberg út 6 titla fyrir börn og unglinga, 15 fyrir litlu krakkana og 12 titla fyrir fullorðna á þessu ári. geymir. I skýringartexta við enskuorðin eru einnig gefin dæmi um notkun og formbreytingar. Málfræðibeinagrind er i viðauka. Bökin virðist hin handhægasta fyrir nemendur i ensku vel fram yfir byrjendastig. Jón Hannesson gerði islenska orðasafnið. Seinni bókin frönsk málfræði eins og nafnið bókarinnar ber með sér. Emil H. Eyjólfssoan annaðist islensku útgáfuna. Ms. TVÆR NÝJAR BÆKUR TIL TUNGUMÁLANÁMS Mannlif milli húsa. Ljóð: Pétur Lárusson. Myndir: öm Karlsson. Útgefandi: Ljósbrá, 1980. Þessi yfirlætislitla og stutta bók, með mynd á annarri hverri 80 siðna og stuttu ljóði á hinni, leynir á sér. Eftir lesturinn litur maöur fremur dauflega og fábreytta kápu hennar öðrum augum en áðuren blööunum var flett. Er ég sá nafnið — Mannlif milli húsa — hugsaði ég ósjálf- rátt með mér.: — Jæja, einn bálkurinn enn um utangarös- mennina I þjóðfélaginu, göturæsisbúana, flækinga Hfs- ins, sem áöur héldu sig á heiðum og leiðum milli bæja, en eru nú „milli húsa” I þéttbýli. En ég hafði ekki lengi lesið og litið á myndir, er ég skildi, að mér skjátlaðist ilKlega I þessu efni. Efni þessara ljóða og mynda var af öðrum toga. Að visu hefst fyrsta ljóðið á þvl, er „götustrákarnir” buðu höfundinn velkominn I hverfiö, en hvorki það hverfi né ræsi þess verður afmarkaður heimur ljóðanna, og götustrákahverfiö gegnir þar varla öðru hlutverki siöar en vera eins konar sjálf- skriftastaöur, þar sem höf- undurinn tekur sjálfan sig stundum á eintal. Bókinni er skipt i kafla með ákveðinni stig- andi. Fyrst er bernskan, siðan „verkamannasæla I borginni viö Sundin”, þá hugvekja um „þjóðhátiðarsumariö mikla 1974” og slðast ljóð undir þriggja linu nafni, sem ég skil Ferðaljðð úr húsasunfl- um í leit að betrl heimi ekki vel, en virðist komast fyrir I orðinu vitaskuldir. Fyrsti kaflinn — bernskan — eraðeins fimm ljóð, og stundum eru húsin alls ekki nálæg og þrengja ekki aö. Þar er þetta: Litill snáði gekk fjörur. Mávar hófu sig til flugs, rottur skutust milli steina. Gat hann látiö steinvölu fleyta kerlingar? Hann fann kuöung, virti hann fyrir sér spurulum augum, stakk honum varlega á sig og hélt heimleiðis með leyndardóm I vasanum. Eftir urðu li'til spor handa sjónum að afmá. Og þetta var á þeim árum, sem heimurinn markaöist af öskjuhllð I austri og örfirisey I vestri. Lifskalliö kemur þó aö utan frá húslausri náttúru.og þrátt fyrir nafn bókarinnar leita þessar mannlifshendingar sér ekki einvöröungu athvarfs undir húsvegginum -engu að siður þar, sem hús eru hvergi I aug- sýn. Hús skipta raunar ekki máli i þessum ljóðum. Verkamannasælan hefst á þessum inngangi: Hverjum stimpilklukkan glymur viö undirleik sargandi véla, þaö er spurning dagsins verkamaður. Fljótt fljótt æpir færibandið. Gleymdu ekki að kasta á það von þinni og þrá að þær megi berast styrkum hagfæti út i tómið. BB ■■ ■■ H ■■ H ■■ H ■■ M ■ bókmenntir Andrés Krist- jánsson skrifar: Þessi ljóöakafli er fullur af sársauka og uppreisn, en jafn- framt skilningi á aðdráttum þessarar lifsbrautar, svo að ekki er skotið vigoröum yfir mark, og hatur er ekki áhrifaafl þeirra. Ljóðakaflinn um þjóðhátiðar- sumariö 1974 er býsna hug- tækurog heitur þrátt fyrir nokk- urn kaldrana i oröum. Þar eigast andstæður við á yfirborði en sameinast I „timbur- mönnum, sem þegar er drekkt i Svartadauða.”. Þar er fjallað um vimu falsks sjálfsmetnaðar þjóðar á vegasalti uppgeröar- hjóms sjálfshafningar og auönuleysistóms vitundar um aðhafaaöverulegu leyti brugö- izt sjálfri sér. Þessi kafli er samstæöur og myndir hans tal- andi timatákn i oröum og drátt- um. Slðasti kaflinn með langa nafnið er þó burðamestur og með viðastan sjóndeildarhring. Þar koma við söguna dorg á bryggju, loðnu- og silaveiðar, ömurleg atvik úr fréttum, Esjan og götur undir snjó. Þar er jafn- vel hvatyrt styttuljóð um ólaf Thórs, og október og nóvember eru útgöngumánuöir bókar- innar, tákn nokkurs kaldrana og svartsýni tiðarinnar. Bókin endar á þessu milda vonbrigða- ljóði: Sólin varpar mynd sinni á hafið. Leikir barnanna rifja upp gleymda veröld, þar var höfnin ævintýraland, ekki þrælakista vondaufra manna. Hulinshjúpur lukti hafið. Við vorum sæfarar I leit að betri heimi þar sem hvert land var ööru fegurra. Nú er nýi heimurinn fundinn, grár og kaldhæðinn. Skip okkar sæfara fúnar i fjöru. Bókin er sem sagt hálf ævisaga, siglingin eða leitin að fyrirheitna landinu, drauma- landi æskuára. Sársaukinn við þann landafund sýnir aö róman- tiskur lifsdraumur er logandi kvika undir harðri skel ljóoanna og háðbeiskjunni. Myndir og ljóð vinna saman af miklum trúleik i þessari bók. Tveir höfundar hafa sett saan góða ljóðabók. Mál hennar er i senn skýrt og skorinort og hófsamt. Hugvæmnin mikil og beisluö, hnyttni og alvara eiga góöan samleik. Mér virðist þessi ljóðmyndabók i hópi hinna athyglisverðustu I safni ungra ljóðskálda á þessum áratug. Smáhlutir eru þarna, sem ég kann ekki alls kostar við. Pétur og örn kalla sig „bókarsmiði” og þakka undir þvi nafni kápu- teiknara og tveim mynda- smiðum. Ég kynni þvl betur, að þeir kölluðu sig höfunda, en þá og aöra sem bókina gerðu, bókarsmiði. A.K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.